Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd
Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Tölvuárás á Fréttablaðið sögð rússnesk hefnd

Vef­ur Frétta­blaðs­ins verð­ur tek­inn nið­ur í kvöld biðj­ist rit­stjórn ekki af­sök­un­ar á því að hafa birt frétta­mynd frá Úkraínu. Ónafn­greind­ir rúss­nesk­ir tölvu­hakk­ar­ar hófu skyndi­á­hlaup á vef blaðs­ins í morg­un. Rúss­neska sendi­ráð­ið krafð­ist á sama tíma af­sök­un­ar­beiðni og seg­ir blað­ið hafa brot­ið ís­lensk lög. Steinn Stein­arr og Þór­berg­ur Þórð­ar­son hlutu dóma fyr­ir brot á sömu laga­grein þeg­ar þeir þóttu hafa veg­ið að æru og heiðri Ad­olfs Hitler og Nas­ista.

Svo virðist sem umfangsmikil tölvuárás hafi verið gerð á fréttavef Fréttablaðsins í morgun. Vefurinn er þó enn virkur jafnvel þó erfiðlega hafi gengið að halda fullri virkni hans. Ritstjóri Fréttablaðsins segir að þrátt fyrir hótun um umfangsmeiri árás, þar sem loka eigi vefnum í heild sinni klukkan 21 í kvöld, verði ekki orðið við kröfum ónafngreindra aðila sem segjast bera ábyrgð á aðgerðunum. Búið er að kæra þær til lögreglu.

„Við urðum vör við það í morgun að skyndilega margfaldaðist umferð á vefinn og augljóst var að það var liður í árás á vefinn,“ segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins í samtali við Stundina. Öryggisaðgerðir voru þegar settar í gang af hýsingaraðila vefsins og þannig reynt að verja vefþjóna fyrir frekari árás, sem er að sögn Sigmundar yfirvofandi.

„Við fengum í morgun með stuttu millibili skilaboð þar sem farið er fram á að við biðjum Rússa afsökunar á myndbirtingu í frétt okkar á dögunum, ellegar yrði gerð enn stærri árás á vefinn og var hún tímasett klukkan níu í kvöld.“ Á svipuðum tíma mættu tveir menn á ritstjórnarskrifstofur Fréttablaðsins og höfðu meðferðis bréf frá sendiherra Rússlands á Íslandi, þar sem krafist var afsökunarbeiðni vegna sömu myndar.

Í tölvupósti sem sendur var á ritstjórn blaðsins sagði: „Hvaða rétt hefur þér verið gefinn til að móðga eða niðurlægja tákn annarra ríkja!!! Ef þú biðst ekki afsökunar fimmtudaginn 11. ágúst fyrir klukkan 24:00 að Moskvutíma! Þá munum við hakka vefsíðuna þína og veita [sic] Síðan eftir að hafa hakkað dagblaðavefinn þinn munum við birta mynd af kompromat á birtingu þinni og þú munt örugglega fá refsidóm, fyrir spillingu banditry o.s.frv.“

Dyramottan úkraínska

Rússneska sendiráðið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem mótmælt er myndbirtingu blaðsins í viðtali við Val Gunnarsson sem er staddur í Kænugarði, en þar mátti sjá einstakling stíga á rússneska fánann. Krafðist sendiráðið afsökunarbeiðni og taldi að með því væri blaðið að vega að ríkismerki Rússlands.

Myndin sem um ræðirMyndin sem styrinn stendur um. Hún fylgdi með frétt Fréttablaðsins af ferð Vals Gunnarssonar blaðamanns og rithöfundar um Úkraínu, sem nú sætir innrás Rússa. Á myndinni sést hvernig úkraínskir húseigendur hafa ákveðið að mótmæla yfirgangi Rússa á táknrænan hátt með því að nota þjóðfána innrásarliðsins sem dyramottu.

Ivan Glinkin, fjölmiðlafulltrúi rússneska sendiráðsins á Íslandi, segir sendiráðið enga hugmynd hafa um hverjir beri ábyrgð á tölvuárásinni. Spurður hvort sendiráðið telji slíka árás að einhverju leyti réttlætanlegt viðbragð, við myndbirtingu blaðsins, sagði Ivan að sendiráðið fordæmdi allar ólöglegar aðgerðir, hverjar svo sem þær væru. Spurður hvort það ætti líka við um það ef tölvuárás væri gerð á Fréttablaðið til að hefna fyrir birtingu myndarinnar sem sendiráðið telur móðgun við rússneska ríkið:

„Sendiráðið fordæmir slíka aðgerð eins og aðrar sem brjóta gegn lögum.“

Í  frétt Fréttablaðsins, var haft eftir Glinkin, talsmanni sendiráðsins, að hann teldi árás á tölvukerfi blaðsins ekki „hörð viðbrögð í málinu“ Glinkin segir þetta ekki rétt. Hann hafi verið að vísa til bréfs sendiráðsins til Fréttablaðsins og kröfu um afsökunarbeiðni, en ekki tölvuárásar. „Þessi ummæli sem höfð eru eftir mér voru alls ekki sögð í því samhengi sem þau birtast í þarna í fréttinni. Ég var að vísa til þess að krafa okkar um afsökunarbeiðni fæli ekki í sér hörð viðbrögð,“ sagði Glinkin, upplýsingafulltrúi.

Þórbergur, Steinn og Sigmundur Ernir?

Í bréfi sem rússneska sendiráðið sendi Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra Fréttablaðsins í morgun, er þess krafist að Fréttablaðið biðjist afsökunar á því að hafa birt mynd sem sýni niðrandi meðferð á þjóðfána Rússa. Í bréfinu segir að sendiráðið telji það skjóta skökku við að fjölmiðill í landi sem stæri sig af því að fylgja vestrænum gildum, skuli brjóta gegn velsæmi, siðareglum blaðamanna og ekki síst lögum með myndbirtingunni. 

Minna á Þórberg og SteinRússneska sendiráðið krefst þess að Fréttablaðið biðjist afsökunar á fréttamynd sem birtist í umfjöllun Vals Gunnarssonar um líf Úkraínumanna undir innrás Rússa í landið.

Rússneska sendiráðið vísar sérstaklega til þess að íslensk stjórnvöld hafi enn ekki fellt úr gildi lagaákvæði sem leggur bann við því að „smána erlenda þjóð eða erlent ríki, æðsta ráðamann, þjóðhöfðingja þess, fána þess eða annað viðurkennt þjóðarmerki“ eigi yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Umrætt ákvæði er einna þekktast fyrir það að á grunni þess hlutu tvö þjóðkunn skáld dóma fyrir að mótmæla Nasistum rétt fyrir miðja síðustu öld.

Bannað að móðga Hitler

Þannig hlaut rit­höf­und­ur­inn Þór­bergur Þórð­ar­son dóm fyrir að kalla Adolf Hitler „sadista“ í greinarflokki sínum „Kvalarþorsti Nazista“ árið 1934. Sama ár fékk svo skáldið Steinn Stein­arr dóm fyrir brot á sömu lagagrein þegar hann í félagi við fjóra aðra menn skar niður haka­kross­fána af fánastöng ræðismannsbústaðarins á Siglufirði.

Ákvæðinu var síðan aftur beitt gegni Erpi Eyvindarsyni, rappara og lífskúnstner, eftir að hann og tveir félaga hans köstuðu Molotov-kokteil að bandaríska sendiráðinu árið 2002. Sannað þótti að þeir hefðu ekki ætlað að valda skaða með athæfinu heldur miklu fremur að skilja eftir ummerki. Þeir voru því dæmdir fyrir að smána með þessu hið erlenda ríki og þegna þess.

Í þingsályktunartillögu sem nokkrir þingmenn Vinstri Grænna lögðu fram árið 2017, var lagt til að umrætt lagaákvæði yrði fellt úr lögum, meðal annars með vísan til þess að það fæli í sér augljós brot á tjáningarfrelsi. Þar var sérstaklega vísað til dóma skáldanna tveggja og sagt að til marks um fáránleika lagagreinarinnar.

„Óhætt er að segja að sagan hafi farið mjúkum höndum um þau afbrot,“ sagði í þingsályktunartillögu þingmannanna sem hlaut ekki brautargengi, í þau tvö skipti sem það var lagt fram. Utanríkisráðuneytið lagðist gegn því að lagagreinin yrði afnumin. Var það rökstutt meðal annars með vísan til alþjóðaskuldbindinga eins og Vínarsamningsins um stjórnmálasamband þjóða.

Endalok stríðsumfjöllunar

Fréttablaðið hyggst ekki biðjast afsökunar á því að hafa birt myndina frá Úkraínu. Að sama skapi segir ritstjóri blaðsins að útilokað sé að telja að  myndbirtingin feli í sér lögbrot eins og rússneska sendiráðið heldur fram

„Við ætlum okkur að sjálfsögðu ekki að verða við þessari kröfu, enda var þarna um að ræða fréttamynd sem tekin er á átakasvæði, segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, aðspurður um hvort til standi að bregðast við kröfum sendiherrans eða þeirra sem hafa sagst vera ábyrgir fyrir tölvuárásinni. 

Sigmundur segir að fulltrúar sendiráðsins hafi lítið gefið færi á samtali um málið í morgun en að Fréttablaðið hafi sett sig í samband við utanríkisráðuneytið íslenska sem lýst hafi yfir stuðningi við málstað blaðsins, rétt eins og stjórn Blaðamannafélagsins hyggst gera.

Sigmundur segir að ef fara ætti að kröfunni væri svo gott sem hægt að hætta umfjöllun um stríð og átök. Enda liði varla sú vika að ekki væru birtar fréttamyndir þar sem sæist til fólks brenna fána erlendra ríkja, í einhvers konar mótmælaskyni vegna deilna eða stríðsátaka. 

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Reynir Vilhjálmsson skrifaði
  Ég er þeirrar skoðunar að óþarfi hafi verið að birta þessa mynd. Hún segir svo sem ekki neitt. Í staðinn hefði verið rétt að birta fleiri myndir af voðaverkum rússneskra aðila í úkraínu. Það er mikilvægt að sýna að rússar eða réttara sagt þeir sem standa á bak við Pútin fremja stríðsglæpi af verstu tegund í Úkraínu næstum hvern dag. Við verðm að lýsa viðurstyggð á verkum rússa en ekki að niðurlægja fánan þeirra.
  -2
 • Ásgeir Överby skrifaði
  "Rússneska sendiráðið krefst þess að Fréttablaðið biðjist afsökunar á fréttamynd sem birtist í umfjöllun Vals Gunnarssonar um líf Úkraínumanna undir innrás Rússa í landið."
  - Sendiráð eiga ekki að starfa með þessum hætti. Allar athugasemdir eða mótmæli eiga að berast stjórnvöldum.
  1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Gjaldskrárhækkun Strætó dugir ekki og tímabært að endurskoða rekstrarmódelið
Fréttir

Gjald­skrár­hækk­un Strætó dug­ir ekki og tíma­bært að end­ur­skoða rekstr­armód­el­ið

Hundruð millj­óna króna gat er í rekstri Strætó og hækk­un far­gjalda mun ekki fylla upp í það. Jó­hann­es Rún­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Strætó, seg­ir við­ræð­ur við rík­ið um aukna að­komu standa fyr­ir dyr­um.
Varaþingkona Framsóknar spyr spurninga um laxeldi: „Þetta er mín skoðun“
FréttirLaxeldi

Vara­þing­kona Fram­sókn­ar spyr spurn­inga um lax­eldi: „Þetta er mín skoð­un“

Brynja Dan Gunn­ars­dótt­ir, vara­þing­kona Fram­sókn­ar­flokks­ins, sett­ist tíma­bund­ið á þing nú í sept­em­ber og lagði þá fram fyr­ir­spurn til mat­væla­ráð­herra, Svandís­ar Svavars­dótt­ur, um lax­eldi. Hún seg­ir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi hing­að til kannski ekki ver­ið gagn­rýn­inn á lax­eldi en að það fal­lega við stjórn­mál sé að all­ir megi hafa sína skoð­un.
Verðbólgan minni en enn gætu vextir hækkað
Fréttir

Verð­bólg­an minni en enn gætu vext­ir hækk­að

Verð­bólga dregst sam­an ann­an mán­uð­inn í röð og mæl­ist nú 9,3 pró­sent. Vísi­tala neyslu­verðs hækk­ar um 0,09 pró­sent, sem er minnsta hækk­un á milli mán­aða í meira en eitt og hálft ár. Seðla­bank­inn gef­ur hins veg­ar til kynna að frek­ari vaxta­hækk­an­ir gætu enn ver­ið á döf­inni.
„Ég held bara áfram að vera föst í verðtryggðum lánum“
FréttirHúsnæðismál

„Ég held bara áfram að vera föst í verð­tryggð­um lán­um“

Kona á fimmtu­dags­aldri lýs­ir því hvernig hún seg­ist vera nauð­beygð til að taka verð­tryggt hús­næð­is­lán þrátt fyr­ir að hún vilji það ekki. Kon­an stend­ur í skiln­aði og þarf að kaupa sér íbúð. Kon­an er einn af við­mæl­end­um Stund­ar­inn­ar í um­fjöll­un um hús­næð­is­mark­að­inn og stöðu lán­þega eft­ir átta stýri­vaxta­hækk­an­ir á rúmu ári.
Viljum við vera Herúlar?
Flækjusagan#51

Vilj­um við vera Herúl­ar?

Ill­ugi Jök­uls­son held­ur áfram að rekja sögu Herúla og þeirr­ar kenn­ing­ar að þessi dul­ar­fulla þjóð hafi end­að hér uppi á Ís­landi.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Terra ætlar að axla ábyrgð fjórum árum eftir brot
FréttirPlastið fundið

Terra ætl­ar að axla ábyrgð fjór­um ár­um eft­ir brot

Plast­meng­að­ur úr­gang­ur, sem end­ur­vinnslu­fyr­ir­tæk­ið Terra los­aði á nátt­úru­m­inja­svæði, verð­ur hreins­að­ur. Sveit­ar­fé­lag­ið Blá­skóga­byggð benti fyr­ir­tæk­inu á brot­ið ár­ið 2018. Terra brást ekki við fyrr en fjór­um ár­um síð­ar.
Fann frelsi og hamingju við að ganga á fjöll
ViðtalHamingjan

Fann frelsi og ham­ingju við að ganga á fjöll

Hanna Gréta Páls­dótt­ir hef­ur nokkr­um sinn­um stað­ið á kross­göt­um í líf­inu og ekki ver­ið á þeim stað sem hún hefði vilj­að vera á. Hún breytti um lífs­stíl fyr­ir um ára­tug og fór að ganga á fjöll. Þá fór hún að upp­lifa ham­ingj­una en það er jú sagt að göng­ur séu góð­ar fyr­ir lík­ama og sál. „Eft­ir 17 tíma göngu var ég ósigrandi, full af sjálfs­trausti og ham­ingju­söm,“ seg­ir hún um eina göng­una.
Sjómaður í leit að föður sínum
Viðtal

Sjómað­ur í leit að föð­ur sín­um

Mika­el Tam­ar Elías­son er 36 ára þriggja barna fað­ir, vél­stjóri og skáld í leit að blóð­föð­ur sín­um. Hann ólst upp hjá ömmu sinni fyr­ir vest­an, missti ætt­ingja sína í bruna 15 ára gam­all og týndi sjálf­um sér í vímu­efna­neyslu um tíma. Sjór­inn lokk­ar og lað­ar en hann lenti í hættu þeg­ar brot skall á bát­inn.
Hafnaði peningum og fylgdi áhuganum
Fólkið í borginni

Hafn­aði pen­ing­um og fylgdi áhug­an­um

Ei­rík­ur Hilm­ar Ei­ríks­son þurfti að velja á milli pen­ing­anna og áhug­ans á sagn­fræði. Sagn­fræð­in sigr­aði að lok­um.
Þarf að tala um vændi sem ofbeldið sem það er
Viðtal

Þarf að tala um vændi sem of­beld­ið sem það er

Þeg­ar kona sem var sam­ferða henni í gegn­um hóp­astarf Stíga­móta fyr­ir­fór sér ákvað Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir að stíga fram og segja frá reynslu sinni af vændi. Bæði til að veita þo­lend­um von um að það væri leið út úr svart­nætt­inu en líka til að vekja sam­fé­lag­ið til vit­und­ar, reyna að fá fólk til að taka af­stöðu og knýja fram að­gerð­ir. Af því að lifa ekki all­ir af. Og hún þekk­ir sárs­auk­ann sem fylg­ir því að missa ást­vin í sjálfs­vígi.
Vill allt að tveggja ára fangelsi við því að vera drukkinn á rafhlaupahjóli
Fréttir

Vill allt að tveggja ára fang­elsi við því að vera drukk­inn á raf­hlaupa­hjóli

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son inn­viða­ráð­herra vill að börn­um und­ir þrett­án ára verði bann­að að nota raf­hlaupa­hjól og að allt að tveggja ára fang­elsi liggi við því að aka slíku far­ar­tæki und­ir áhrif­um áfeng­is. Í sama frum­varpi eru reiðstíg­ar skil­greind­ir fyr­ir bæði knapa og gang­andi.