Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„500 krónur skipta máli fyrir láglaunafólkið“

Heim­ild­in spurði fólk á förn­um vegi í Kringl­unni hvort það viti hvað tíða­vör­ur kosta. Kon­ur greiða í mörg­um til­vik­um hærra verð fyr­ir sam­bæri­leg­ar vör­ur en karl­ar, jafn­vel þó að Al­þingi hafi sam­þykkt frum­varp 2019 sem lækka átti bleika skatt­inn.

Miklar umræður sköpuðust um bleika skattinn árið 2019 en þá samþykkti Alþingi frumvarp um að skattur á tíðavörum yrði lækkaður úr 24 prósentum í 11 prósent. Ári síðar hafði skattalækkunin ekki skilað tilsettum árangri, en samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ stóðu Bónus og Krónan sig verst í að lækka verð á vörum. 

Nú, fjórum árum eftir samþykki frumvarpsins, má enn finna dæmi um hinn bleika skatt hérlendis, þar sem bleikar og fjólubláar vörur, markaðssettar fyrir konur, eru dýrari en bláar og svartar vörur, hugsaðar fyrir karla. Heimildin spurði fólk á vappi um Kringluna um afstöðu þess til verðs á tíðavörum. 

Er samt allt of dýrt 

Í Hagkaup kostar 14 stykkja pakki af Libresse-dömubindum 509 krónur. Pakki af 16 túrtöppum frá OB kostar 299 krónur. Vinkonurnar Unnur Aníta Pálsdóttir og Salka Dögg Arnarsdóttir segja verðið of hátt. 

Salka Dögg og Unnur AnítaVilja ódýrari tíðavörur.

„Ég myndi segja 600 og eitthvað,“ segir Unnur Aníta og Salka Dögg tekur undir: „Af því að ég nota bikar þá hef ég ekki keypt dömubindi í svo rosalega langan tíma. Já, örugglega eitthvað 600 krónur, kannski 700 í mesta lagi, myndi ég vilja segja.“

Hann kostar 509 krónur. Hvað finnst ykkur um það verð? 

„Það er samt einhvern veginn rosadýrt. Ég hef alltaf verið á þeirri meiningu að ... ekki endilega að þetta þyrfti að vera frítt, ég er ekki að segja það, en að minnsta kosti miklu ódýrara. Af því að 500 krónur skipta alveg máli fyrir láglaunafólkið,“ segir Salka Dögg. 

„Ég myndi segja kannski svona 200 til 300 krónur í mesta lagi, sem þetta ætti að kosta,“ segir Unnur Aníta. 

Fyrir fólk sem notar tíðavörur getur þetta verið töluverður kostnaður. Finnið þið fyrir því að þurfa að borga fyrir svona hreinlætisvörur?

„Það er ástæðan fyrir því að ég fór í bikarinn. Líka því að þetta er einnota og plast, sem ég var ekki alveg að fíla. Bikarinn, eins lengi og þú ert ekki að týna honum og ferð vel með hann, þá kaupirðu hann einu sinni og getur átt út allt lífið, sem er geðveikt. Svo líka er maður búinn að lesa um eiturlost. En af því að þetta kostaði svona mikið í hverjum einasta mánuði þá fór ég að skoða annað sem var í boði,“ segir Salka Dögg.

„Já, ég er búin að vera að hugsa hvort ég ætti að nota bikarinn af því að það kemur fyrir að þetta sé kannski aðeins of dýrt fyrir mig persónulega. Þannig að ég er búin að vera að pæla í því,“ segir Unnur Aníta.

Manstu hvað þú borgaðir fyrir bikarinn, Salka Dögg?

„Þetta var úti í Skotlandi fyrir 6 til 7 árum síðan. Ég held að hann hafi kostað á milli 30 til 35 pund. Ég sparaði fyrir honum í heilan mánuð. En náttúrlega eftir það þá þarf bara að sjóða hann og fara vel með hann. Þá þarftu ekki að kaupa dömubindi, sem er mjög næs.“ 

Einn pakki á mann

Á síðasta ári bauð Krónan upp á pakka af dömubindum frá framleiðendunum First Price og Grøn Balance á eina krónu á Alþjóðlega kvennadeginum, en hver viðskiptavinur mátti aðeins kaupa einn pakka. Slík tilboð auðvelda þeim sem nota tíðavörur og aðrar „bleikar vörur“ lífið til skemmri tíma, en sá kostnaður sem fylgir því að vera kona er almennt töluvert hærri en kostnaður við að vera karl. 

KrónanÍ tilefni Alþjóðlega kvennadagsins mátti hver viðskiptavinur kaupa einn pakka af dömubindum á 1 kr.

Þar að auki fá konur enn almennt lægri tekjur en karlar í flestum löndum heims og kaupa oftar tíðavörur, sem og aðrar nauðsynjavörur, fyrir fjölskyldumeðlimi, enda standa þær þriðju vaktina oftar en karlmenn. Auk þess fylgja tíð kaup á snyrtivörum, fatnaði og skartgripum samfélagslegum viðmiðum um útlit kvenna. 

Benedikt HaukssonFinnst 509 krónur frekar mikið fyrir dömubindi.

Hefur hjálpað til við kaup á tíðavörum 

Ég er hérna með pakka af dömubindum, hvað heldur þú að þessi pakki kosti?

„400 kall,“ sagði Benedikt Hauksson. 

Hann kostar 509 krónur, finnst þér það sanngjarnt verð?

Mér finnst það frekar mikið.

Er einhver á þínu heimili sem þarf að kaupa svona? 

„Nei, nei.“ 

En ef það væri einhver, heldurðu að þú myndir hjálpa til við kostnaðinn? 

„Já, ég hef nú hjálpað til hingað til.“

Heldurðu að tíðavörur hafi hækkað í verði undanfarið?

Ég hef á tilfinningunni að þær hafi það ekki en ég hef ekki hugmynd um það. 

Erlend ErlendssonGiskar á að pakki af dömubindum kosti 2.600 krónur.

Mætti vera ódýrara

Erlend Erlendsson er á leið í lyftuna í Kringlunni, þegar hann er spurður út í verðhugmyndir á tíðavörum. 

Ég er hérna með einn pakka af dömubindum, hvað heldurðu að hann kosti?

Ég gæti trúað að hann kostaði svona 2.600 krónur, eitthvað svoleiðis.  

Af hverju heldurðu að hann kosti 2.600 krónur?

„Sé dýr? Þetta er þannig vara. Örugglega ein af þeim vörum þar sem eitt bindi er selt á sama verði og pakkinn í fyrra.“ 

Það er mjög góður punktur, en hann kostar reyndar bara 509 krónur.

„Nú.“ 

Og svo er hérna pakki af túrtöppum á 299 krónur. Er einhver kona í þínu lífi sem notar svona?

„Nei. Ég hef ekki spurt dótturina hvort hún noti svona.“ 

Myndir þú aðstoða hana ef hún notaði tíðavörur?

„Já, að kaupa þetta? Ég hef gert það í gegnum árin. Ef ég er beðinn um það þá geri ég það. Þá fæ ég mynd af því hvað það er sem ég þarf að kaupa.“ 

Ferðu svo og kaupir það?

„Já, mér finnst það bara sjálfsagt.“ 

Finnst þér að tíðavörur ættu að vera ódýrari yfir höfuð eða finnst þér þetta sanngjarnt verð?

„Mér finnst að þær mættu vera aðeins ódýrari. Mér finnst að það mætti aðeins lækka verðið. Þeir sem eru að kaupa þetta erlendis sjá það hvað verðmunurinn er mikill, eftir því sem stelpurnar segja mér.“ 

Dýrara fyrir konur að raka sig 

Bleiki skatturinn birtist víða. Á vefsíðu íslenskrar verslunar kostar rakvélin Gilette Venus Comfortglide Breeze alls 3.099 krónur og er markaðssett fyrir konur. Umbúðirnar eru ljósfjólubláar með tveimur blómum. Við hliðina á henni er rakvél á 2.099 krónur. Sú rakvél er í dökkbláum pakkningum og á henni stendur orðið kraftur, enda er hún knúin áfram af batteríi, jafnvel þótt hún sé þúsund krónum ódýrari. 

Sömu sögu er að segja fyrir þá sem ætla að kaupa sér svitalyktareyði. Þar kostar 50 millilítra pakkning af Deep Deo Roll-on Men sem er „nútímaleg, djörf karlmannleg blanda“ alls 419 krónur. Svitalyktareyðirinn Fresh Flower Deo Rollo, sem fæst líka í 50 millilítra pakkningu er á 439 krónur og „viðheldur tilfinningunni um léttan blóma ferskleika allan daginn“.

Erling Freyr og Ásta FanneyTelja að dömubindi eigi að kosta 100-200 krónur.

Ætti að kosta hundrað kall 

Ég er hérna með pakka af dömubindum, hvað mynduð þið giska á að hann kostaði?

Erling Freyr Kristjánsson giskar á „400 til 500 kall“, en Ásta Fanney Gunnarsdóttir segir: „Hann kostar svona 800 krónur.“ 

Þessi hérna pakki kostar 509 krónur, finnst ykkur það sanngjarnt verð?

Nei, þetta á að kosta svona 100 til 200 kall,“ segir Erling Freyr. 

Af hverju ætti þetta að vera ódýrara?

Þetta er nauðsynjavara sem allir ættu að eiga greiðan aðgang að. 

Og hérna er ég með pakka af túrtöppum, hvað haldið þið að hann kosti?

„Örugglega eitthvað aðeins meira. Í kringum þúsund kall,“ segir Erling Freyr. 

„Ja, hann er örugglega svona 700 eða eitthvað,“ segir Ásta Fanney.

Hann kostar 299 krónur.

Ó, ég hefði haldið að hann væri dýrari. Það er svo sem ekkert brjálað verð, en það mætti vera mjög lágt verð fyrir þetta. Bæði í kringum 100 kallinn,“ segir Erling Freyr.

Þannig að fólk ætti bara að hafa greiðan aðgang?

„Já, 100 prósent,“ segir Erling Freyr. „Já, allan daginn,“ segir Ásta Fanney.

Jón Páll og Sólrún Segja verðið ekki sanngjarnt.

Ætti að vera niðurgreitt af ríkinu 

Sólrún Aradóttir og Jón Páll Jakobsson eru búsett erlendis. Jón giskar á að pakki af dömubindum kosti 400 krónur en Sólrún giskar á 356 krónur. 

509 krónur, er þetta sanngjarnt verð? 

„Nei, það er aðeins of mikið,“ segir Sólrún. Sér þyki pakki af dömubindum of dýr. Hún segir að kostnaður ætti að vera niðurgreiddur af ríkinu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
3
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna yf­ir­vof­andi stríðs í lok árs 2021. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
7
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
8
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár