Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

678. spurningaþraut: Fugl sem heitir eftir (daufum) eldi?

678. spurningaþraut: Fugl sem heitir eftir (daufum) eldi?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn sem fær sér hér tesopa?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað nefndist bingóstaðurinn sem var lagður niður fyrir fáeinum dögum?

2.  Eyrarfjall og Ernir heita fjöll tvö sem umlykja fjörð nokkurn en í firðinum er að finna allfjölmennan þéttbýlisstað sem heitir ...?

3.  Hvaða Íslendingur skrifaði bókina Gerska ævintýrið á fjórða áratugnum þar sem hann lofsöng stjórn kommúnista og Stalíns í Sovétríkjunum?

4.  Hér verða nú talin upp fimm fótboltalið, og síðan spurt: Hvaða Íslendingur hefur leikið með þessum liðum öllum? Liðin eru Bolton — Chelsea — Fulham — Stoke — Tottenham.

5.  Chris nokkur Harrison var frá 2002-2021 kynnir í gríðarlega vinsælum bandarískum raunveruleikaþáttum í sjónvarpi. Sumum finnst nú raunveruleikinn í þessum raunveruleikaþáttum ekki ýkja raunverulegur en furðu margir horfa samt á þættina með stjörnur í augum. Hvaða þættir eru þetta?

6.  Hvar verða næstu sumarólympíuleikar haldnir eftir tvö ár?

7.  Fuglategund ein skiptist í nokkrar ættkvíslir sem búa um mestallan heim en þó aðeins þar sem hlýtt er. Nafn tegundarinnar mun merkja „loga-legur“ og vísar til litar fuglanna sem þótti líkur eldlogum. En kannski frekar daufum logum samt. Hvaða fuglar eru þetta?

8.  Hvað heitir forseti Úkraínu?

9.  Hversu margir eru hinir svokölluðu stóru píramídar í Giza í Egiftalandi?

10.  Árið 1708 gerði norrænn konungur innrás á rússneskt land og stefndi til Moskvu. Hann beið þó ósigur fyrir hersveitum Rússa og varð að hrökklast burt. Hvað hét kóngur?

***

Seinni aukaspurning:

Útlínur hvers má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Vinabær.

2.  Ísafjörður.

3.  Halldór Laxness.

4.  Eiður Smári.

5.  Bachelor.

6.  Í París.

7.  Flamengó.

8.  Selenskí.

9.  Þrír.

10.  Karl tólfti.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Alfred Hitchcock.

Á neðri myndinni eru útlínur Krímskaga í Svartahafi.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár