Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu

Fast að því þrír af hverj­um fjór­um Ís­lend­ing­um styðja að tek­ið verði upp þak á leigu­greiðsl­ur og hækk­un á leigu verði brems­uð, sam­kvæmt nýrri könn­un. Meiri­hlutastuðn­ing­ur er við slík­ar að­gerð­ir í öll­um þjóð­fé­lags­hóp­um. Stuðn­ing­ur­inn er minnst­ur á með­al kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks og Við­reisn­ar, þó þeir já­kvæðu séu í meiri­hluta þar líkt og hjá öðr­um.

Mikill meirihluti vill leiguþak og leigubremsu
Búin að fá nóg af okrinu Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Samtaka leigjenda, segir niðurstöður könnunarinnar sýna að aðeins lítill minnihluti landsmanna vilji ekki bregðast við því okri sem ríki á leigumarkaði. Vandinn sé að sá minnihluti ráði stefnu stjórnvalda. Mynd: Heiða Helgadóttir

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill að tekið verði upp þak á húsaleiguverð og sömuleiðis að tekin verði upp svokölluð leigubremsa hér á landi. Alls eru ríflega 70 prósent landsmanna hlynnt því að slíkar reglur verði teknar upp.

Þetta er meðal niðurstaðna í skoðanakönnun sem rannsóknafyrirtækið Maskína gerði fyrir Samtök leigjenda á Íslandi. Þar kemur fram að 71 prósent aðspurðra voru mjög eða frekar hlynnt því að leiguþak yrði sett á húsaleigu hérlendis. Leiguþak virkar með þeim hætti að gefið er út hámarksleiguverð á húsnæði miðað við stærð þess, gæði og staðsetningu. Frekar eða mjög andvígir leiguþaki reyndust vera 13 prósent aðspurðra.

Mjög svipaðar niðurstöður fengust þegar spurt var hvort taka ætti upp leigubremsu, en þar er um að ræða viðmið um hversu mikið húsaleiga má hækka yfir ákveðið tímabil. Alls sögðust 72 prósent frekar eða mjög hlynnt því að tekin væri upp leigubremsa en 11 prósent aðspurðra sögðust því mjög eða frekar andvíg. 

Meirihluti er fyrir því að tekin verði upp bæði leigubremsa og leiguþak sama hvaða tekjuhópa er um að ræða, allan aldur, kyn og búsetu. Þá er meirihlutastuðningur við upptöku beggja leiða hjá stuðningsfólki allra stjórnmálaflokka. Sömuleiðis styður meirihluti fólks aðgerðirnar óháð hvaða menntun það hefur og einnig skiptir ekki máli hvernig staða fólks er á húsnæðismarkaði; meirihluti er fyrir upptöku beggja leiða. Þó þarf ekki að koma á óvart að mestur stuðningur mælist við upptöku leigubremsu og leiguþaks hjá þeim sem eru á leigumarkaði; 84 prósenta stuðningur í fyrra tilvikinu og 88 prósenta stuðningur í hinu síðara. 

Þegar horft er til tekna er mestan stuðning við upptöku leigubremsu að finna í hópi þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Af þeim sem hafa tekjur undir 400 þúsund krónum á mánuði svöruðu 57 prósent þeirra því að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 19,5 prósent voru því fremur hlynnt. Minnstan stuðning var að finna hjá tekjuhæsta hópnum, þeim sem hafa yfir 1.200 þúsund krónur í mánaðarlaun. Alls svöruðu 37 prósent aðspurðra í þeim tekjuhóp að þau væru mjög hlynnt upptöku leigubremsu og 30 prósent voru því frekar hlynnt. Yfir tveir þriðju aðspurðra í öllum tekjuhópum reyndust mjög eða frekar hlynnt því að tekin yrði upp leigubremsa.

Niðurstöður könnunarinnar þegar spurt var um leiguþak voru svipaðar þegar greint var niður eftir tekjum. Flestir reyndust hlynntir upptöku leiguþaks í læsta tekjuhópnum, undir 400 þúsund krónum. Alls 63 prósent þeirra svöruðu því til að þau væru mjög hlynnt upptöku leiguþaks og rúm 19 prósent voru því frekar fylgjandi. Svör þeirra sem hæstar tekjurnar höfðu voru á þá leið að 36 prósent þeirra voru mjög fylgjandi upptöku leiguþaks og 27 prósent þeirra voru því frekar fylgjandi. 

Því sem næst allir stuðningsmenn Sósíalista fylgjandi

Nánast allir þeir sem sögðust styðja Sósíalistaflokkinn eru fylgjandi leiguþaki og 85 prósent fylgenda Flokks fólksins og Samfylkingarinnar. Minnstan stuðning við upptöku leiguþaks var að finna hjá stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins en þrátt fyrir það reyndist yfir helmingur þeirra ýmist mjög eða frekar fylgjandi leiguþaki. Alls sögðust 28 prósent stuðningsmanna flokksins vera því mjög fylgjandi og 25 prósent voru því frekar fylgjandi. 

Svipaða sögu er að segja um stuðningsfólk Viðreisnar en þar sögðust þó fleiri vera mjög fylgjandi leiguþaki, 37 prósent á meðan að 14 prósent sögðust því frekar fylgjandi. Afgerandi flestir stuðningsmenn þessara tveggja reyndust andsnúnir upptöku leiguþaks, 30 prósent í tilviki Sjálfstæðisflokks og 28 prósent í tilviki Viðreisnar. Niðurstöður þess þegar spurt var um leigubremsu reyndust svipaðar.

„Það er ljóst að meginþorri almennings vill verja leigjendur fyrir því óstjórnlega okri sem hér hefur geisað á leigumarkaði og að aðeins lítill minnihluti vill það ekki. Vandi okkar er að það er þessi minnihluti sem ræður stefnu stjórnvalda. Það er vandi leigjenda og vandi okkar samfélags,“ er haft eftir Guðmundi Hrafni Arngrímssyni, formanni Samtaka leigjenda í fréttatilkynningu um niðurstöður könnunnarinnar. 

Könnunin var gerð af Maskínu fyrir Samtök leigjenda á Íslandi dagana 2. til 12. september 2022 og voru svarendur 1.249 talsins.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
9
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár