Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Akranes íhugar að fjarlægja séra Friðrik af lista yfir heiðursborgara

Bæj­ar­yf­ir­völd á Akra­nesi eru að skoða að fjar­lægja séra Frið­rik Frið­riks­son af lista yf­ir heið­urs­borg­ara í bæn­um. Ástæð­an eru frétt­ir um að hann hafi áreitt drengi. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi.

Akranes íhugar að fjarlægja séra Friðrik af lista yfir heiðursborgara
Á Akranesi Séra Friðrik Friðriksson, stofnandi KFUM og KFUK á Íslandi, sést hér með drengjum á Akranesi. Bærinn íhugar nú að fjarlægja hann af lista yfir heiðursborgara.

Bæjaryfirvöld á Akranesi íhuga nú að fjarlægja séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM og KFUK, af lista yfir heiðursborgara í bænum. Þetta segja þeir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og Valgarður Jónsson, forseti bæjarstjórnar, í samtölum við Heimildina.

Séra Friðrik var gerður að heiðursborgara árið 1947. Átta einstaklingar hafa verið gerðir að heiðursborgurum á Akranesi.

Ástæðan eru fréttir um að séra Friðrik hafi verið haldinn barnagirnd og áreitt drengi. Rót þeirrar umfjöllunar er bók um ævi séra Friðriks eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Stóra afhjúpunin í þeirri bók er þessi háttsemi séra Friðriks gagnvart drengjum. Eftir útkomu bókarinnar hafa tvö dæmi um áreitni séra Friðriks gagnvart drengjum á Akranesi komið fram. 

Borgaryfirvöld í Reykjavík greindu frá því í gær að stytta af séra Friðriki og dreng í miðbænum yrði fjarlægð í ljós þeirrar umræðu sem bókin hefur leitt af sér. 

„Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um þetta á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn.“

Ákvörðun tekin á næsta bæjarstjórnarfundi 

Haraldur Benediktsson segir: „Við fengum ábendingu um þetta, að hann væri heiðursborgari, og ég veit að pólitíkin er í debatt um þetta.Haraldur, sem áður var þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er nú bæjarstjóri á Akranesi eftir að hafa verið ráðinn í starfið og er því ekki kjörinn fulltrúi og þar með stjórnmálamaður lengur. 

Valgarður Jónsson úr Samfylkingunni segir um málið: „Við erum ekki búin að klára samtalið á meðal kjörinna fulltrúa. En þeirri spurningu hefur verið varpað upp hvort það sé ekki rétt að fjarlægja þetta nafn af listanum yfir heiðursborgara Akraness vegna þeirra upplýsinga sem hafa komið fram.

Hann segir að ástæðan fyrir umræðunni sé að þolendur séra Friðriks eigi að njóta vafans í málinu. „Ég býst við að það verði tekin ákvörðun um þetta á næsta bæjarstjórnarfundi, sem verður á þriðjudaginn.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BDÞ
    Birgir Dalai Þórðarson skrifaði
    Aldeilis illa grundað og ekki íhugað af bæjarstjórn Akraness! Ég bjó ungur drengur á Skaga og man eftir KFUM samkomum þar og hvað Sr. Friðrik var þægilegur og skemmtilegur gamall kall með skegg. Hann klappaði mann á kollinn og sagði m.a. "mikið er alltaf gaman að sjá þig svona fallegur drengurinn". Í heimsókn í Vaglaskóg tók hann mig upp og man ég vindla ilminn. Sr. Friðrik var kraftaverka maður sbr KFUM og KFUK Valur Vatnaskógur o.m.fl. jákvætt sem hann stóð fyrir. Mikil skömm allar þessar fordæmingar, sem nær ekkert eru rökstuddar og hver étur eftir öðrum. Mikil er skömm þeirra Egils sjónvarps manns og Guðmundar sagnfræðings að nota Illar sögur til að selja bækur. Hvorugur þeirra hafa hitt Sr. Friðrik né vita mikið um hann störf og athafnir.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það eiga allir íbúar að vera heiðursborgarar. Minnsta tannhjólið í úrverki gerir jafnmikið gagn og driffjöðurin.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sr. Friðrik og drengirnir

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Forsetaembættið getur ekki afturkallað fálkaorðu séra Friðriks
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

For­seta­embætt­ið get­ur ekki aft­ur­kall­að fálka­orðu séra Frið­riks

Ein­ung­is er hægt að að aft­ur­kalla rétt fálka­orðu­hafa sem eru á lífi til að bera orð­una. Þeg­ar orðu­haf­ar falla frá fell­ur rétt­ur­inn til að bera orð­una nið­ur. Dæmi er um að rétt­ur­inn til að bera fálka­orð­una hafi ver­ið aft­ur­kall­að­ur en þetta mun ekki að ger­ast í til­felli séra Frið­riks Frið­riks­son­ar.

Mest lesið

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
6
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
„Ég hef að góðu að hverfa aftur“
7
Allt af létta

„Ég hef að góðu að hverfa aft­ur“

Guð­mund­ur Karl Brynj­ars­son, sókn­ar­prest­ur í Linda­kirkju, laut í lægra haldi í bisk­ups­kjöri sem fram fór síðaslið­inn þriðju­dag. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist Guð­mund­ur ganga sátt­ur frá borði. Bisk­ups­kjör­ið hafi ver­ið ánægju­leg og lær­dóms­rík reynsla sem hann sé þakk­lát­ur fyr­ir. Hann seg­ist nú snúa sér aft­ur að sókn­ar­starf­inu í Linda­kirkju. Þar bíði hans mörg verk­efni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
4
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
10
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár