Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Covid veldur heilaskemmdum

Ný rann­sókn bend­ir til þess að hluti heil­ans rýrni meira hjá þeim sem feng­ið hafa Covid en þeim sem hafa slopp­ið.

Covid veldur heilaskemmdum
Sýnataka Talið er að meira en 70% þjóðarinnar hafi fengið Covid-19. Mynd: Heiða Helgadóttir

Rannsókn sem felur í sér að tæp 800 manns fóru í heilaskönnun hefur bent til þess að jafnvel milt smit af Covid-19 leiðir til rýrnunar á heilanum.

Rýrnunin mælist aðallega á svæði heilans sem tengist lyktarskyni, en önnur virkni virðist líka hafa orðið fyrir áhrifum. Meginniðurstöður rannsóknarinnar er þríþætt: Aukin rýrnun í þykkt gráa efnisins í heilanum, meiri vefjaskemmdir í þeim hluta heilans sem fer með lyktarskyn og meiri almenn rýrnun heilans eftir Covid-smit.

Rannsóknin var birt í tímaritinu Nature og er talin sú stærsta sinnar tegundar og sú fyrsta þar sem fólk var látið undirgangast heilaskanna fyrir og eftir smit. Meginniðurstaðan var að þau 401 sem fengið höfðu Covid reyndust vera með meiri rýrnun í gráa efninu í heilanum en þau 384 sem ekki höfðu fengið Covid. Þátttakendur í rannsókninni fóru í heilaskanna bæði áður en þau fengu Covid og að meðaltali fjórum og hálfum mánuði eftir smit. Það kemur sérfræðingum á óvart hversu mikil rýrnun á heilanum varð við Covid-smit, en flestir þátttakendur í rannsókninni fengu aðeins mild einkenni.

Allt að 2% rýrnun heilavefs

Eðlilegt er að fólk missi 0,2% til 0,3% af gráa efninu á minnistengdum svæðum heilans eftir því sem það eldist. Rannsóknin leiddi í ljós að þau sem höfðu smitast af Covid urðu fyrir 0,2% til 2% viðbótarrýrnun í heilanum. 

Þátttakendur fóru einnig í próf sem kanna átti vitsmunalega skerðingu sem tengist öldrun, virkni og vinnsluhraða heilans. Prófið fól í sér að tengja slóð milli punkta með tölum og bókstöfum. Þau sem höfðu orðið fyrir mestri rýrnun á heilavef stóðu verst að vígi í prófinu.

„Þar sem frávikin í heila þátttakenda virðast að hluta tengjast missi á lyktarskyni er hugsanlegt að endurheimt þess hafi í för með sér að frávikin verði minna áberandi eftir því sem tíminn líður,“ segir Gwenaëlle Douaud, prófessor í taugafræði við Oxford-háskóla í samtali við CNN. Hún lagði til að þátttakendur færu aftur í skanna að tveimur árum liðnum til þess að kanna hversu viðvarandi heilaskaðinn er.

„Það kemur mér á óvart hversu mikið glataðist og hversu almennt það er,“ hefur New York Times eftir Serena Spudich, taugafræðingi hjá Yale School of Medicine, sem kom þó ekki að rannsókninni. „Ég hefði ekki búsist við að sjá svona mikla hlutfallsbreytingu.“

Rýrnun heilaefnis er helst greinanleg í drekafellingum (e. parahippocampal gyrus) og hægri tóttarennisberki (e. orbitofrontal cortex). Þau svæði heilans eru ekki aðeins tengd lyktarskyni, heldur einnig minni og annarri færni. Covid-smitaðir stóðu sig þó ekki verr á minnisprófi en aðrir. Einn hluti heilans hefur hins vegar aldrei eina virkni, heldur fjölþætta, og er orsakasamhengið of flókið til þess að greina endanlega hver áhrifin eru af rýrnun á einum stað.

Óljós atriði

Meðal annmarka rannsóknarinnar eru að rannsakendur höfðu ekki upplýsingar um einkenni þátttakenda og hvort þau smituðu hefðu orðið fyrir langvarandi covid-veikindum (e. long covid) eða svokallaðri heilaþoku. Þá er ekki vitað hversu vel rannsóknin á við yngstu aldurshópana, þar sem þátttakendur voru á aldrinum 51 til 81 árs, en áhrifin á vitræna getu greindust meiri eftir aldri. Loks er óljóst hversu viðvarandi áhrifin á heilann eru.

Til að varpa ljósi á áhrifin væri hægt að gera frekari rannsóknir, eins og að greina hvort hefðbundin flensa og aðrar kórónaveirur hafi sambærileg áhrif á heilann. Að auki á eftir að gera rannsóknir á hegðun sem tengja mætti breytingum á heilanum. 

„Það er eitthvað sem gerðist í heilanum á þessu fólki,“ segir Spudich, taugasérfræðingur við Yale, við New York Times.

Alls hafa 40% Íslendinga nú smitast af Covid svo sannað þyki með sýnatöku. Talið er þó að mun fleiri hafi fengið Covid, eða um 70% landsmanna. 68 manns eru á sjúkrahúsi með Covid-19, ekki öll þó vegna Covid, og 6 eru smituð á gjörgæslu.

Rannsóknina má lesa hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Mér hefur tekist að forðast smit, hingað til, og mun halda því áfram eins lengi og mér framast er unnt. Það kann einhver að spyrja manneskju eins og mig, eitthvað á þessa leið:
    - "Af hverju ertu að passa þig, þú getur ekki komist hjá því að smitast og veikjast af COVID-19?"

    Mitt svar er svona:
    - Já, það er rétt, mér tekst ekki að forðast sjúkdóminn endalaust, en því lengur sem mér tekst að forðast hann, því meiri líkur eru á fleiri meðferðar- og lyfjaúrræðum ásamt sífellt fleiri rannsóknarniðurstöðum er segja til um afleiðingar og áhættuþætti. Svo kemur að því að tíðni smita lækkar og þá minnka líkurnar á að smitast að sama skapi.

    Farið varlega og takið ábyrgð á eigin heilsu! Hjálpumst að við að verja þá sem eru í sérstakri áhættu; fólk með undirliggjandi sjúkdóma og aðra sem eru viðkvæmir fyrir því að veikjast illa.
    2
  • BS
    Bylgja Sigurjónsdóttir skrifaði
    Úff ! Ferlega er ég orðin þreytt á endalausum “fréttum” af covid !

    Allt svo óljóst með afleiðingar.Samkvæmt rannsóknum.
    Meira dramað alltaf .


    Rólegir kúrekar.!
    -4
  • Mummi Týr skrifaði
    Hvernig kemur þá næsta ríkistjórn til með vera skipuð eftir hjarðofnæmi og nú er komin skýring á af hverju slógan Framsóknar virkaði svona vel í haust....
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu