Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Þurfa ekki að víkja úr sal í hryðjuverkamálinu

Sak­sókn­ari í hryðju­verka­mál­inu svo­kall­aða gerði þá kröfu til ákæru­valds­ins að sak­born­ing­ar fái ekki að sitja í dómssaln­um í að­al­með­ferð máls­ins. Sak­sókn­ari gerði þessa kröfu svo sak­born­ing­arn­ir geti ekki haft áhrif á mál­flutn­ing hvors ann­ars fyr­ir dómi.

Þurfa ekki að víkja úr sal í hryðjuverkamálinu

Saksóknari í hryðjuverkamálinu svokallaði gerði kröfu til ákæruvaldsins að sakborningar fái ekki að sitja í dómssalnum þegar meðákærði sæti fyrir svörum í aðalmeðferð málsins. Kröfu saksóknara var hafnað af ákæruvaldinu og aðalmeðferðinni hefur verið frestað þar til miðjan febrúar á næsta ári. 

Sindri Snær Birgisson er ákærður „fyrir tilraun til hryðjuverka, með því að hafa ákveðið að valda, með skot- og/eða sprengjuárás, hér á landi, ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað og tíma, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og veikja eða skaða stjórnskipun og þjóðfélagslegar undirstöður ríkisins. Ásetning sinn til hryðjuverka sýndi ákærði ótvírætt í verki á tímabilinu maí til september 2022“ og síðan er rakið nánar á tíu blaðsíðum hvernig hann hafi gert það. 

Ísidór Nathansson er ákærður „fyrir hlutdeild í ofangreindu broti Sindra, með liðsinni í orði og verki“ til að mynda með því að aðstoða hann við kaup á skotfærum í árásarrifflana AR-15 og AK47 „vitandi að meðákærði Sindri hafði í hyggju að fremja hryðjuverk“, með því að „senda til Sindra, á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal, hvatningu og undirróður um að fremja hryðjuverk“, aðstoða hann við öflun lögreglubúnaðar og lögreglufatnaðar og „miðla til hans efni og upplýsingum um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði, undirbúning og verknaðaraðferðir þeirra“ auk upplýsinga um sprengju- og drónagerð. Alls er ákæran gegn þeim tólf blaðsíður.

Undantekningarregla

Um er að ræða undantekningarreglu þar sem venjan er að ákærðu eigi rétt á að vera viðstaddir aðalmeðferð málsins. Saksóknari gerði þessa kröfu til að Sindri og Ísidór, sakborningarnir, geti ekki haft áhrif á málflutning hvors annars fyrir dómi. Saksóknari telur að það rýrir til muna sönnunargildi þeirra fyrir dómi. Telur saksóknari ekki ólíklegt að ákæruvaldið muni bera fram spurningar sem þeir ákærðu hafa ekki verið spurðir áður þrátt fyrir að umfangsmiklar skýrslur hafi nú þegar verið teknar af sakborningum. Engin ný gögn verða borin upp sem ekki hafi komið fram í málinu áður. Saksóknari segir forsendur þessarar kröfu vera munur á framburði sakborninga. Lögfræðingar sakborninganna óskuðu eftir að kröfunni yrði hafnað.

Samróma í skýrslutökum

Sindri og Ísidór hafa gengið lausir núna í hálft annað ár og segja lögmenn þeirra þá hafa haft nægan tíma til að sammælast fyrir dómi þar sem þeir eru enn vinir. Þeir voru samróma í skýrslutökum þó þeir hafi neitað að tjá sig í upphafi fyrir dómi. Lögfræðingur Ísidórs þykir mikilvægt að hann sé viðstaddur vitnisburð meðákærða þar sem hann er sakaður um hryðjuverk. 

Kröfu saksóknara var, líkt og áður sagði, hafnað af ákæruvaldinu.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SS
    Soffía Sigurðardóttir skrifaði
    Hvernig er kröfu saksóknara hafnað af ákæruvaldinu? Saksóknari fer með ákæruvaldið.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
1
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Brosir gegnum sárin
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Bros­ir gegn­um sár­in

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.
Vill að NATO greiði fyrir nýjan flugvöll
7
Fréttir

Vill að NATO greiði fyr­ir nýj­an flug­völl

Ei­rík­ur Ingi Jó­hanns­son for­setafram­bjóð­andi tel­ur að að­ild Ís­lands að Norð­ur-Atlants­hafs­banda­lag­inu (NATO), sem sam­þykkt var á Al­þingi ár­ið 1949, hefði átt að vera sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Í nýj­asta þætti Pressu sagði Ei­rík­ur að Ís­land ætti ekki að leggja til fjár­muni í varn­ar­banda­lag­ið. Þvert á móti ætti NATO, að hans mati, að fjár­magna upp­bygg­ingu á mik­il­væg­um inn­við­um hér á landi.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
8
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár