Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Kjötframleiðendur fá áralangan frest á meðan dýrin þjást

Alls var 6 millj­ón­um ali­fugla og 74 þús­und svín­um slátr­að á Ís­landi í fyrra. Dæmi eru um að gylt­ur geti hvorki lagst né rétt úr sér á bás­um. Á einu búi voru 90 gylt­ur með byrj­andi legusár. Nær all­ir grís­ir eru halaklippt­ir án deyf­ing­ar. Kjúk­ling­ar eru snún­ir úr hálsl­ið án þess að vera rot­að­ir fyrst, sem er ólög­legt. Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­taka Ís­lands seg­ir lög um vel­ferð dýra brot­in og kall­ar eft­ir breyt­ing­um á eft­ir­liti: „Dýr eiga ekki að þjást.“

Kjúklingur er mest selda kjötið á íslenskum markaði, en svínakjöt situr í þriðja sæti á vinsældalista neytenda og fyrir tveimur árum var sala á svínakjöti í fyrsta skipti meiri en sala á kindakjöti. 
Á einu svínabúi hér á landi eru 90 gyltur með byrjandi legusár, básarnir þar eru svo þröngir að gylturnar geta lítið sem ekkert hreyft sig. Í reglugerð um velferð svína segir: „Matvælastofnun er óheimilt eftir 1. janúar 2016 að veita undanþágu til notkunar á básum sem varanlegum vistarverum gyltna nema básarnir séu þannig úr garði gerðir að gyltan geti lagst, legið og rétt úr sér liggjandi án átroðnings frá gyltum í næstu básum.“ 
Matvælastofnun getur þó, samkvæmt bráðabrigðaákvæði í reglugerðinni, veitt framleiðanda frest til aðlögunar ef aðstæður eru þannig að kostnaðarsamt sé að uppfylla kröfur en þó ekki lengri frest en til 1. janúar 2025. 

Heimildin óskaði eftir skoðunarskýrslum Matvælastofnunar vegna eftirlitsferða starfsfólks stofnunarinnar í fyrra á …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu