Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum

Mark­aðsvirði Al­votech hef­ur lækk­að um alls 212 millj­arða króna á rúm­um mán­uði, eða síð­an að banda­ríska lyfja­eft­ir­lit­ið synj­aði fé­lag­inu um mark­aðs­leyfi fyr­ir lyk­il­vöru. Hand­bært fé Al­votech í lok mars var um 42 pró­sent af tapi fé­lags­ins á fyrsta árs­fjórð­ungi.

Alvotech tapaði 38 milljörðum króna á þremur mánuðum
Forstjórinn Róbert Wessman er tók sem forstjóri Alvotech um síðustu áramót. Mynd: Nasdaq Iceland

Alvotech tapaði alls 276,2 milljónum Bandaríkjadala á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Miðað við gengi Bandaríkjadals í lok mars eru það 37,6 milljarðar króna. Það er mun meira tap en var hjá félaginu á sama tímabili í fyrra, þegar það tapaði 10,5 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi. Munurinn milli ára er því 27,1 milljarðar króna. 

Þetta tap bætist við þá 70 milljarða króna sem Alvotech tapaði á árinu 2022 og 12,9 milljarða króna sem félagið tapaði 2021. 

Í uppgjörinu kemur fram að Alvotech hafi átt 115,8 milljónir Bandaríkjadali í handbæru fé í lok mars síðastliðins, sem er um 15,8 milljarðar króna á gengi þess gjaldmiðils í lok mars. Það er um 42 prósent af þeim fjármunum sem félagið tapaði á fyrsta ársfjórðungi 2023. Ef Alvotech hefur haldið áfram að tapa fé á sama hraða og félagið gerði á fyrstu þremur mánuðum ársins er ljóst að það fé hefur ekki dugað Alvotech lengi. Innherji, undirvefur Vísis sem fjallar um efnahagsmál og viðskipti, greinir frá því í dag að Alvotech skoði að sækja sér aukið fjármagn í reksturinn. 

Fengu ekki markaðsleyfi

Alvotech varð fyrir miklu áfalli í apríl síðastliðnum þegar bandaríska lyfjaeftirlitið (FDA) tilkynnti að það gæti ekki veitt Alvotech markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðu líftæknigigtarlyfsins Humira sem er mest selda lyf í heimi. Róbert Wessman, forstjóri, stjórnarformaður og helsti eigandi Alvotech, sagði í viðtali í janúar að það væri „mjög ólíklegt“ að bandaríska lyfjaeftirlitið myndi setja fram frekari athugasemdir sem myndu valda því að ekki væri hægt að hefja markaðssetningu á AVT02 í júlí.

Daginn sem niðurstaða lyfjaeftirlitsins átti að liggja fyrir, þann 13. apríl, var markaðsvirði Alvotech 528 milljarðar króna. Síðan þá hefur það fallið gríðarlega og var í lok dags í gær 358 milljarðar króna. Það þýðir að á rúmum mánuði höfðu 170 milljarðar króna skafist af markaðsvirði Alvotech

Markaðurinn hefur ekki tekið vel í ársfjórðungsuppgjörið sem birt var í dag. Bréf í Alvotech hafa fallið um tæplega tólf prósent og markaðsvirðið er komið niður í 316 milljarða króna. Virðið hefur minnkað um alls 212 milljarða króna síðan 13. apríl. 

Hafa óskað eftir fundi með deild

Fjallað er um synjun lyfjaeftirlitsins í tilkynningu til Kauphallar Íslands vegna uppgjörsins. Þar segir að í svari þess hafi verið bent á að Alvotech þurfi að bregðast við athugasemdum sem gerðar voru í kjölfar úttektar eftirlitsins á framleiðsluaðstöðunni í Reykjavík, til þess að eftirlitið geti samþykkt umsókn Alvotech um markaðsleyfi. 

Alvotech er með aðra umsókn um markaðsleyfi fyrirliggjandi hjá eftirlitinu og frestur til að afgreiða hana rennur út 28. júní næstkomandi. „Sú umsókn inniheldur gögn sem staðfesta að lyfið standist kröfur til að markaðsetja megi það sem líftæknilyfjahliðstæðum, auk gagna sem staðfesta að lyfið uppfylli kröfur um útskiptileika við Humira. Skilyrðið sem eftir er að uppfylla til þess að FDA geti afgreitt umsóknina er jákvæð niðurstaða úttektar á aðstöðu fyrirtækisins. Alvotech hefur óskað eftir fundi með þeirri deild FDA sem ber ábyrgð á úttektum á lyfjaframleiðendum (OPMA) til að ræða hvort svör fyrirtækisins við athugasemdum eftirlitsins teljist fullnægjandi.“

Fjár­fest­inga­fé­lagið Aztiq, sem nú heitir Flóki Invest, var stærsti eigandi Alvotech í lok síðasta árs. Það er að stórum hluta í eigu Róberts Wessman og hélt þá á næstum 41 pró­senta hlut í Alvotech. Þar á eftir kom Alvogen, syst­ur­fé­lag Alvotech, með um 36 pró­sent, en Róbert á um þriðj­ung í því félagi. Þessi tvö félög voru langstærstu eigendur Alvotech. Alls eiga aðrir íslenskir fjárfestar um níu prósent í Alvotech. Yfir 900 manns starfa hjá samstæðunni. Langflestir þeirra, rúmlega 700, starfa hérlendis.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
1
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
5
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
6
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
8
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“
Ari Trausti Guðmundsson
9
Aðsent

Ari Trausti Guðmundsson

Nám­ur í sjó?

Ari Trausti Guð­munds­son, jarð­vís­inda­mað­ur og fyrr­um þing­mað­ur Vinstri grænna, skrif­ar um námu­rekst­ur á hafs­botni og áhrif­un­um sem slík­ur iðn­að­ur gæti haft á vist­kerf­in til lengri og skemmri tíma. Áhugi stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja á slíkri auð­linda­nýt­ingu hef­ur auk­ist á und­an­förn­um ár­um en Ari var­ar við því að slík starf­semi kunni að vera ósjálf­bær.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
7
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
9
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár