Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

879. spurningaþraut: Hvar vinnur Andrés Önd oftastnær?

879. spurningaþraut: Hvar vinnur Andrés Önd oftastnær?

Fyrri aukaspurning:

Þessi mynd nefnist Nornahátíð eða eitthvað í þá áttina og var máluð 1798. En hver var málarinn?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða landi í Vestur-Evrópu er borgin Brest?

2.  Hvaða þjóðsagnaskepnur vakna til lífsins í bókunum og sjónvarpsþáttunum Krúnuleikar eða Game of Trones?

3.  Í hvaða borg sem nú er í Belarús skrifuðu Þjóðverjar og nýir ráðamenn kommúnistastjórnar Rússlands undir friðarsamninga í byrjun árs 1918?

4.  Serena Williams tilkynnti nýlega að hún væri hætt að ... gera hvað?

5.  Hvað nefnist ríki frændi Andrésar Andar sem hann er einlægt í vinnu hjá, en sem rekur Andrés frænda sinn miskunnarlaust ef hann stendur sig ekki?

6.  Þegar ríki frændinn hefur rekið Andrés úr vinnunni fer hann oftast í sömu verksmiðjuna og púlar þar síðan um skeið. Hvað er framleitt í verksmiðjunni?

7.  Sunnarlega í Ódáðahrauni var lítið basalthraun, nánast óþekkt þangað til 2014. Þá urðu þar eldsumbrot og flæddi þar síðan um skeið heilmikið hraun upp. Nýja hraunið var kallað sama nafni og gamla hraunið, það er að segja ... hvað?

8.  Mælieining fyrir tíðni (rið eða hringir á sekúndu) heitir sama nafni og ein stærsta bílaleiga heimsins sem starfrækt er í ótal löndum. Hvaða nafn er þetta?

9.  „Maður er nefndur Grímur kamban,“ segir í upphafi einnar Íslendingasögu, „[H]ann byggði fyrstur manna [xxx] En á dögum Haralds hins hárfagra flýðu fyrir hans ofríki fjöldi manna; settust sumir í [xxx] og byggðu þar, en sumir leituðu til annarra eyðilanda.“ Hvaða staður er [xxx]?

10.  Frægur íslenskur rithöfundur á fyrri hluta tuttugustu aldar gerði fyrst vart við sig á skáldabekk þegar hann sendi kornungur frá sér smásögur sem hann kvaðst hafa skrifað svokallaðri „ósjálfráðri skrift“ en gegnum hann hefðu skrifað ekki minni menn en Jónas Hallgrímsson, H.C.Andersen og Snorri Sturluson. Höfundur þessi lagði þó fljótlega af slík skrif og fór að skrifa hefðbundnari verk, leikrit og sögur. Hver var hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Frakklandi.

2.  Drekar.

3.  Brest. Þá var hún reyndar kölluð Brest-Litovsk en Brest dugar.

4.  Spila tennis.

5.  Jóakim.

6.  Smjörlíki.

7.  Holuhraun.

8.  Hertz.

9.  Færeyjar.

10.  Guðmundur Kamban.

***

Svör við aukaspurningum:

Það var Goya sem málaði Nornahátíðina.

Á neðri myndinni er svo Marilyn Monroe.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár