Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir segir að þó fordómar gagnvart transfólki séu almennt duldari á Íslandi en víða í heiminum séu þeir fyrir allra augum á netinu. Systurnar sem taka þátt í Júróvisjón fyrir Íslands hönd hafi verið kallaðar kynvillingar á netinu fyrir að vekja athygli á transfólki og transbörnum. Ástandið hér sé þó betra en í Bretlandi þar sem stöðug ofbeldismenning sé ríkjandi í fjölmiðlum.
„Þegar ég kem til Íslands finnst mér ég geta andað betur en á sama tíma veit ég að það er ótrúlega mikið sem við eigum eftir að gera hér,“ segir Ugla Stefanía í samtali við Eddu Falak í þættinum Eigin Konur. Hún segir að á Íslandi sé auðveldara að knýja fram jákvæðar breytingar. „Fólk er meðtækilegra fyrir því sem þarf að berjast fyrir og það er auðveldara að eiga samræður á Íslandi,“ segir Ugla en bætir við að þó að staðan sé betri á Íslandi séu enn miklir fordómar hér í garð transfólks. „Þeir eru kannski aðeins duldari á Íslandi heldur en á mörgum stöðum nema náttúrulega í kommentakerfinu,“ segir Ugla og nefnir dæmi: „Bara áðan var einhver að kommenta að það sé verið að upphefja kynvillinga af því að Stelpurnar sem eru að keppa í júróvísjón fyrir okkur voru í bolum sem styðja transfólk og transbörn. Það er 2022 …
Athugasemdir