Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks

Öllu starfs­fólki Sæ­ferða var sagt upp eft­ir að Vega­gerð­in hafn­aði til­boði fyr­ir­tæk­is­ins í ferju­sigl­ing­ar yf­ir Breiða­fjörð. Þar á með­al var starfs­fólk sem ekki vinn­ur á Breiða­fjarð­ar­ferj­unni Baldri held­ur á skemmti­ferða­skip­inu Sæ­rúnu. Úlf­ar Hauks­son, véla­stjóri á Baldri, seg­ir upp­sagn­irn­ar hafa kom­ið mis­jafn­lega við fólk og hann eigi erfitt með að skilja að ekki sé hægt að halda úti skemmti­ferða­sigl­ing­um frá Stykk­is­hólmi.

Klórar sér í kollinum yfir uppsögnum alls starfsfólks
Segja rekstrinum sjálfhætt Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir ekki forsendur fyrir rekstri fyrirtækisins án ferjusiglinga. Mynd: Helgi Seljan

Uppsagnir starfsmanna Sæferða, sem réttlættar voru með því að ekki hefðu náðst samningar um rekstur fyrirtækisins á nýrri ferju á Breiðafirði, náðu einnig til starfsfólks sem eingöngu hefur unnið á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Samkvæmt framkvæmdastjóra Sæferða er rekstur ferju á Breiðafirði grundvöllur tilvistar fyrirtækisins. Starfsmaður Sæferða segist hins vegar klóra sér í kollinum yfir því að ekki sé hægt að reka farþegaferju á Breiðafirði þegar til landsins komi árlega þrjár milljónir ferðafólks.

Sæferðir, sem rekið hafa Breiðafjarðarferjuna Baldur, sögðu í síðustu viku upp öllum fastráðnum starfsmönnum sínum, 22 talsins, í ljósi þess að Vegagerðin hafnaði tilboði fyrirtækisins í rekstur skipsins Rastar sem taka á við af Baldri í haust. Sæferðir, sem eru að fullu í eigu Eimskipa, voru eina fyrirtækið sem bauð í siglingarnar á firðinum með hinu nýja skipi sem Vegagerðin samdi um kaup á í byrjun síðasta mánaðar.

Sæferðir hafa sinnt ferjusiglingum yfir Breiðafjörð á milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey. Til stóð að leggja ferjusiglingar af á firðinum þegar samningur Vegagerðarinnar við Sæferðir rynni út í vor sem leið en ákveðið var að breyta þeirri ákvörðun og var þá einkum vísað í breytingar á atvinnustarfsemi á sunnanverðum Vestfjörðum með mikilli uppbyggingu laxeldis þar. Langstærsti hluti þjónustu Baldurs yfir vetrarmánuðina hefur falist í flutningi á vörubílum með fullfermi af laxi frá fyrirtækjunum. Til eru þeir sem velt hafa því upp hvort eðlilegt sé að hið opinbera niðurgreiði slíka flutninga fyrir einkafyrirtæki, að stórum hluta í erlendri eigu, með því að halda úti ferjusiglingum.

Hafa áhyggjur af hafnarmannvirkjum

Sæferðir hafa nú selt Baldur sem verður í siglingum á Breiðafirði fram til 15. október. Í stað Baldurs kemur ferjan Röst, smíðuð 1991, sem hefur þann helsta kost umfram Baldur að vera með tvær vélar. Síðastliðin tvö ár hefur Baldur í tvígang orðið vélarvana úti í Breiðafirðinum með tilheyrandi óþægindum og hættu.

Röstin er styttra skip en Baldur, en breiðara. Mun Röstin geta tekið fimm stóra flutningabíla en hægt hefur verið að setja sex bíla í Baldur.  Þá hafa menn sem Heimildin hefur rætt við lýst áhyggjum sínum af hafnarmannvirkjum sem til staðar eru í Stykkishólmi annars vegar og á Brjánslæk hins vegar. Áhyggjurnar snúast fyrst og fremst að því hvort ekjubrýr á báðum stöðum, sem voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur er, muni passa fyrir Röstina. Röstin, rétt eins og Baldur, er svokallað RoRo-skip, það er skip þar sem farartækjum er keyrt um borð í. Til samaburðar eru þau skip sem híft er upp í kölluð LoLo-skip. Það er því mikilvægt að ekjubrýrnar virki fyrir umrædd skip. Sökum þess að Röstin er breiðari en Baldur hafa menn áhyggjur af því að innkeyrsluhornið inn í skipið verði þröngt, einkum þegar lágt er í sjó.

Ekjubrýrnar ekki hannaðar fyrir svo stórt skipEkjubrýr í Stykkishólmi og Brjánslæk voru hannaðar fyrir mun mjórra skip en Baldur. Röstin, sem taka á við af Baldri, er enn breiðari.

Hefur trú á að saman náist

Jóhanna Ósk Halldórsdóttir framkvæmdastýra Sæferða segir að óformlegar viðræður séu hafnar við Vegagerðina um samninga um rekstur á Röstinni. „Óformlegar viðræður eru hafnar og við eigum fund saman í næstu viku þannig að þetta er bara í farvegi. Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt en starfsfólkið verður áfram í Stykkishólmi, það býr þar. Nýr rekstraraðili hlýtur þá að setja sig í samband við þetta fólk og falast eftir kröftum þess. Okkur hefur hins vegar gengið mjög vel að vinna með Vegagerðinni og ég hef alveg trú á að okkur takist að finna einhverja lausn á þessu, við þurfum bara að bera saman bækur okkar og sjá í hverju mismunurinn liggur.“

„Ef Sæferðir fá ekki áframhaldandi rekstrarsamning er starfseminni sjálfhætt“
Jóhanna Ósk Halldórsdóttir
framkvæmdastýra Sæferða

Spurð hvort uppsagnirnar hafi komið illa við starfsfólk Sæferða vill Jóhanna ekki kannast við það. „Ég myndi ekki segja að það hafi komið illa við fólk. Jú, einhverjum kom þetta á óvart en einhverjir aðrir reiknuðu með þessu af því það var svo langt liðið á birtingu útboðsins. Starfsfólkið hefur verið mjög vel upplýst og verður það áfram.“

Uppsagnirnar komu á óvart

Úlfar Hauksson, vélstjóri á Baldri, er ekki tilbúinn til að taka alveg undir með Jóhönnu. „Ég get alveg sagt þér að þetta fór misjafnlega ofan í fólk. Þessi uppsögn, á þessum tímapunkti, hún kom mér frekar á óvart og ég held að hún hafi komið flestum á óvart. Það hefur auðvitað verið rosaleg óvissa um þetta og fólk átti allt eins von á því að þessar siglingar yrðu lagðar af, það hefði til dæmis ekkert komið mér á óvart.“

„Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess“
Úlfar Hauksson
vélstjóri á Baldri, um þörf á þjónustu við íbúa Flateyjar

Úlfar bendir í því samhengi á að þó að búseta sé í Flatey sé ljóst að hægt sé að þjónusta íbúa þar með minni tilkostnaði en með því að reka ferju af sama tagi og Baldur eða Röstina. „Það þarf ekki þrjú þúsund tonna bílferju til þess.“

Sem fyrr segir var það ekki aðeins starfsfólk Sæferða sem vinna á Baldri sem fékk uppsagnarbréf heldur einnig starfsfólk á skemmtiferðaskipinu Særúnu. Særún tekur allt að 115 farþega og siglir skoðunarferðir um eyjarnar á Breiðafirði, þar sem sjá má fugla og seli, jafnvel háhyrninga og aðra hvali. Þá er ferskt sjávarfang veitt á meðan á siglingunni stendur og farþegum boðið að smakka á.

Úlfar segir að það komi á óvart að því starfsfólki hafi verið sagt upp einnig. „Eimskip hefur gefið það út að það sé enginn grundvöllur fyrir rekstri Sæferða ef ferjusiglingarnar eru ekki hluti af því. Ég klóra mér svolítið í hausnum yfir því, það koma þrjár milljónir ferðamanna til landsins á ári og Stykkishólmur er í tveggja tíma fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu, með öllum infrastrúktúr. Ég á erfitt með að trúa að ekki sé hægt að reka ferðaþjónustusiglingar í slíkum aðstæðum.“

Eykur öryggiSökum þess að Röstin er búin tveimur vélum mun það auka öryggi í ferjusiglingunum. Baldur, sem hér sést á innstíminu 3. ágúst, er aðeins búinn einni vél og hefur orðið vélarvana á Breiðafirði í tvígang seinustu tvö ár.
Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
3
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
6
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
7
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
5
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
6
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
8
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár