Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Kerling í aðalhlutverki

Í bók­inni Drag plóg þinn yf­ir bein hinna dauðu eft­ir nó­bels­verð­launa­skáld­ið Olgu Tok­arczuk er spurn­ing­um eins og: hvaða lík­am­ar eru rétt­dræp­ir? og: hverj­ir hafa völd til að ákveða það? velt upp. Bók­in olli mikl­um usla þeg­ar hún kom út í heimalandi höf­und­ar Póllandi, í landi þar sem stjórn­völd hafa tek­ið til dæm­is ákvarð­ana­rétt yf­ir líköm­um kvenna í sín­ar hend­ur.

Kerling í aðalhlutverki
Bók

Drag plóg þinn yf­ir bein hinna dauðu

Höfundur Olga Tokarczuk
Bjartur
279 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu er bókmenntaleg glæpasaga og ævintýri …“ segir á baksíðu íslenskrar þýðingar á bók eftir pólska nóbelsverðlaunaskáldið Olgu Tokarczuk.

Bókin kom fyrst út í Póllandi fyrir þrettán árum síðan og olli usla. Það tók verkið tæpan áratug að ferðast til Bretlands en hún kom fyrst út á ensku árið 2018. Ári seinna hlaut Olga Nóbelsverðlaunin í bókmenntum. Olga er einn þekktasti rithöfundur Póllands, óhrædd við að gagnrýna stjórnvöld þar – sem fikra sig sífellt lengra á hægri væng stjórnmálanna. Á þessu ári kom verkið út á íslensku.

Olga TokarczukNóbelsverðlaunaskáldið Olga Tokarczuk er einn þekktasti rithöfundur og hugsuður Póllands

Íslenska kápan er stílhrein, svört og hvít fyrir utan blóðslettur, ásýndin eins og blanda af heimspekiriti og glæpasögu. Það sem brýtur helst upp stílhreina kápuna er mynd af dádýri sem starir í augu lesandans og segir: Ég er þolandinn í þessu riti. …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu