Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Dómur Eddu Bjarkar birtur: Sögð hafa vísvítandi sagt rangt frá

Edda Björk Arn­ar­dótt­ir á yf­ir höfði sér 20 mán­aða fang­elsis­vist í Nor­egi. Edda nam drengi sína þrjá á brott og hindr­aði að fað­ir drengj­anna fengi að hitta þá. Fað­ir­inn fór einn með for­sjá þeirra.

Dómur Eddu Bjarkar birtur: Sögð hafa vísvítandi sagt rangt frá

Dómur féll í máli Eddu Bjarkar Arnardóttur í hádeginu í dag. Edda var dæmd í tuttugu mánaða óskilorðsbundið fangelsi í þingsréttinum í Þelmörk í Noregi. Nútíminn greindi fyrst frá dómnum og hefur birt þýðingu á honum í heild sinni. 

Edda var framseld til Noregs í nóvember þegar hún var handtekin. Hún var flutt nauðug til Noregs í byrjun desember. Hefur hún setið í fangelsi síðan. Þrír dómarar dæmdu í málinu. 

Í dómnum kemur fram að „ásakanir ákærða um alvarlega galla í umsjárstöðu brotaþola eru augljóslega rangar og eru bornar fram gegn betri vitund.“

Refsirammi hækkaður

Edda Björk er sakfelld fyrir sama dóm í Nedre Telemark dómstólnum 22. október 2020. Þá skilaði hún ekki drengjunum til föður þeirra eftir vetrarfrí á Íslandi. Samkvæmt refsilögum í Noregi þýðir það að refsiramminn megi hækka allt að tvöfalt. Í þýðingu Nútímans af dómnum kemur fram að „þetta mál einkennist af því að ákærða hefur í annað sinn á stuttum tíma brottnumið þrjá syni sína til Íslands þrátt fyrir að það hafi verið lagalega ákveðið að hún hafi ekki hlutdeild í forsjá þeirra og að þeir eigi að hafa fasta búsetu hjá brotaþola í Noregi. Ákærða framkvæmdi brottnámið á hátt sem krefst talsverðrar skipulagningar og fjármagns. Aðgerðin, þar með talið útvegun falsaðra eða rangra ferðaskjala fyrir börnin, ber vott um fagmennsku.“

Hagur barnanna að búa hjá föður sínum

Í dómnum segir að forsjá, búseta og umgengni barnanna hafi verið athuguð fyrir brottnámið af sérfræðingum. Telur dómstóllinn að það sé hagur barnanna að búa hjá föður drengjanna. Eru ásakanirnar á hendur föður drengjanna sagðar rangar í dómnum. „Við rýningu hefur dómstóllinn lagt mikla áherslu á að þetta er í annað sinn á fáum árum að ákærða brottnám börn sín til Íslands.“

„Við lok aðalmeðferðar hafði brottnámið staðið í næstum eitt ár og níu mánuði,“ Kemur fram að Edda hafi sýnt fram á vilja til að fara ekki eftir lagalega ákvörðuðum dómum frá  Noregi og Íslandi. Segir í dómnum að Edda hafi sagst ætla að gera allt sem í hennar valdi stendur til að börnin yrðu áfram á Íslandi hjá henni. „Þrátt fyrir að íslenskir dómstólar hafi lagalega ákveðið að drengirnir skuli snúa aftur til Noregs með úrskurði frá 31. janúar 2023.“ 

Sökuð um að segja ranglega frá málinu

Edda sögð hafa tryggt að mannfjöldi myndi hindra lögregluna í því að flytja drengina burt. Þar að auki er hún sökuð um að hafa vísvitandi sagt ranglega frá málinu í íslenskum fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. 

Í dómnum kemur fram að faðir drengjanna hafi „í langan tíma barist með friðsamlegum og löglegum hætti til að fá börnin aftur. Hann hefur verið mjög áhyggjufullur yfir stöðu drengjanna í langan tíma með litlar eða engar sannar upplýsingar um það hvernig þeim líður. Hann hefur sjálfur glímt við þunglyndi og sjálfsvígshugsanir.“ Dómstóllinn telur að ekki sé hægt að meta hvernig áhrif brottnámið mun hafa á drengina að svo stöddu. 

Dómstóllinn telur að eins árs og átta mánaða fangelsi vera of vægan dóm telja það ekki endurspegla alvarleika brotsins. Bera þeir undir sig að um endurtekið rán sé að ræða. „Þó að drengirnir séu staddir í þróuðu landi eins og Íslandi, þá eru þeir útsettir fyrir stöðugu álagi og neikvæðum áhrifum af hálfu ákærða. Skólinn hefur einnig upplýst að drengirnir eiga við verulegar áskoranir að stríða og að ákærða fylgist ekki með þeim á fullnægjandi hátt. Með hliðsjón af alvarleika málsins og þeim almennu- og einstaklingsbundnu forvörnum sem gilda, telur dómstóllinn að viðeigandi upphafspunktur fyrir refsinguna sé óskilorðsbundið fangelsi í tvö ár,“ kemur fram í þýðingu Nútímans af dómnum. 

Eddu barst ekki stefnan í málinu

Í dómnum kemur fram að Eddu barst ekki stefnan þar sem heimilsfang hennar var ranglega skráð á boðunarbréfið. Var ekki öðrum leiðum beitt við að koma stefnunni til hennar og íslenskum yfirvöldum ekki frekar gert að kynna stefnuna fyrir Eddu. Því var aðalmeðferð málsins frestað.

Edda er því ekki talin bera ábyrgð á því að málinu var frestað en málið átti upphaflega að fara fyrir dómi í ágúst 2023. „Dómstóllinn telur rétt að gefa afslátt af refsingunni um það bil 15% vegna þess að málsmeðferðin hefur tekið óþarflega langan tíma.“

Var niðurstaða dómsins að dæma Eddu í 20 mánaða fangelsi.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Mál Eddu Bjarkar

Forræðisdeila Eddu Bjarkar og barnsföður hennar: Hvað gerðist eiginlega?
GreiningMál Eddu Bjarkar

For­ræð­is­deila Eddu Bjark­ar og barns­föð­ur henn­ar: Hvað gerð­ist eig­in­lega?

Deil­ur ís­lenskra for­eldra, sem hafa stað­ið yf­ir í fimm ár, hafa ver­ið dregn­ar fram í ær­andi skært kast­ljós fjöl­miðla á síð­ast­liðn­um mán­uði. For­eldr­arn­ir, Edda Björk Arn­ar­dótt­ir og barns­fað­ir henn­ar, eiga sam­an fimm börn og hafa deil­ur þeirra far­ið fram svo oft frammi fyr­ir dóm­stól­um að tvær hend­ur þarf til þess að telja skipt­in.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár