Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
Telur framkvæmdina ekki vera minniháttar Skipulagsstofnun er ósammála verklagi sveitarfélagsins Ölfuss sem hóf framkvæmdir við landfyllingu án þess að fylgja réttu verklagi að mati stofnunarinnar. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.

Skipulagsstofnun gagnrýnir sveitarfélagið Ölfuss út af framkvæmdum við landfyllingu í Þorlákshöfn. Stofnunin telur að Ölfus hafi ekki fylgt réttu verklagi við gerð landfyllingarinnar. Þetta kemur fram í bréfi frá Skipulagsstofnun til sveitarfélagsins sem dagsett er 15. janúar. Stofnunin segir að ekki sé gert ráð fyrir landfyllingunni í aðalskipulagi Ölfuss. 

Framkvæmdir við landfyllinguna hafa verið umdeildar síðustu mánuði og hefur Brimbrettafélag Íslands meðal annars gagnrýnt þær í innlendum og erlendum fjölmiðlum. Enn liggur ekki fyrir í hvað á að nota landfyllinguna ef af henni verður. Formaður Brimbrettafélags Íslands hefur vænt Elliða Vignisson um spillingu í málinu vegna tengsla við fjárfesta sem nota lóð sem liggur að fyrirhugaðri landfyllingu til að flytja út jarðefni. 

„Að lokum bendir Skipulagsstofnun á að fyrirhuguð framkvæmd fellur undir tl. 13.02 í 1. viðauka laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.“
Úr bréfi Skipulagsstofnunar

Ósammála mati Ölfuss

Í bréfinu er rakið hvernig Skipulagsstofnun metur framkvæmdina við landfyllinguna með öðrum hætti en sveitarfélagið. Samkvæmt bréfinu taldi Ölfus að gerð landfyllingarinnar fæli í sér „óverulegar framkvæmdir innan hafnarsvæðis“ og myndi rúmast innan aðalskipulags.

Þessu er stofnunin ósammála og bendir á að breyti þurfi aðalskipulagi Ölfuss og að framkvæmdin falli undir lög um umhverfismat. „Skipulagsstofnun getur ekki tekið undir þá skýringu að umrædd stækkun á hafnarsvæði falli undir almenna skilmála aðalskipulags um óverulegar framkvæmdir innan hafnarsvæðis, enda um rúmlega 8% stækkun á hafnarsvæðinu H3 að ræða.

Skipulagsstofnun segist í bréfinu geta fundað með Ölfusi um framkvæmdina óski sveitarfélagið eftir því. „Stofnunin er reiðubúin að funda með sveitarfélaginu og skipulagsráðgjöfum þess ef óskað er frekari skýringa.

Tilskilin leyfi ekki fyrir hendi

Skipulagsstofnun er önnur ríkisstofnunin sem hefur gagnrýnt sveitarfélagið Ölfus upp á síðkastið vegna landfyllingarinnar. Fyrr í janúar greindi Heimildin frá því að Umhverfisstofnun hefði stöðvað framkvæmdir við landfyllinguna. 

Sveitarfélagið aflaði ekki tilskilinna leyfa til að hefja gerð landfyllingar og dýpkunarframkvæmda í Þorlákshöfn áður en hafist var handa samkvæmt fundargerð frá Umhverfisstofnun.  Í fundargerðinni segir orðrétt um þetta „Umhverfisstofnun boðaði til fundarins til að fylgja eftir ábendingu um að framkvæmdir væru hafnar án tilskilinna leyfa. [...] Dýpkunarframkvæmdir eru hafnar og samkvæmt fulltrúum sveitarfélagsins er unnið að því að ljúka við breytingu á skipulagi og áætlað að sækja um tilskilin leyfi í kjölfarið.“

Elliði Vignisson sagði um gagnrýni Umhverfisstofnunar: „Ég veit það að sveitarfélagið hefur ekki beðið um þessa framkvæmd eða leyft hana og þetta verður ekki gert fyrr en öll leyfi liggja fyrir.“ 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GH
    Gunnar Hólmsteinn skrifaði
    Margir hægrimenn vilja eftirlitslaust "villta vestrið" svo þeir geti göslast áfram, sjá t.d laxeldismál...
    4
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,Elliði Vignisson sagði um gagnrýni Umhverfisstofnunar: „Ég veit það að sveitarfélagið hefur ekki beðið um þessa framkvæmd eða leyft hana og þetta verður ekki gert fyrr en öll leyfi liggja fyrir.“


    Spillingarþokan er mikil yfir Ölfusunu ?
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
6
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
7
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Domino's-þjóðin Íslendingar
9
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
7
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár