Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

851. spurningaþraut: Svolítill leikur spurningahöfundar, hér

851. spurningaþraut: Svolítill leikur spurningahöfundar, hér

Fyrri aukaspurning:

Úr hvaða kvikmynd frá 1981 er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Fyrst minnst er á bíómyndir, hver leikstýrir myndinni Beast með Idris Elba í aðalhlutverki en sú var frumsýnd nýlega?

2.  Elba lék í nokkur ár aðalhlutverk í breskum glæpaþáttum. Hann lék rannsóknarlögreglumann og þættirnir hétu eftir persónu hans. Persóna Elba hét sem sé ... hvað?

3.  Maui, O'ahu og Kaua'i heita þrjár eyjar sem tilheyra hvaða eyjaklasa?

4.  Frá hvaða eyju braust Napoleón Bonaparte snemma árs 1815?

5.  Í hvaða landi er hæsta stytta heimsins af konu?

6.  Hvað hét kona Óðins yfirguðs?

7.  Sú er kölluð hjúskapargyðja, en jafnframt tekið fram að hún veit ... hvað?

8.  Hvaða karl er sagður hafa neglt plagg með allmörgum fullyrðingum um guðfræðileg efni á kirkjudyr í Wittenberg? — Og svo er lárviðarstig í boði fyrir að muna hve margar fullyrðingar eða greinar voru á þessu plaggi.

9.  Og hvaða ár gerðist þetta? Var það 1317 — 1417 — 1517 — 1617 — eða 1717?

10.  Annar var læknir sem þróaði eitt áhrifamesta lyf sögunnar. Hinn var rithöfundur sem þróaði eina vinsælustu sögupersónu seinni áratuga. Þeir báru sama eftirnafn sem var ... hvað?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða eldstöð skildi eftir sig þau ummerki sem sjá má á þessari mynd? Takið eftir mönnunum.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Baltasar Kormákur.

2.  Luther.

3.  Havaí-eyjaklasanum.

4.  Elbu.

5.  Rússlandi (við Volgograd, áður Stalingrad).

6.  Frigg.

7.  Örlög manna.

8.  Luther. Greinarnar voru 95.

9.  1517.

10.  Fleming. Læknirinn hét Alexander og þróaði pencillín, höfundurinn hét Ian og skóp James Bond.

***

Svör við aukaspurningum:

Skjáskotið er úr myndinni Das Boot.

Eldstöðin sem skildi eftir sig jakann á seinni myndinni var Katla. Myndin er frá gosinu 1918.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
1
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
4
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár