Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.

Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt

Í forsíðuviðtali Stundarinnar sem kom út í morgun segir Sigurlaug Hreinsdóttir frá því hvers vegna hún ákvað að kvarta til sérstakrar eftirlitsnefndar undan störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og samskiptum lögreglu við hana, í tengslum við hvarf og andlát dóttur Sigurlaugar í ársbyrjun 2017. 

Sigurlaug taldi margt í störfum lögreglu í málinu aðfinnsluvert og ekki síst varðandi samskipti lögreglu við aðstandendur dóttur hennar annars vegar og fjölmiðla hins vegar. Sigurlaug lýsti því hvernig henni hafi þótt skorta á að lögregla brygðist nógu snemma við og hæfi leit að dóttur hennar. Hún hafi upplifað ónærgætni í samskiptum við lögreglu og sárnað yfirlýsingar lögreglu í fjölmiðlum.  

Nefnd um eftirlit með lögreglu tók málið fyrir í byrjun árs og komst að niðurstöðu þann 31. maí síðastliðinn. Nefndin sagði þar að jafnvel þótt hún telji að lögregla hafi ffarið eftir gildandi verklagsreglum, og strax sinnt tilkynningu um hvarf dóttur Sigurlaugar, séu verklagreglurnar bæði gamlar og annmörkum háðar. 

Þær taki hvorki tillit til tækniframfara né heldur séu í þeim neinar leiðbeiningar um hvernig haga skuli samskiptum við aðstandendur þeirra sem taldir eru týndir. Þá telur nefndin aðfinnsluvert að Sigurlaugu hafi verið stillt upp til viðtals á blaðamannafundi lögreglu á fyrstu dögum leitarinnar að dóttur hennar, og látin svara spurningum fjölmiðla; sem sumar hverjar hafi reynst henni þungbærar og erfiðar.

Sú staðreynd að Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar á hvarfi og andláti dóttur Sigurlaugar, hafi í svari til nefndarinnar beðið Sigurlaugu afsökunar á framgöngu sinni í fjölmiðlum og að hafa ekki sýnt henni nægilega nærgætni, varð til þess að nefndin taldi ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna kvörtunar um þann þátt málsins. 

Reglum breytt og fjölmiðlasamskipti metin

Meginniðurstaða í ákvörðun eftirlitsnefndarinar er sú að endurskoða þurfi verklagsreglur um leit að týndu fólki, sem gilt hafa frá árinu 2004, einkum og sér í lagi þann hluta sem snúi að handleiðslu við aðstandendur í alvarlegri málum.

AðfinnsluvertSú ákvörðun lögreglu að tefla Sigurlaugu Hreinsdóttur fram til viðtals á blaðamannafundi er af nefnd um eftirlit með lögreglu sögð aðfinnsluverð, enda þótt Sigurlaug hafi samþykkt að taka þátt.

Eins þurfi að meta hvort samskipti lögreglu við fjölmiðla hafi verið með eðlilegum hætti og hvort lögreglan hafi átt að setja ákveðin mörk með tilliti til hagsmuna aðstandenda Birnu og eins rannsóknarhagsmuna. Eins er því velt upp í ákvörðuninni hvort taka ætti til skoðunar túlkun á einni grein í siðareglum lögreglumanna, þó ekki séu um það bein tilmæli eða fyrirmæli af hálfu nefndarinnar.

Ríkislögreglustjóri meti eigin verk

Í báðum þeim atriðum sem fjallað er um í niðurstöðum ákvörðunarinnar er tilmælum beint til ríkislögreglustjóra. Þar situr nú Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem á þeim tíma sem til skoðunar var af nefndinni, var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Yfirmaður þess embættis sem kvörtun Sigurlaugar beindist að og beinn aðili að málinu.

Ekki er að sjá að nefndin geri ráð fyrir því að með því að fela ríkislögreglustjóra að breyta reglum eða leggjast í skoðun á samskiptum hennar sjálfra og undirmanna hennar við fjölmiðla, felist mögulega einhverjir hagsmunaárekstrar. Enda virðist ekki hafa reynt á það ennþá, þar sem vinna við hvort tveggja er ekki hafin nú hálfu ári seinna.

Vissi ekki af tilmælum eftirlitsnefndarSigríður Björk er í þeirri stöðu að vera ríkislögreglustjóri sem á nú að leggja mat á verk lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, á meðan hún sjálf gegndi embættinu. Til þess hefur þó ekki enn komið þar sem hálfs árs gömul ákvörðun nefndar um störf lögreglu, hafði að því er virðist fallið milli stafs og hurðar hjá embættinu.

Ríkislögreglustjóri virðist einhverra hluta vegna ekki hafa fengið ákvörðunina á sitt borð, jafnvel þó embættinu hafi borist hún í byrjun júní. Þetta kom í ljós þegar Stundin hugðist leita viðbragða við ákvörðun nefndarinnar hjá ríkislögreglustjóra í gær og hvernig brugðist hefði verið við tilmælum nefndarinnar. 

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hafði hins vegar ekki séð álitið þegar Stundin ræddi við hana í gær. Í ljós kom að erindið hefði borist embættinu í sumarbyrjun, á meðan ríkislögreglustjóri var í sumarfríi og einhverra hluta vegna farist fyrir að kynna henni efni þess. Sigríður Björk kvaðst því ætla að kynna sér ákvörðunina áður en hún tjáði sig frekar um málið.

Til hvers er þá nefndin?

„Mér finnst mjög sjokkerandi að heyra að ríkislögreglustjóri opni ekki tölvupóst frá nefnd um eftirlit með lögreglu,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir í samtali við Stundina og kvaðst vera vonsvikinn að heyra að svo virtist sem ekkert væri farið að gera með tilmæli nefndarinnar í kjölfar kvörtunar hennar. 

„Til hvers er þessi nefnd ef það liggja frá henni ákvarðanir í póstum óopnaðir hjá æðstu stofnunum? Nefndin er eini farvegur borgara sem hafa orðið fyrir skaða af völdum lögreglu til að leggja inn kvörtun og þess vegna mjög alvarlegt ef nefndin getur sent frá sér ákvörðun sem inniheldur tilmæli, til viðeigandi stofnana án þess að hafa hugmynd um hvort tölvupósturinn sé opnaður og lesinn,“ sagði Sigurlaug í samtali við Stundina í gær.

Ítarlegt viðtal við Sigurlaugu Hreinsdóttur birtist í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Viðtalið er aðgengilegt áskrifendum hér: „Ég get ekki lifað við þessa lygi“ og verður birt  á vef Stundarinnar á morgun, laugardag.


Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
3
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
5
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Kynferðislegt efni notað til fjárkúgunar
6
RannsóknirÁ vettvangi

Kyn­ferð­is­legt efni not­að til fjár­kúg­un­ar

„Ný­lega vor­um við með mál þar sem ung­ur mað­ur kynn­ist einni á net­inu og ger­ir þetta og hann end­aði með því á einni helgi að borga við­kom­andi að­ila alla sum­ar­hýruna eft­ir sum­ar­vinn­una og síð­an bætti hann við smá­láni þannig að hann borg­aði alls eina og hálfa millj­ón krón­ur en þrátt fyr­ir það var birt,“ seg­ir Kristján lngi lög­reglu­full­trúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
7
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.
Námsgögn í framhaldsskólum
8
Aðsent

Hólmfríður Árnadóttir og Hólmfríður Sigþórsdóttir

Náms­gögn í fram­halds­skól­um

Hólm­fríð­ur Sig­þórs­dótt­ir og Hólm­fríð­ur Jennýj­ar Árna­dótt­ir skrifa um stöðu mála í náms­gagna­gerð fyr­ir fram­halds­skóla lands­ins. Í flest­um náms­grein­um er náms­gagna­kost­ur fram­halds­skól­anna kom­inn til ára sinna og telja höf­und­ar nauð­syn­legt þess að rík­ið ráð­ist í sér­stakt átak í náms­gagna­út­gáfu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
9
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
3
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár