Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Af köldu steingólfi verbúðar í efstu sæti tekjulista

Elstu systkin­in í sex systkina hópi sem seldi Síld­ar­vinnsl­unni út­gerð­ar­fyr­ir­tæk­ið Vísi í fyrra fyr­ir 31 millj­arð segja gott að geta gef­ið aft­ur til sam­fé­lags­ins með þeim mörg hundruð millj­ón­um sem þau greiddu í skatt af söl­unni. Fólk úr fjöl­skyld­unni, fjög­ur systkin­anna og mak­ar tveggja systra, eru í sex efstu sæt­um há­tekju­lista Heim­ild­ar­inn­ar. Þau greiddu sam­an­lagt á fimmta millj­arð í skatt á síð­asta ári.

Margrét Pálsdóttir var 10 ára gömul þegar hún flutti út úr venjulegu tvíbýlishúsi inn í verbúð í Grindavík ásamt foreldrum sínum og fjórum systkinum rétt fyrir jólin árið 1965. Faðir hennar, Páll Hreinn Pálsson, hafði þá keypt sjávarútvegsfyrirtækið Sævík í Grindavík og vélbátinn Vísi KE 70 með tveimur öðrum. Fiskverkun fyrirtækisins var á neðri hæð hússins sem fjölskyldan bjó í í um tvö ár með verkafólki, mest frá Grænlandi og Færeyjum. 

„Magga, hvernig læturðu bjóða þér þetta?“ spurðu kynsystur Margrétar Sighvatsdóttur, eiginkonu Páls, hana. Eiginmaðurinn skipti ekki yfir í jakkaföt og stresstösku við það að eignast fyrirtæki, heldur hélt sig í slorgallanum.

Þetta var á fyrstu árum sjávarútvegsfyrirtækisins Vísis, þegar oft var tvísýnt um framtíð þess, svo tvísýnt að Margrét yngri man eftir því að jafnvel fjölskyldusjónvarpið hafi verið í hættu þegar menn komu inn á heimili fjölskyldunnar vegna skulda og …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki undan því að borga skatt“
ViðtalHátekjulistinn 2023

„Ég kvarta ekki und­an því að borga skatt“

Ólaf­ur Jó­hann Ólafs­son rit­höf­und­ur hef­ur ver­ið kall­að­ur at­hafna­skáld fyr­ir að bæði skrifa bæk­ur en líka stunda „biss­ness“. Ólaf­ur er stadd­ur í Banda­ríkj­un­um þeg­ar hann tek­ur sím­ann en hann var í 26. sæti yf­ir tekju­hæstu Ís­lend­ing­ana ár­ið 2023. Ef hann fengi því ráð­ið myndi hann borga mest­an sinn skatt á Ís­landi enda bú­inn að borga nóg „fyr­ir vest­an“.
Ójöfnuður ósanngjarn en samt nauðsynlegur
SagaHátekjulistinn 2023

Ójöfn­uð­ur ósann­gjarn en samt nauð­syn­leg­ur

Nið­ur­stöð­ur ný­legr­ar rann­sókn­ar á við­horf­um ís­lensks al­menn­ings til ójafn­að­ar og fé­lags­legs rétt­læt­is sýna að stærst­ur hluti al­menn­ings er óánægð­ur með tekjuó­jöfn­uð og tel­ur ójöfn­uð við­hald­ast vegna þess að hinir ríku og valda­miklu hagn­ast á hon­um. Sami al­menn­ing­ur vill hins veg­ar ekki út­rýma ójöfn­uði með öllu vegna trú­ar á op­in tæki­færi og verð­leika.
Svona lítur íslenska hagkerfið út í dag
GreiningHátekjulistinn 2023

Svona lít­ur ís­lenska hag­kerf­ið út í dag

Ef tek­in væri ljós­mynd af ís­lenska hag­kerf­inu væru á henni flug­vél­ar, bið­skyldu­merki og 25 ára ung­menni í von­lausri leit að sinni fyrstu fast­eign. Ör vöxt­ur ferða­þjón­ust­unn­ar vek­ur ugg með­al hag­fræð­inga, en fjár­mála­ráð­gjafi seg­ir hann einnig stuðla að stöð­ug­leika krón­unn­ar og þeim lífs­gæð­um sem Ís­lend­ing­ar búa við í dag.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár