Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Hæstréttur Bandaríkjanna með fleiri réttindi í skotsigtinu

Ólafur Sverrir Traustason man enn eftir tónleikum sem áttu sér stað á Hverfisgötunni og höfðu margföldunaráhrif út í menninguna og mótuðu svo margt sem á eftir kom.
Ef eitthvað mótaði mig þá held ég að það hafi verið þegar ég fór á tónleika á Kaffistofunni á Hverfisgötu. Kaffistofan var áður rými sem útigangsmenn gátu sótt og fengið þar kaffi, en var síðan tekið yfir af fólki sem ég held að hafi verið nemendur í LHÍ. Þeir voru að sýna þar og stundum voru haldnir tónleikar. Þetta var vor með hækkandi sól, í kringum 2010, og miðbærinn enn svolítið hrár. Enn voru mörg rými sem þú gast gripið og grasrótarhreyfing á bakvið margt, sem dró fólk saman. Á Hverfisgötunni var svo mikil miðbæjarorka. Þetta var mjög lítið og hrátt rými og eiginlega ekkert í því, sem sýndi manni hvað það þarf lítið til þess að það geti verið einhver sena í gangi. Ég man alltaf eftir þessu kvöldi því það var svo mikil orka þarna. Fólkið sem hékk þarna átti eftir að stofna alls konar hljómsveitir og það …
Athugasemdir