Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

SA og breiðfylkingin taka höndum saman um ná nýrri þjóðarsátt

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og breið­fylk­ing stærstu stétt­ar­fé­laga lands­ins skora á fyr­ir­tæki, ríki og sveit­ar­fé­lög að ná nið­ur verð­bólgu og þar með vöxt­um, „með því að halda aft­ur af gjald­skrár- og verð­hækk­un­um og launa­skriði.“

SA og breiðfylkingin taka höndum saman um ná nýrri þjóðarsátt
Sátt Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, las um sameiginlega yfirlýsingu samningsaðila þar sem þeir lýstu yfir vilja til að gera langtímakjarasamninga. Mynd: Golli

„Samtök atvinnulífsins og breiðfylking landssambanda og stærstu stéttarfélaga á almenna vinnumarkaðnum hafa tekið höndum saman um gerð langtímakjarasamninga sem auka fyrirsjáanleika og stöðugleika í efnahagslífinu.“ Svona hefst sameiginleg yfirlýsing aðila vinnumarkaðarins sem Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, las upp fyrir fjölmiðlafólk að loknum fundi þeirra sem átti sér stað í morgun.

Í yfirlýsingunni segir enn fremur að samningsaðilar séu sammála um að eitt mikilvægasta verkefnið í komandi kjaraviðræðum sé að ná niður mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi sem komið hafi hart niður á bæði heimilum og fyrirtækjum. „Til að það markmið náist verða allir aðilar vinnumarkaðarins, fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að leggjast á eitt og getur enginn skorast undan ábyrgð. Samningsaðilar skora á fyrirtæki landsins, ríki og sveitarfélög að styðja markmið kjarasamninganna um að ná niður verðbólgu og þar með vöxtum, með því að halda aftur af gjaldskrár- og verðhækkunum og launaskriði.“

Um var að ræða fyrsta formlega fund breiðfylkingarinnar, sem fer með samningsumboð fyrir 93 prósent alls launafólks innan Alþýðusambands Íslands, með Samtökum atvinnulífsins eftir að hún var mynduð fyrr í þessum mánuði. 

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, sagði að fundi loknum að það væri alveg ljóst að það eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum hratt og vel þá verði allir að spila með í þeirri vegferð. „Við höfum lagt fram okkar hugmyndir um það hvernig við viljum nálgast þetta verkefni. Núna er boltinn hjá samfélaginu í heild sinni.“

Hann sagði það gríðarlega sterkt að sameiginleg yfirlýsing hafi verið gefin út og sýnir þann sameiginlega vilja sem sé til staðar. 

Næsti fundur samningsaðila hefur verið settur á 3. janúar 2024 og Vilhjálmur býst við því að það verði fundað á hverjum degi eftir það þar til niðurstaða fæst.

Verðmiðinn 20 til 25 milljarðar króna

Heimildin greindi frá því á jóladag að sú heildstæða nálgun sem breiðfylkingin hefur mótað fyrir komandi kjarasamningsviðræður, og var kynnt Samtökum atvinnulífsins á fundinum í dag, eigi að vera forsenda fyrir nýrri þjóðarsátt. Sú áætlun gerir ráð fyrir umtalsverðri aðkomu ríkissjóðs að sáttinni. Samkvæmt grein sem Stefán Ólafsson, prófessor emiritus sem starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu, skrifaði og birtist í Heimildinni þennan saman dag þá þarf þjóðarsáttin að snúast um að ná verðlagi og vöxtum hratt niður með hóflegum launahækkunum í samningi til þriggja ára og samstilltu átaki allra, ekki síst fyrirtækja. „Þetta verði gert mögulegt með endurreisn tilfærslukerfa heimilanna, sem skili sér í auknum greiðslum til barnabóta og húsnæðisstuðnings, sem nemi um 30-50 þúsund krónum til heimila í lægri og milli tekjuhópum. Þetta myndi kosta ríkið um 20-25 milljarða aukalega á ári.“

Í greininni sagði að slík aðgerð myndi færa tilfærslukerfin í átt að því sem var á þeim tíma sem þjóðarsáttin 1990 var gerð. „Þetta er því lykilforsenda fyrir því að hægt sé að una við hóflegar launahækkanir nú til að ná verðlagi og vöxtum hratt niður á næstu misserum.“

Formaður Eflingar, sem Stefán starfar fyrir, er Sólveig Anna Jónsdóttir. Í samtali við Heimildina á föstudag boðaði hún það sama og Stefán gerir í grein sinni, án þess að setja verðmiða á kostnaðinn. Þá sagði hún að það sem stjórnvöld þurfi að gera til að það verði hægt að undirrita kjarasamninga hratt og örugglega og án átaka, sé að leiðrétta tilfærslu kerfin. „Það hefur verið unnin mikil og góð vinna á vettvangi hreyfingarinnar sem við byggjum á. Uppleggið er að tilfærslukerfin verði löguð með þeim hætti að þau fari aftur á þann stað sem þau voru árið 2013. Og jafnframt verður farið fram með kröfur um úrbætur í húsnæðismálum.“

Ekki er útilokað að kröfur verði gerðar um enn meiri útgjöld úr ríkissjóði til þess að hægt verði að ná kjarasamningum til lengri tíma. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður stærsta stéttarfélags landsins VR, sagði við Heimildina fyrir helgi að húsnæðismál yrðu stærsta málið sem yrði á borðinu í komandi kjaraviðræðum. „Það þarf að teikna upp trúverðugt plan sem muni raunverulega mæta þeirri gríðarlegu húsnæðisþörf sem er búin að byggjast upp síðustu áratugi.“

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
8
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
9
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu