Þessi grein er meira en mánaðargömul.

Landið sem felur sannleikann bak við lás og slá

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.

Am­nesty In­ternati­onal seg­ir að þátta­skil hafi orð­ið í mann­rétt­inda­mál­um í Er­itr­eu fyr­ir tutt­ugu ár­um þeg­ar hóp­ur stjórn­mála­manna og fjöl­miðla­fólks var fang­els­að­ur. Staða mann­rétt­inda hafi ver­ið slæm en versn­að til muna þeg­ar yf­ir­völd réð­ust með þess­um hætti gegn tján­ing­ar­frels­inu. Ekki er enn vit­að um af­drif fólks­ins. Sam­son Habte, frétta­stjóri sem flúði Er­itr­eu fyr­ir níu ár­um, seg­ir að heima­land­ið feli sann­leik­ann bak við lás og slá.

„Eritrea er risastórt fangelsi og fólk sem tjáir skoðanir sínar sem stangast á við hugmyndir yfirvalda er umsvifalaust svipt frelsi sínu. Lítið sem ekkert hefur spurst til fjölda fólks sem þannig er komið fyrir og því vita fjölskyldur þeirra ekkert um afdrif ástvina sinna.“ Þetta segja Amnesty International sem reglulega vekja athygli heimsbyggðarinnar á alvarlegum mannréttindabrotum yfirvalda í Eritreu. Samtökin birta meðal annars myndir og upplýsingar um fólk sem hefur verið handtekið í landinu vegna skoðana sinna. „Þau eru samviskufangar,“ segir Amnesty sem óttast að fjöldi þeirra sem þannig er komið fyrir sé ekki á lífi, en ef svo sé lifi þau við hryllilegar aðstæður í fangelsum landsins sem rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sagði árið 2016 að væru meðal annars gámar og járnbúr. 

Gagnrýndu forsetann og hurfu sporlaust 

Óttast er um afdrif þúsunda manna sem hafa verið fangelsaðir án dóms og laga í Eritreu síðustu þrjátíu …

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 2.390 krónum á mánuði.
Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Brynjólfur Þorvarðarson skrifaði
  Ágætis yfirlit yfir þessa oft gleymdu "Norður Kóreu" á Horni Afríku. Isias Afwerki er óneitanlega mikill harðstjóri og á litla samleið með öðrum ríkisstjórnum þótt ágætlega fari á með honum og Dr. Abiy Ahmed forsætisráðherra Eþíópíu enda sömdu þeir um frið milli ríkjanna 2018, en stríð milli landannahóst 200 þótt átök stæðu aðeins í nokkur ár áður en vopnahlásástand tók við.

  Isaias Afwerki er orðinn 76 ára gamall og þótt hann virðist enn hraustur þá er hann ekki ódauðlegur. Hann leiddi frelsisbaráttu Eritreumanna gegn Eþíópíu og vann stórsigur 1991 þegar Eritreumenn hertóku höfuðborgina Addis Ababa. Ný stjórn tók við taumunum, samdi nýja stjórnarskrá sem leyfði öllum héröðum að kjósa um sjálfstæði, og 1994 kusu Eritreumenn um sjálfstæði frá Eþíópíu. Isaias er trúlega mjög vinsæll meðal margra Eritreumanna, svipað og Stalín heitinn í Sovétríkjunum forðum, en eflaust eru mjög margir andsnúnir honum og stjórnarfari hans. Nýr leiðtogi myndi ekki hafa nærri því sömu tök á hjörtum íbúa eða stofnunum ríkisins.

  Eritrea var nýlenda Ítala frá lokum 19. aldar, þeir reyndu að ná allri Eþíópíu en gjörtöpuðu gegn Eþíópískum her í stórorrustu 1896. Í kjölfarið sömdu Ítölsk stjórnvöld og Menelik keisari um núverandi landamæri, hann hafði meiri áhuga á landvinningum í suður og vestur og vissi væntanlega líka að bæði Frakkar og Englendingar myndu aldrei leyfa honum að ýta Íölum alveg úr landi og teygja yfirráð sín að ströndum Rauðahafsins sem var þá einhver mikilvægasta siglingaleið veraldar.

  Ítalir réðu Eritreu fram til 1941 þegar landið var "endursameinað" Eþíópíu, enda eru löndin verulega tengd hvað varðar sögu, menningu og landafræði og fjallendi Eritreu kringum höfuðborgina Asmara og þaðan niður að strönd Rauða Hafsins hefur verið hefðbundið áhrifasvæði Eþíópíu ef ekki beinlínis hluti sögulegra forvera núverandi Eþíópíu, þ.e. Abyssíníu á miðöldum og þar áður Axum stórveldisins á fornöld.

  Margir hér á Horni Afríku horfa því spenntir til Ereitreu og hvað muni gerast þegar Isaias Afwerki gefur upp öndina. Væntanlega er mikil ólga undirliggjandi í Eritreisku samfélagi, en það má heldur ekki gleyma því að mjög margir flóttamenn frá Eritreu eru búsettir í Eþíópíu og hafa verið þar lengi, opinberlega er talað um 150.000 manns en gætu verið miklum mun fleiri enda falla Eritreumenn hér vel inn í fjöldann og geta fengið atvinnu- og búsetuleyfi án teljandi vandræða.

  Eritrea telur 6 milljón íbúa í samanburði við 120 milljónir í Eþíópíu, og mjög margir Eritreumenn voru ósáttir við aðskilnaðinn og spurning hvort "endursameiningarbarátta" Eritreumanna með stuðningi Eþíópíustjórnar leynt eða ljóst gæti orðið stóra fréttin héðan innan fárra ára.
  2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Vantar fleira fólk utan EES í ferðaþjónustuna
Fréttir

Vant­ar fleira fólk ut­an EES í ferða­þjón­ust­una

Víða í at­vinnu­líf­inu er skort­ur á starfs­fólki og helm­ing­ur stærstu fyr­ir­tækja seg­ir illa ganga að manna störf. Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferða­þjón­ust­unn­ar seg­ir að auð­velda eigi grein­inni að byggja aft­ur upp tengsl við er­lent starfs­fólk sem glöt­uð­ust í far­aldr­in­um.
835. spurningaþraut: Hvar er ríkið Shqipëria?
ÞrautirSpurningaþrautin

835. spurn­inga­þraut: Hvar er rík­ið Shqipëria?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an á mynd­inni hér að of­an? Skírn­ar­nafn henn­ar næg­ir í þetta sinn. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvað er kall­að í dag­legu tali það tíma­bil sem hófst þeg­ar Ís­lend­ing­ar fengu ráð­herra í fyrsta sinn? 2.  En hver var ann­ars fyrsti ís­lenski ráð­herr­ann? 3.  Við hvaða fjörð stend­ur Búð­ar­dal­ur? 4.  Eng­lend­ing­ar urðu um dag­inn Evr­ópu­meist­ar­ar í fót­bolta í kvenna­flokki....
Panama-uppljóstrarinn John Doe: „Án ábyrgðar getur samfélag ekki virkað“
FréttirPanamaskjölin

Panama-upp­ljóstr­ar­inn John Doe: „Án ábyrgð­ar get­ur sam­fé­lag ekki virk­að“

Nafn­lausi upp­ljóstr­ar­inn sem hrinti af stað at­burða­rás­inni sem leiddi til af­sagn­ar Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar for­sæt­is­ráð­herra með lek­an­um á Pana­maskjöl­un­um veit­ir sitt fyrsta við­tal í Der Spieg­el. Hann lýs­ir von­brigð­um með stjórn­völd víða um heim og seg­ir Rússa vilja sig feig­an.
834. spurningaþraut: Hvar er fjallgarður 16.000 kílómetra langur?
ÞrautirSpurningaþrautin

834. spurn­inga­þraut: Hvar er fjall­garð­ur 16.000 kíló­metra lang­ur?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir kon­an á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hversu göm­ul er Elísa­bet Breta­drottn­ing síð­an 21. apríl í vor? Skekkju­mörk eru eitt ár til eða frá. 2.  Hvað heit­ir höf­uð­borg­in í Bela­rús eða Hvíta­rússlandi? 3.  Hversu marg­ar gráð­ur er rétt horn? 4.  Hvað heit­ir sú 19. ald­ar skáld­saga þar sem að­al­per­són­an er Misjk­in fursti sem sum­ir telja...
Horfið til himins: Það er von á súpernóvu!
Flækjusagan

Horf­ið til him­ins: Það er von á súpernóvu!

En verð­ur hún hættu­leg?
Gerðu það, reyndu að vera eðlileg!
Gunnar Hersveinn
Pistill

Gunnar Hersveinn

Gerðu það, reyndu að vera eðli­leg!

„Hvað er eðli­legt?“ skrif­ar Gunn­ar Her­sveinn. „Hent­ar það stjórn­end­um valda­kerfa best að flestall­ir séu venju­leg­ir í hátt­um og hugs­un? Hér er rýnt í völd og sam­fé­lags­gerð, með­al ann­ars út frá skáld­sög­unni Kjör­búð­ar­kon­an eft­ir jap­anska höf­und­inn Sayaka Murata sem varp­ar ljósi á marglaga valda­kerfi og kúg­un þess. Hvaða leið­ir eru fær­ar and­spæn­is yf­ir­þyrm­andi hópþrýst­ingi gagn­vart þeim sem virð­ast vera á skjön?“
Útivist og hreyfing í góðum hópi eykur lífsgleði
ViðtalHamingjan

Úti­vist og hreyf­ing í góð­um hópi eyk­ur lífs­gleði

Harpa Stef­áns­dótt­ir hef­ur þurft að rækta ham­ingj­una á nýj­an hátt síð­ustu ár. Þar hef­ur spil­að stærst­an þátt breyt­ing­ar á fjöl­skyldu­mynstri. Hún hef­ur auk þess um ára­bil bú­ið í tveim­ur lönd­um og seg­ir að sitt dag­lega líf hafi ein­kennst af að hafa þurft að hafa fyr­ir því að sækja sér fé­lags­skap og skapa ný tengsl fjarri sínu nán­asta fólki. Harpa tal­ar um mik­il­vægi hóp­a­starfs tengt úti­vist og hreyf­ingu en hún tel­ur að hreyf­ing í góð­um hópi stuðli að vellíð­an.
Stór, marglaga og víðfeðm samsýning
MenningHús & Hillbilly

Stór, marglaga og víð­feðm sam­sýn­ing

126 mynd­list­ar­manna sam­sýn­ing á Vest­fjörð­um, Strönd­um og Döl­um.
833. spurningaþraut: Hvað hétu þeir aftur, þessir gömlu tölvuleikir?
ÞrautirSpurningaþrautin

833. spurn­inga­þraut: Hvað hétu þeir aft­ur, þess­ir gömlu tölvu­leik­ir?

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er hvít­klæddi karl­inn hér lengst til hægri? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Og í fram­haldi af auka­spurn­ing­unni: Hvaða ár var mynd­in tek­in? 2.  Carl Jung hét karl einn. Hvað fékkst hann við í líf­inu? 3.  Hvaða kona er gjarn­an sögð hafa ver­ið beint eða óbeint völd að Tróju­stríð­inu? 4.  Á list­um yf­ir rík­ustu kon­ur heims eru enn sem kom­ið...
Þrjár orrustur og 42 ár sem breyttu stefnu heimsins
Flækjusagan

Þrjár orr­ust­ur og 42 ár sem breyttu stefnu heims­ins

Um 5.400 kíló­metr­ar eru í nokk­urn veg­inn beinni loftlínu frá Zenta í Mið-Evr­ópu um smá­þorp­ið Gulna­bad í miðju Ír­an og til bæj­ar­ins Karnal norð­ur af Delí, höf­uð­borg Ind­lands. Ár­in 1697, 1722 og 1739 voru háð­ar á þess­um stöð­um orr­ust­ur þar sem þrjú tyrk­nesk-ætt­uð stór­veldi áttu í höggi við þrjá ólíka óvina­heri. Eigi að síð­ur eru þess­ar orr­ust­ur tengd­ar á ákveð­inn en óvænt­an hátt, að mati Ill­uga Jök­uls­son­ar.
Kína vaknað og Bandaríkin safna liði
Hilmar Þór Hilmarsson
Pistill

Hilmar Þór Hilmarsson

Kína vakn­að og Banda­rík­in safna liði

„Hags­mun­ir Kína og Rúss­lands munu ekki endi­lega fara sam­an í fram­tíð­inni,“ skrif­ar Hilm­ar Þór Hilm­ars­son.
Hnattvæðing og alþjóðaremba
Blogg

Stefán Snævarr

Hnatt­væð­ing og al­þjóðaremba

Ég hitti hann Jim frá Ástr­al­íu í Frakklandi ár­ið 2003. Greind­ur karl og geðs­leg­ur, ákveð­inn í skoð­un­um. Hann taldi inn­rás­ina í Ír­ak hið besta mál, Saddam hefði ör­ugg­lega átt gjör­eyð­ing­ar­vopn. Banda­rískt efna­hags­líf væri mjög traust og þar vestra væri eng­inn ras­ismi. Hnatt­væð­ing­in væri sig­ur­verk, í fram­tíð­inni myndu borg­ríki taka við af nú­tímaríkj­um í krafti þess­ar­ar væð­ing­ar. Og inn­an tutt­ugu ára...