Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en ári.

„Rússneska þjóð, þið eruð sofandi risi“

Rúss­nesk­ir an­arkó-komm­ún­ist­ar hafa fram­ið fjölda skemmd­ar­verka í kring­um hern­að­ar­lega mik­il­væga inn­viði frá upp­hafi Úkraínu­stríðs­ins. Hóp­ur­inn lít­ur á stríð­ið sem þátt í bar­áttu sinni gegn al­þjóða­heimsvalda­stefnu.

Rússneskir miðlar, ríkisreknir sem og óháðir, hafa síðan í febrúar birt fréttir af árásum á herskráningarstöðvar í Rússlandi. Kveikt hefur verið í fjölda herskráningarstöðva um landið allt en skemmdarverkin hafa að mestu átt sér stað í vesturhlutanum. Allt bendir til þess að tugir slíkra skemmdarverka hafi verið framin síðan í febrúar. Þessar tölur þykja óvenjulegar, enda fjölgunin á skemmdarverkunum veruleg frá fyrri árum. Molotov-kokteilum hefur verið beitt við framkvæmd margra árásanna.

Sama má segja um fjölgun árása á rússneskar járnbrautir, fjöldi þeirra hefur stóraukist frá fyrri árum samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Fréttaflutningur rússneskra miðla bendir til þess að helst hafi járnbrautir til hergagnaflutnings orðið fyrir árásum skemmdarvarganna, með þeim afleiðingum að tugir lesta með hergögnum hafa farið af sporinu síðan í febrúar.

Myndir af járnbrautarbrú í Kúrsk fylki Rússlands sem varð fyrir árás 1. maí. Telegram færsla Romans Starovojt, fylkisstjóra Kúrsk sýslu. Rannsóknarnefnd rússneska sambandslýðveldisins tilkynnti samdægurs að gögn bendi til …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Úkraínustríðið

Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Græða sár innrásar í þögn
VettvangurÚkraínustríðið

Græða sár inn­rás­ar í þögn

Í hafn­ar­borg­inni Odesa við strend­ur Svarta­hafs stend­ur Filatov-rann­sókn­ar­stofn­un­in í augn­lækn­ing­um. Vla­dimir Petrovich Filatov nokk­ur, virt­ur pró­fess­or í augn­lækn­ing­um, stóð að stofn­un henn­ar ár­ið 1936 og hún hef­ur síð­an skap­að sér sess sem mið­stöð vís­inda­legr­ar ný­sköp­un­ar og lækn­is­fræði­legr­ar þró­un­ar á sviði augn­lækn­inga í Aust­ur-Evr­ópu. Ósk­ar Hall­gríms­son fékk að líta í heim­sókn og kynna sér hvernig hald­ið er úti þjón­ustu við erf­ið­ar að­stæð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár