Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Atvinnuþátttaka flóttamanna frá Venesúela er meiri en Íslendinga

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hef­ur sagt að flótta­menn frá Venesúela komi með­al ann­ars til Ís­lands til að setj­ast upp á vel­ferð­ar­kerf­ið. Þing­mað­ur­inn Birg­ir Þór­ar­ins­son hef­ur einnig sagt þetta. Gögn frá fé­lags­mála­ráðu­neyt­inu sýna hins veg­ar að at­vinnu­þátt­taka flótta­manna frá Venesúela er 86,5 pró­sent.

Atvinnuþátttaka flóttamanna frá Venesúela er meiri en Íslendinga
Hærri atvinnuþátttaka en hjá Íslendingum Í svari félagsmálaráðuneytisins kemur fram að atvinnuþáttaka Venesúelabúa sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi sé 86,5 prósent en þetta er hærra hlutfall en atvinnuþáttaka Íslendinga á aldrinum 18 til 67 ára. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að fólk frá Venesúela komi til Íslands og setjist á velferðarkerfið. Mynd: Bára Huld Beck

Atvinnuþátttaka flóttamanna frá Venesúela sem komu til Íslands á árunum 2018 til 2022 er hærri en atvinnuþátttaka Íslendinga. Samkvæmt félags- og vinnumarkaðsáðuneytinu voru 86,5 prósent þeirra 647 Venesúelabúa sem fengu alþjóðlega vernd hér á landi á tímabilinu í vinnu. Um er að ræða fólk á aldrinum 18 til 67 ára. Sambærileg tala fyrir íslenska ríkisborgara er 80 til 81,5 prósent, samkvæmt svari ráðuneytisins. Þetta þýðir að flóttamenn frá Vensúela sem hingað komu á þessum árum eru líklegri til að vera í vinnu en íslenskir ríkisborgarar á sama aldri. 

„Gögnin sýndu að þremur árum eftir verndarveitingu var atvinnuþátttaka ríkisborgara frá Venesúela 86,5%“
Úr svari félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins

Gögn byggja á tæplega 650 flóttamönnum

Þessar upplýsingar byggja á gögnum um 647 einstaklinga frá Venesúela sem fengu alþjóðlega vernd á Íslandi frá 1. janúar árið 2018 til 1. júlí árið 2021. Upplýsingarnar koma fram í vinnuskjali sem ráðuneytið tók saman síðastliðið haust.

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    Kristín Guðnadóttir.
    Ég geri því skóna, að þú vitir, að ég á við hæstvirtan forsætisráðherra, frú Katrínu Jakobsdóttur.
    Á mynd sem birtist af ráðamönnum í Evrópu fyrir nokkru, fannst mer íslenzki forsætisráðherrann líkjast fermingarbarni, sem með bros á vör, beið eftir fermingargjöfunum.
    1
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta Folk er harðduglegt til vinnu þar sem eg kem i kronuni i Hafnafirði og hja Netto i Mjodd er folk fra Venesuela og viðar td Iran. Islendingar vilja ekki þessa vinnu a kvöldin og Næturvaktir. Þessi Nasizta Blus hja x-D er ansi kvimleður. Rikistjornin er Ruin trausti Landsmanna og ætti að Snauta fra Völdum
    0
  • SO
    Sigurður Oddgeirsson skrifaði
    „Útlendingastofnun hætti hins vegar að veita Venesúelabúum sjálfkrafa vernd og hóf endurskoðun á matinu á ástandinu í landinu sem leitt hefur til þess að fólk frá landinu fær ekki sjálfkrafa stöðu flóttamanna hér eins og í fyrra. ‟
    Hvernig í ósköpunu geta þessir heimalingar í Útlendingastofu lagt mat á pólitískt ástand í Venezuela? Hvers vegna gefa þeir ekki upp, hvaða skýrslur erlendra starfshópa, þeir hafa lesið í „rannsókninni“? „Sáuði hvernig ég tók hann!“, sagði Jón sterki forðum. Sama hvar litið er á alþingismenn (Dómsmálaráðherra gott dæmi) eða embættismenn i 3ju og 4ju goggunarröð, þá blasir vð hæfnisskortur eða áþreifanlegt vanhæfi. Hvernig á annað að vera, þegar „þjóðin“ treystir á „fermingarstelpu“ til að leiða ríkisstjórn og embættismannaþvöguna?
    1
    • Kristín Guðnadóttir skrifaði
      Hvaða „fermingarstelpu”, þ.e. hvað áttu við?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Hafa ekki fengið lendingarleyfi: „Bíðum enn með tilbúnar ferðatöskur”
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

Hafa ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi: „Bíð­um enn með til­bún­ar ferða­tösk­ur”

Flug­vél sem átti að flytja venesú­elska hæl­is­leit­end­ur úr landi í lok fe­brú­ar er enn ekki far­in af stað. Sum­ir hæl­is­leit­end­anna voru þeg­ar bún­ir að pakka í tösk­ur og til­bún­ir að yf­ir­gefa land­ið þeg­ar í ljós kom að Út­lend­inga­stofn­un hefði ekki feng­ið lend­ing­ar­leyfi. Þeir lifa nú í bið­stöðu en í Venesúela gæti beð­ið þeirra sól­ar­hrings varð­hald.
„Ég er fórnarlamb pólitískra ofsókna“
Viðtal

„Ég er fórn­ar­lamb póli­tískra of­sókna“

Yuri Kar­ina Bouqu­ette De Al­vara­do frá Venesúela er um­sækj­andi um póli­tíska vernd á Ís­landi. Hún og eig­in­mað­ur henn­ar hafa feng­ið synj­un við um­sókn sinni. Hún lýs­ir því hvernig Venesúela er orð­ið að al­ræð­is­ríki og að hún hafi fund­ið það á eig­in skinni eft­ir að hafa ver­ið starf­andi í stjórn­ar­and­stöðu­flokkn­um Pri­mero Justicia þar sem hún fékk borg­ar­stjóra í land­inu upp á móti sér.
Flúðu frá Venesúela og Grindavík og eignuðust jólabarn
ViðtalFlóttafólk frá Venesúela

Flúðu frá Venesúela og Grinda­vík og eign­uð­ust jóla­barn

Par frá Venesúela, Roger Gu­erra og Rosim­ar Barrozi, flúði upp­lausn­ina í Venesúela í fyrra og sett­ist að í Grinda­vík. Þeg­ar ógn vegna jarð­skjálta og yf­ir­vof­andi eld­goss steðj­aði að voru þau flutt í hús­næði í Hafnar­firði. Þau voru að eign­ast litla dótt­ur sem heit­ir Roma Victoria Gu­erra. Í við­tali við Heim­ild­ina ræða þau um líf sitt í Venesúela og Grinda­vík og óviss­una sem fylg­ir því að vera hæl­is­leit­end­ur sem ís­lenska rík­ið hef­ur nú þeg­ar synj­að einu sinni um leyfi til að setj­ast að í ör­ygg­inu á Ís­landi.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
4
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
7
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár