Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Afborganir af 30 milljóna óverðtryggðu láni 900 þúsund krónum hærri

Að­halds­að­gerð­ir Seðla­bank­ans skila veru­legri hækk­un á greiðslu­byrði óverð­tryggðra lána og kóln­un á fast­eigna­mark­aði. Íbúð­um til sölu fjölg­ar og færri íbúð­ir selj­ast á yf­ir­verði. Kaup­samn­ing­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa ekki ver­ið jafn fá­ir síð­an ár­ið 2013.

Afborganir af 30 milljóna óverðtryggðu láni 900 þúsund krónum hærri
Framboð eykst Framboð á húsnæði til sölu eykst talsvert milli mánaða, einkum á höfuðborgarsvæðinu. Mynd: Shutterstock

Vaxtahækkanir Seðlabankans virðast byrjaðar að bíta töluvert og valda því að fasteignamarkaðurinn er farinn að kólna. Íbúðum í sölu fjölgar og kaupsamningum fækkar auk þess sem færri íbúðir seljast á yfirverði. Afborganir á 30 milljóna króna óverðtryggðu láni hafa hækkað um 900 þúsund krónur á ársgrundvelli frá fyrra ári. 

Aðhaldsaðgerðir Seðlabankans eru  farnar að hafa veruleg áhrif til kælingar á markaði, að því er segir í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Með nýjustu vaxtaákvörðun Seðlabankans eru stýrivextir nú komnir í 5,5 prósent. Bankarnir hafa allir hækkað breytilega vexti og eru þeir nú á bilinu 7 til 7,4 prósent hjá viðskiptabönkunum þremur. Hafa óverðtryggðir vextir ekki verið jafn háir frá árinu 2015. Þá hafa verðtryggðir vextir einnig hækkað og eru nú að jafnaði 2,1 prósent hjá bönkunum en voru 1,4 prósent á sama tíma í fyrra. 

Greiðslubyrði óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum hækkaði, milli ágústmánaðar og septembermánaðar, um sem nemur 6.200 krónum á hverjar 10 milljónir króna teknar að láni, þar sem um er að ræða óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum.  Nú borgar lántaki 62.900 krónur á mánuði fyrir hverjar 10 milljónir króna í lán en borgaði 56.700 krónur í ágúst. Sé horft lengra aftur, til fyrri hluta síðasta árs, sést hversu mikil hækkunin er en þá var greiðslubyrði samskonar lána um 38.000 krónur. Hækkunin nemur því um 25 þúsund krónum á mánuði. Það samsvarar því að afborganir á hverjar tíu milljónir teknar að láni séu nú um 300 þúsund krónum hærri á ári en var í fyrra. Greiðslubyrði 30 milljóna króna húsnæðisláns á mánuði er því 75 þúsund krónum hærri nú en á fyrri hluta síðasta árs og 900 þúsund krónum hærri á ársgrundvelli. 

Greiðslubyrði verðryggðra lána hefur hækkað mun minna, um 1.100 krónur á mánuði milli ágúst og september miðað við 40 ára lán og um 1.000 krónur á mánuði miðað við 30 ára lán. 

Mikil hækkun afborgana óverðtryggðra lánaMeð hækkandi stýrvöxtum hafa bankarnir hækkað vexti á óverðtryggðum lánum. Á myndinni er miðað við 1. september og afborganir á óverðtryggðu 10 milljóna króna láni var þá orðin 58 þúsund krónur á mánuði. Afborganir hafa hækkað enn eftir það og eru nú 62.900 krónur.

Íbúðum í sölu á höfuðborgarsvæðinu fjölgar um 52 prósent milli mánaða og kaupsamningum fækkar svo þeir hafa ekki verið jafn fáir frá árinu 2013. Á höfuðborgarsvæðinu eru nú til sölu 1.067 íbúðir en í lok júlímánaðar voru þær 700 talsins. Fæstar íbúðir voru skráðar til sölu í byrjun febrúar eða 437. Framboð á íbúðum til sölu eykst einnig töluvert í nágranna sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins en aukningin er hægari á landsbyggðinni. 

Í skýrslunni kemur fram að aukið framboð megi að mestu rekja til þess að eldri íbúðir séu settar á sölu en síður að um sé að ræða nýjar íbúðir að koma á markaðinn. Þá fjölgar íbúðum í sérbýli á sölu hægt og örugglega frá því sem minnst var. Þær eru nú 325 talsins á höfuðborgarsvæðinu en voru fæstar 116.  

Kaupsamningum á íbúðarhúsnæði fækkaði milli mánaða og einkum á höfuborgarsvæðinu. Þar voru þeir aðeins 378 talsins í júlí og hafa ekki verið jafn fáir síðan 2013, þó rétt sé að geta þess að um bráðbirgðatölur er að ræða. 

Þá fækkar íbúðum sem seljast á yfirverði milli mánaða, sé horft til talna fyrir júlí. Enn selst þó ríflega helmingur íbúða á yfirverði, ríflega 53 prósent íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust þannig á verði sem var yfir ásettu verði í júlí borið saman við rúm 62 prósent í júní. Samkvæmt skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er þetta hlutfall alla jafna á bilinu 7 til 15 prósent við eðlilegar aðstæður. Þá dregur enn meira úr því að íbúðir seljist hátt yfir ásettu verði, 5 prósent eða meira. Einkum á það við um íbúðir í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu en í júlí seldust tæp 15 prósent slíkra íbúða á meira en 5 prósent yfir ásettu verði. Hæst fór það hlutfall í apríl þegar ríflega 35 prósent íbúða seldust á slíku yfirverði. 




Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár