Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

Hræddur einkaritari breytir gangi sögunnar

All­ir vita að það hefði getað breytt gangi sög­unn­ar ef Ad­olf Hitler hefði kom­ist inn í lista­skól­ann í Vín­ar­borg eða ef Lenín hefði ver­ið hand­tek­inn í Petrograd sumar­ið 1917 en get­ur ver­ið að það hefði orð­ið jafn af­drifa­ríkt ef lít­ils­meg­andi rit­ari við hirð Aurelí­anus­ar Rómar­keis­ara hefði til dæm­is fót­brotn­að sumar­ið 275 og því ekki kom­ist með í her­ferð gegn Pers­um?

Hræddur einkaritari breytir gangi sögunnar
Kannski var það einum lífhræddum einkaritara að kenna að sólarguðinn ósigrandi skyldi ekki verða meginguð Evrópu heldur Kristur hálfri öld eftir fall Aurelíanusar.

Herinn lagði af stað í morgunsárið. Hann hafði verið í búðum sínum í bænum Caenophrurium í Þrakíu þá um nóttina og birgðasveitirnar fóru að taka niður tjöldin þegar síðustu dátar herdeildanna marseruðu burt í austurátt. Það voru enn tvær dagleiðir til bæjarins Býsantíum við Marmahafið þaðan sem herinn yrði fluttur yfir Bospórus-sund til Asíu. Þaðan yrði svo marserað yfir til Sýrlands og fyrr eða síðar stefnt til orrustu við Persa í Mesópótamíu.

Fremst í fylkingu hermannanna var keisarinn sjálfur, Aurelíanus hinn strangi og harðlyndi, sjálfskipaður „meistari og guð“ í endurreistu, endursameinuðu ríkinu. Hann gekk föstum og ákveðnum skrefum eins og ævinlega – allt sem Aurelíanus gerði var eindregið og ákveðið – og kringum hann voru vagnar hirðar keisarans, embættismenn hans og helstu legátar, skrifstofuliðið, kokkar og merkjamenn, brynjuverðir og fánaberar.

Kvennavagnarnir legðu svo af stað síðar í dag þar sem kona keisarans, Ulpia Severina, réði ríkjum með stallmeyjum sínum og …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár