Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Einveran öskrar á mann“

Hér á landi er fólk sem glím­ir við ein­angr­un og ein­mana­leika, deyr eitt og ligg­ur lát­ið án þess að and­lát þess upp­götv­ast. Um tvisvar í mán­uði er fag­fólk kall­að á vett­vang slíkra at­burða. Fjöl­skylda í hefð­bundnu íbúða­hverfi ótt­að­ist lengi um ná­granna sinn og reyndi ít­rek­að að kalla eft­ir að­stoð, þar til hann lést. Íbú­ar í Há­túni 10 þekkja þess­ar að­stæð­ur, og sam­ein­ast í bar­átt­unni við sár­an ein­mana­leik­ann.

Kristján Maríus Jónasson verður 73 ára á næstu dögum, býr einn og er „alltaf einmana“. Suma morgna þegar Kristján Maríus vaknar fyllist hann örvæntingu gagnvart deginum sem fram undan er, hvað hann eigi að gera við hann og sig sjálfan. Hann býr í einni af þremur blokkum á vegum Brynju leigufélags, sjálfseignarstofnunar sem á og rekur íbúðir fyrir öryrkja í Hátúni 10, flutti þangað inn fyrir að verða tuttugu árum síðan með eiginkonu sinni, en í dag eru þau skilin. Eftir skilnaðinn fór að halla undan fæti hjá Kristjáni Maríusi sem einangraðist alltaf meira og meira með árunum. 

Einmanaleiki einskorðast auðvitað ekki við Kristján Maríus, Hátún 10 eða Ísland. Einmanaleika hefur verið lýst sem „faraldri“ víða um heim og í Bretlandi hefur hann náð slíkum tökum á samfélaginu að árið 2018 ákvað Theresa May, þá forsætisráðherra Breta, að skipa sérstakan „ráðherra einmanaleika“ til að eiga við það sem hún kallaði …

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • HB
    Helena Bragadóttir skrifaði
    Mögnuð og þörf umfjöllun, vel skrifað.
    1
  • Þórey Sigurjónsdóttir skrifaði
    Svo innilega frábær skrif👌áhugi, dýpt og virðing ❤️
    1
  • Pálína Þórarinsdóttir skrifaði
    Mögnuð skrif en svo sorgleg um leið. Takk fyrir að kafa ofan í þetta erfiða samfélagsmein.
    1
  • Ingibjörg Stefánsdóttir skrifaði
    Frábær grein, vel unnin og skrifuð af varfærni og virðingu fyrir þessa viðkvæma efni.
    4
  • Auður Jónsdóttir skrifaði
    Takk fyrir þessa umfjöllun - þörf umræða.
    3
  • Sunna Kristinsdóttir skrifaði
    Mögnuð grein. Takk fyrir að fjalla um þetta
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu