Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Gjordist Thorgerður heldur óð“
– Sumar í utanríkisþjónustu Samherja

Ís­lensk stjórn­völd beittu fær­eysk ráðu­neyti mikl­um þrýst­ingi þeg­ar breyta átti lög­um um er­lent eign­ar­hald í fær­eysk­um sjáv­ar­út­vegi, sem snertu hags­muni eins ís­lensks fyr­ir­tæk­is. Þetta sýna gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent úr tveim­ur fær­eysk­um ráðu­neyt­um og ís­lensk stjórn­völd vildu ekki að birt­ust al­menn­ingi. Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þá­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, sem fyr­ir tveim­ur ár­um þver­tók fyr­ir að hafa rætt mál­ið við fær­eysk stjórn­völd, gerði það hins veg­ar og flutti að sögn reiði­lest­ur yf­ir fær­eysk­um starfs­bróð­ur sín­um.

„Gjordist Thorgerður heldur óð“  <br>–  Sumar í utanríkisþjónustu Samherja
Óvenjuleg harka Íslenskir ráðherrar og embættismenn eyddu drjúgum tíma í að fá Færeyringa ofan af því að setja lög sem bönnuðu útlendingum að eiga útgerðir með veiðiheimildir í Færeyjum. Eitt íslenskt fyrirtæki átti þá hlut í færeyskri útgerð. Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa lagt til að það félag yrði eitt undanþegið lögunum. Mynd: Hlíf Una

Samherjafrændur og fjölskyldur þeirra hafa selt sig út úr færeyskum sjávarútvegi. Færeyskir meðeigendur þeirra í útgerðarfélaginu Framherja í Fuglafirði keyptu fjórðungshlut Samherja. Þar með lýkur nærri þriggja áratuga þátttöku Samherja – og um leið Íslendinga – í færeyskum sjávarútvegi. Sögu sem hófst árið 1994, þegar Samherjafrændurnir þrír tóku höndum saman með færeyska útgerðarmanninum Anfinn Olsen og keyptu togarann Akraberg. Viðskipti sem mörkuðu í raun upphaf að útrás Samherja erlendis.

Færeysku útgerðinni óx smám saman fiskur um hrygg, fleiri og stærri skip bættust við flotann og starfsemi í landi sömuleiðis. Framherji varð ein stærsta útgerð eyjanna og handhafi stórs hluta veiðiréttar og aflaheimilda Færeyinga. Færeyski fjölmiðillinn Frihedsbrevet sagði frá því á dögunum að verðmæti Framherja væri nú um 40 milljarðar króna.

Kynslóðaskipti í Færeyjum

Sú upphæð tekur mið af því hvernig nýstofnað eignarhaldsfélag, Framholding, sem á nú fjórðungshlut Samherja í Framherja, metur sinn hlut …

Kjósa
138
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (11)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Skuli Waldorff skrifaði
    Ég er Skúli Waldorff
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Grófleg afskipti af innanríkismálum Færeyja - að öðru ótöldu.
    1
  • Hlynur Vilhjálmsson skrifaði
    Viðreisn er nýfrjálshyggjuflokkur, þ.e. flokkur sem leggur megináherslu á að einkavæða ríkiseignir og minnka umsvif ríkisins og efla taumhald og einræðisvöld stórfyrirtækja yfir almenningi. Formaðurinn er lánaafskriftadrottning líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins.
    Hvað þýðir þetta fyrir íslenskt samfélag? Nú Landspítalinn telst m.a. til ríkiseigna og einkavæðingarsinnar munu þannig aldrei leysa þann vanfjármögnunarvanda sem Landspítalinn glímir við vegna einræðis Sjálfstæðisflokksins (annars einkavæðingarflokks) yfir fjármálum þjóðarinnar. Vanfjármögnunarvandinn hefur svo í för með sér takmarkaðan áhuga einkavæðingarflokkanna á að hækka tekjur hjúkrunarfræðinga og að færa tekjurnar upp í samræmi við ábyrgð og álag á stéttina.
    Einkavæðingarflokkarnir eru ekki lausnin á vanda íslensks heilbrigðiskerfis.
    9
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Gott að fá þetta fram. Spurning hvort Viðreisn þurfi ekki að stokka upp í forystunni?
    10
  • Jon Arnfinnsson skrifaði
    Held að það sé engin ástæða láta sér undra þessar gjörðir hennar, hún er uppalin í Sjálfstæðiaflokknum, þó svo hún skiptir um flokk þá er manneskja og hennar eðli alltaf það sama!
    12
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það sem gerir lygara að lélegum lygara (í tilfelli þorgerðar katrínu), er að muna ekki egin lygar. Nema að hún sé svo forstokkuð ☻g viss í sinni lyga sök að hún teldi sig svo örugg um að engar beinagrindur kæmu út úr lygaskáppnum hennar. Sem henni að óvarðri raungerðist. Þökk sé Heimildinni!
    Ég hef sagt það allar götur síðan að viðreisn var sett á laggirnar.
    Að það flokksskrípi væri ekkert annað en viðhangandi varta á sjálfsæðisflokknum, stærstu skipulögðu glæpasamtökum Íslands.
    10
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Af hverju hættir maður aldrei að verða hissa á yfirganginum, frekjunni og þjónkuninni við auðvaldillð?
    7
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Þorgerður talaði niður réttarfarið í Namibíu þegar vinir hennar voru dregnir fyrir dóm þar. Hún er greinilega í liði með glæpamönnum.
    13
  • Kári Jónsson skrifaði
    Ef venjulegi Viðreisnar-kjósandinn krefts þess ekki að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hirði pokann sinn, vegna ótrúlegra afskipta af innanríkismálum Færeyinga þá er ekki við góðu að búast frá þeim flokki, sem talar digurbarkalega um almannahagsmuni gegn sérhagsmunum, hvílíkt FALS !! Þorgerður Katrín var og er í fullri vinnu fyrir Samherja-forstjórann, líkt og Guðlaugur Þór og Kristján Þór ásamt fótgönguliðum/skósveinum sínum í ráðuneytum sjávarútvegs og utanríkis.
    14
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Þetta er sannarlega ekki í fyrsta skiptið sem Þorgerður Katrín lýgur.

    Þarf hún kannski að fara í endurmenntun ?

    :-) :-) :-)
    11
    • SIB
      Sigurður I Björnsson skrifaði
      Ég held að það sé góð hugmynd hjá þér að hún þurfi endurmenntun.
      7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu