Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hrina dóma yfir burðardýrum

Á tveggja mán­aða tíma­bili voru átta burð­ar­dýr stöðv­uð á Kefla­vík­ur­flug­velli með fíkni­efni. Í sex til­fell­um gerði fólk­ið til­raun til að smygla kókaíni hing­að til lands. Öll nema eitt voru með hreint saka­vott­orð. Sam­an­lagt var fólk­ið sem um ræð­ir dæmt í ríf­lega sjö og hálfs árs fang­elsi.

Hrina dóma yfir burðardýrum
Fjögur þeirra sem hafa verið dæmd í fangelsi vegna innflutnings fíkniefna að undanförnu voru með efnin innvortis. Kona sem var dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í morgun var með 42 pakkningar af kókaíni innvortis. Mynd: Af Facebooksíðu Lögreglunnar á Suðurnesjum frá árinu 2020

Á mánaðartíma hafa fallið dómar í sjö málum yfir átta erlendum ríkisborgurum sem komið hafa hingað til lands sem burðardýr í fíkniefnamálum. Í sex tilvikum af sjö reyndi fólkið að smygla kókaíni til landsins. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir ekki óalgengt að það komi hrinur af fíkniefna innflutningsmálum á vorin og í byrjun sumars. Málafjöldinn nú sé orðinn sambærilegur og hann var fyrir Covid faraldurinn en á meðan á honum stóð fækkaði málum verulega. 

Allir dómarnir féllu í Héraðsdómi Reykjaness, enda var fólkið í öllum tilvikum stöðvað og handtekið á Keflavíkurflugvelli við komuna til landsins. Um er að ræða fjóra karlmenn og fjórar konur í sjö aðskildum málum, sem fyrr segir. Í sex málanna var um að ræða innflutning á kókaíni, samtals rúm sex kíló. Í sjöunda málinu var um að ræða innflutning á miklu magni af metamfetamíni, rúmu kílói af 81 prósent hreinu efni.

Brotin voru framin á tímabilinu 19. apríl til 21. júní. Alls var kókaín magnið sem fannst rétt rúm 6000 grömm, af mismunandi styrk þó. Alls voru uppkveðnir fangelsisdómar í málunum 92 mánuðir. Ekki kemur fram nema í einu tilfelli hvers lenskt fólkið er en öll eru þau erlendir ríkisborgarar. Fólkið var að koma víða að frá Evrópu hingað til lands en Kolbrún segir að oftast sé upphafsstaður fíkniefnasmygls hingað til lands Spánn, og ekki sé ólíklegt að fólkið hafi komið þaðan, með millilendingum annars staðar í Evrópu.

Með 42 pakkningar af kókaíni innvortis

Nýjasti dómurinn er frá því í morgun en þá var kona dæmd til sjö mánaða fangelsisvistar. Hún var 18. júní síðastliðinn ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hún hafði komið til landsins með tæp 500 grömm af kókaíni til Íslands frá París 18. júní. Kókaínið sem var í 42 pakkningum flutti konan innvortis til landsins. Fram kemur að styrkleiki efnisins hafi verið 79 prósent, ætlaði til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Konan játaði sök fyrir dómi í morgun.

Nokkuð er um að burðardýr reyni að smygla fíkniefnum innvortisLögreglan á Suðurnesjum birti þessa röntgenmynd fyrir nokkrum árum og sagði frá því að nokkru fyrr hefði tví­tugur Íslendingur sem kom með 42 pakkn­ing­ar inn­vort­is til lands­ins veikst lífshættulega þegar ein pakkn­ing­in lak.

Í dómnum segir að með „skýlausri játningu“ sem samrýmist rannsóknargögnum málsins sé sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem fram komi í ákæru. Konan krafðist vægustu refsingar sem lög leyfa og að þeir dagar sem hún sat í gæsluvarðhaldi verði dregnir frá dæmdri refsingu. Greint er frá því í dómnum að samkvæmt sakavottorði sé þetta í fyrsta sinn sem konan verður uppvís að refsiverðri háttsemi. Segir að tillit verði tekið til þess og að hún játaði brot sín hjá lögreglu og fyrir dómi þegar refsing er ákvörðuð, einnig að hún hafi sýnt mikla iðrun fyrir dómi.

„Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands“
úr dómi Héraðsdóms Reykjaness

Þá er við ákvörðun refsingar tekið tillit til þess að konan var ekki eigandi fíkniefnanna, hún var það sem kallað er burðardýr. „Af fyrirliggjandi gögnum verður ekki ráðið að ákærða hafi verið eigandi nefndra fíkniefna eða tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.“ Þá segir í dómnum að á hinn bóginn verði ekki framhjá því horft að ákærða hafi flutt töluvert magn af sterku kókaíni til landsins sem ætlað hafi verið til söludreifingar hér á landi. 

Fimm burðardýr dæmd á fimmtudaginn 

Fjórir dómar í sambærilegum málum voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudaginn í síðustu viku og fimm manneskjur dæmdar í fangelsi fyrir að hafa flutt efni til landsins. 

Þeirra á meðal er kona sem var á fimmtudag dæmd fyrir að hafa 21. júní síðastliðinn flutt til landsins rétt tæplega 330 grömm af kókaíni, að styrkleika 56-57 prósent. Fíkniefnin flutti hún inn falin innvortis með flugi frá Osló til Keflavíkurflugvallar. Hún játaði brotið við þingfestingu málsins. Sakavottorð hennar lá ekki fyrir í málinu en samkvæmt upplýsingaskýrslu lögreglustjórans á Suðurnesjum hefur konan áður komið við sögu vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings frá Frönsku Gíneu til Frakklands. Þá hefur hún samkvæmt spænskum yfirvöldum setið í fangelsi þar í landi vegna fíkniefnainnflutnings.

Í dómsorði segir að ekki verði séð af rannsóknargögnum að konan hafi verið eigandi fíkniefnanna þó hún hafi samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Var hún dæmd til sex mánaða fangelsisvistar en til frádráttar kom gæsluvarðhaldsvist frá 22. Júní. 

Þá var karlmaður dæmdur til fangelsisvistar í tvö ár og sex mánuði í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtudag. Hann var handtekinn við komu til Keflavíkurflugvallar 1. maí síðastliðinn en hann hafði í fórum sínum tæp 3000 grömm af kókaíni, að styrkleika 86-87 prósent, falin í tveimur pakkningum undir fölskum botni í ferðatösku sinni. 

Maðurinn játaði sök afdráttarlaust fyrir dómi. Samkvæmt sakavottorði hafði hann ekki áður orðið uppvís að refsibrotum og af fyrirliggjandi gögnum varð ekki ráðið að hann hafi verið eigandi fíkniefnanna eða tekið þátt í skipulagning á kaupum þeirra og innflutningi með öðrum hætti en að hafa samþykkt að flytja þau til landsins gegn greiðslu. Frá fangelsisvist dregst gæsluvarðhaldsvist hans frá 2. maí til 20. júlí. 

Kókaín í þremur niðursuðudósum

29. apríl síðastliðinn var kona stöðvuð í Leifsstöð og fundust í farangri hennar um 1.500 grömm af kókaíni sem hún hafði komið fyrir í þremur niðursuðudósum. Segir í dómnum að styrkur efnisins hafi verið á bilinu 82 til 83 prósent. Ekki kemur fram í dómnum hvaðan konan var að koma. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald og ákæra leit dagsins ljós 17. júlí eða tæpum þremur mánuðum eftir að hún var handtekin. Þremur dögum eftir að ákært var í málinu var konan dæmd til átján mánaða fangelsisvistar.

Í dómnum kemur fram, líkt og í hinum dómunum sem hér er fjallað um, að konan hafi hvorki verið eigandi fíkniefnanna né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra til Íslands ,,með öðrum hætti en þeim að samþykkja að flytja efnin til landsins gegn greiðslu.“ Hún var því líkt og hinar konurnar þrjár og karlarnir fjórir svokallað burðardýr.

Í dómnum segir að ákærða hafi afdráttarlaust játað sök fyrir dómi. ,,Með skýlausri játningu ákærðu fyrir dómi, sem samrýmist rannsóknargögnum máls, er sannað að hún hafi gerst sek um þá háttsemi sem henni er gefið að sök í ákæru“ segir í dóminum en hún líkt og flest hinna sem hér er fjallað um hafði ekki orðið uppvís að refsiverðri hátttsemi áður. Segir í dómnum að tekið sé tillit til þessa við ákvörðun refsingar sem og að hún hafi samkvæmt fyrirliggjandi gögnum ekki verið eigandi fíkniefnanna né tekið þátt í skipulagningu á kaupum og innflutningi þeirra hingað til lands. 

Gleypti 230 grömm af kókaíni 

Laugardaginn 23. maí síðastliðinn var karlmaður stöðvaður í Leifsstöð ásamt konu sem var með honum í för. Þau voru að koma frá Helsinki í Finnlandi. Karlinn hafði falið um 230 grömm af kókaíni innvortis en í dómnum sem kveðinn var upp á fimmtudaginn segir að þau hafi staðið í sameiningu að innflutningi efnisins. Segir í ákæru sem gefin var út 13. júlí að styrkleiki efnisins hafi verið 78 til 79 prósent og ætlað til „söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni“. Samkvæmt dómnum voru þau svokölluð burðardýr en ekki eigendur fíkniefnanna. Í dómnum segir ennfremur að ákærðu hafi játað brot sín án undandráttar við þingfestingu málsins sem var sama dag og dómur var kveðinn upp síðastliðinn fimmtudag. Þau kröfðust þess að í málinu yrði þeim gerð vægasta refsing sem lög leyfi og að gæsluvarðhald sem þau höfðu verið í frá 21. maí myndi dragast frá refsingu. Í dómi segir að með skýlausri játningu þeirra sem fái stoð í gögnum séu þau sek um þá háttsemi sem tilgreind sé í ákæru. Þau höfðu, líkt og flest hinna sem hér er fjallað um, ekki áður gerst sek um refsiverða háttsemi á Íslandi og segir í dómnum að ekki sé, af gögnum málsins, ljóst hvort þau hafi hlotið refsidóma í öðrum löndum. 

Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til þess sem og játningar beggja. Einnig er tilgreint að þau hafi bæði verið samvinnufús, ekki síst konan. Voru þau hvort um sig dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar. 

Varð fyrir alvarlegri árás í gæsluvarðhaldi 

Þá var karlmaður dæmdur til sjö mánaða fangelsisvistar 21. júní síðastliðinn en til frádráttar kom gæsluvarðhald frá 21. apríl 2023. Var hann dæmdur fyrir stórfellt brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni með því að hafa 20. apríl 2023 staðið að innflutningi á um 500 grömmum af kókaíni að styrkleika 55 prósent. Fíkniefnin flutti maðurinn með flugi frá Amsterdam í Hollandi, falin innvortis. Þá hafði hann í fórum sínum um 1 gramm af hassi og 0,45 grömm af kókaíni í fötum sínum sem tollverðir fundu við komuna hingað til lands. 

„Hann hafi ekki verið eigandi fíkniefnanna, skipuleggjandi eða fjármagnandi ferðarinnar heldur hafi hann verið burðardýr sem hafi verið neytt í förina“
úr dóm Héraðsdóms Reykjaness

Hann játaði brot sín undandráttarlaust við þingfestingu málsins. Óskaði hann þess fyrir dómi að tekið yrði tillit til þess að gæsluvarðhaldsvistin hefði hefði verið honum sérstaklega þungbær, meðal annars vegna tilhæfulausrar og alvarlegrar árásar sem hann varð fyrir í gæsluvarðhaldinu. Þá óskaði hann eftir því að litið yrði til þess til refsimildunar að hann játaði sök og sýndi samstarf við rannsókn málsins. „Hann hafi ekki verið eigandi fíkniefnanna, skipuleggjandi eða fjármagnandi ferðarinnar heldur hafi hann verið burðardýr sem hafi verið neytt í förina. Loks vísaði ákærði til góðrar hegðunar sinnar gæsluvarðhaldsvistinni,“ segir í dómnum. 

Samkvæmt sakavottorði hafði maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af rannsóknargögnum málsins verður ekki séð að ákærði hafi verið eigandi fíkniefnanna þótt hann hafi samþykkt að flytja þau til landsins. 

19. apríl síðastliðinn var karlmaður, sem er franskur ríkisborgari, handtekinn á Keflavíkurflugvelli við komu frá París. Reyndist hann hafa meðferðis rúmt kíló af metamfetamíni, 81 prósent að styrkleika, sem hann flutti til landsins falin í farangri sínum. Maðurinn játað brot sitt skýlaust við þingsetningu. Samkvæmt sakavottorði hafði hann ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Af rannsóknargögnum málsins varð ekki séð að hann væri eigandi fíkniefnanna þó hann hefði samþykkt að flytja þau til landsins. Var maðurinn dæmdur til fangelsisvistar í 14 mánuði 6. júlí síðastliðinn, en til frádráttar kom gæsluvarðhaldsvist hans frá 20. apríl 2023.

Málafjöldinn orðinn eins og fyrir Covid

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sótti tvö þeirra mála sem hér er fjallað um fyrir hönd ákæruvaldsins. Í samtali við Heimildina segir Kolbrún að á vorin og sumrin komi oft upp hrinur mála þar sem fólk er stöðvað með fíkniefni sem það gerir tilraun til að smygla til landsins. „Það komu svolítið mörg mál upp núna í vor, ég held að það hafi mest verið 25 manns í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Þetta er oft svona á þessum tíma, að vori og í byrjun sumars.“

Kolbrún segir að í Covid faraldrinum hafi fíkniefnainnflutningsmálum fækkað drastískt. Nú sé staðan hins vegar orðin áþekk því sem var fyrir faraldurinn. „Þetta er auðvitað mjög mikið, þetta er bara iðnaður. Svona vinna þessir hópar, þeir eru með fjölda af fólki í erfiðri stöðu sem í raun vinna bara við þetta, ef maður getur sagt sem svo.“

Fáir skipulagðir hóparKolbrún segir yfirvöld telja að fáir hópar hér á landi standi að baki flestum komum burðardýra til landsins.

Langmest kókaín innflutningur

Spurð hvort það segi eitthvað til um innlendan fíkniefnamarkað að í öllum tilvikum nema einu í þeim málum sem hér er fjallað um hafi fólk verið handtekið við að smygla hingað til lands kókaíni játar Kolbrún því. „Ég held að það hljóti að vera. Þessi mál sem hafa verið að koma upp að undanförnu eru að mjög miklu leyti kókaíninnflutningur. Fólk er að flytja hingað þetta hálft kíló ef það er innvortis og svo aðeins meira ef það er í farangri.“

„Fólkið er á aldrinum frá ríflega tvítugu og upp í fólk vel á sextugsaldri“
Kolbrún Benediktsdóttir
varahéraðssaksóknari

Aldur fólksins er ekki tilgreindur í dómunum en Kolbrún segir að í þeim málum sem hún hefur komið að síðustu vikur, sem eru fleiri en hér um ræðir, sé fólk á ýmsum aldri. „Ég held ég hafi þannig verið með fimm eða sex ákærur síðustu vikur og fólkið er á aldrinum frá ríflega tvítugu og upp í fólk vel á sextugsaldri. Flestir eru nú samt á þrítugsaldri, þó það sé allur gangur á því.“

Spánn mjög oft upphafsstaður

Aðeins í einu tilviki kemur fram í dómsorði af hvaða þjóðerni sakborningar eru, og er sá franskur ríkisborgari. Kolbrún segir hins vegar aðspurð að fólk sem hefur verið handtekið vegna fíkniefnainnflutnings upp á síðkastið sé af ýmsu þjóðerni, þannig hafi það verið ríkisborgarar í Dóminíkanska lýðveldinu, frá Perú, Spáni og Frakklandi sem hafi verið sakborningar í málum sem hún hafi komið að. 

„Ég held að þetta sé langoftast þannig að burðardýr vita ekki neitt um fyrir hvern þau vinna“
Kolbrún Benediktsdóttir
varahéraðssaksóknari

Spurð hvort hún viti, eða telji sig vita, hvort fólk sem hefur verið handtekið hér á landi sem burðardýr sé að vinna fyrir sömu, fáu aðilana hér á landi, segir Kolbrún að erfitt sé að fullyrða um það. „Ég held að þetta sé langoftast þannig að burðardýr vita ekki neitt um fyrir hvern þau vinna, það er enginn sem tekur séns á því. Þau koma bara hingað og svo á að hafa samband við þau. Mann grunar hins vegar að þetta séu í mesta lagi nokkrir hópar, ekki margir.“

Fólkið sem fjallað er um hér að framan kom hingað til lands víða að, þó ekki sé tilgreint í öllum málum hvaðan það var að koma. Þó sést að það var meðal annars að koma frá París, Amsterdam, Helsinki og Osló. Kolbrún segir að oft sé um millilendingar að ræða. „Fólk er í töluverðu mæli að koma frá Spáni og þá er stundum millilent í Frankfurt, París eða Amsterdam. Þannig að leiðin liggur oft frá Spáni en það getur verið allur gangur á því.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár