Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Jóladaður, áramót og Gullöld sveiflunnar

Atli Arnarson & Halldór Eldjárn

Hvar? Mengi

Hvenær? 29. desember kl. 21

Aðgangseyrir? 2.000 kr. 

Atli Arnarson og Halldór Eldjárn bjóða til tónleika í Mengi. Atli vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu, Stígandi, sem kemur út árið 2022 en þema plötunnar er sjóslys sem varð árið 1967 þegar síldarbáturinn Stígandi sökk. Halldór hefur undanfarið samið tónlist undir eigin nafni en fyrsta platan hans Poco Apollo fjallar um tunglferðir og er samin með hjálp gervigreindar. 

Dömur og herra – Jóladaður

Hvar? Tjarnarbíó

Hvenær? 30. desember kl. 21

Aðgangseyrir? 3.900 kr.

Á jóladaginn sjötta færir jólasveinninn þér … Jólalegt burlesk á Tjarnarbakka! Jólaenglarnir í burlesk-hópnum Dömur og herra verða í, og úr, hátíðabúningi í Tjarnarbíói fimmtudaginn 30. desember kl. 21 og jóla yfir bæði sig og þig. Grín! Glens! Óvæntar uppákomur! Þrif! Bakstur! Endurvinnsla! Jólatré! Sprengjur! Stjörnuljós! Megrun! Jóladón! Allt þetta og meira til! Ekki neita þér um hina einu sönnu jólarest!

Áramótatónleikar Elju

Hvar? Harpa

Hvenær? 2. janúar kl. 20

Aðgangseyrir? 3.900 kr. 

Elja, kammersveit ungra hljóðfæraleikara, ætlar að byrja árið 2022 með hvelli! Áramótatónleikar Elju verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu sunnudagskvöldið 2. janúar. Glæsileg dagskrá verður á tónleikunum og þar á meðal er harmonikkukonsert Finns Karlssonar sem í flutningi Elju hlaut verðlaunin „verk ársins“ í flokki sígildrar- og samtímatónlistar á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2020.

Morgunkorn um myndlist: Hrafnkell Sigurðsson

Hvar? Listasafn Reykjavíkur

Hvenær? 5. janúar kl. 9 

Aðgangseyrir? Ókeypis en skráningar krafist

Gestur Morgunkorns janúarmánaðar er Hrafnkell Sigurðsson. Verk Hrafnkels, Upplausn, verður sýnt á yfir 350 skjám Billboard um alla Reykjavíkurborg yfir tímabilið 1.–5. janúar 2022 en hann var valinn úr hópi 50 umsækjenda sem myndlistarmaður Auglýsingahlés Billboard. Morgunkorn um myndlist fer fram fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í formi morgunfunda.

Stórsveit Reykjavíkur - Gullöld sveiflunnar

Hvar? Harpa

Hvenær? 9. janúar kl. 20.

Aðgangseyrir? 4.990–9.990 kr

Stórsveit Reykjavíkur heldur sína árvissu nýárstónleika, „Gullöld sveifunnar“, í Eldborg 9. janúar kl. 20. Tónleikarnir eru helgaðir tímabilinu 1930–50 þegar stórsveitir réðu ríkjum á jörðinni og stjórnendur, söngvarar og einleikarar voru poppstjörnur síns tíma. Ný og spennandi efnisskrá á hverju ári úr nótnabókum stórsveita Glenn Miller, Benny Goodman, Duke Ellington, Count Basie, Woody Herman, Tommy Dorsey og fleiri.

BÍÓTEKIÐ: ATÓMSTÖÐIN

Hvar? Bíó Paradís

Hvenær? 9. janúar kl. 17

Aðgangseyrir? 1.000 kr.

Sýndar verða valdar íslenskar og norrænar kvikmyndir í Bíó Paradís einn sunnudag í hverjum mánuði, frá 9. janúar, til 3. apríl. Atómstöðin er byggð á samnefndri skáldsögu Halldórs Kiljan Laxness. Eftir sýningu verður boðið upp á veitingar og aðstandandi kvikmyndarinnar og kvikmyndafræðingur svara spurningum úr sal.

Nýdönsk í Bæjarbíó Hafnarfirði

Hvar? Bæjarbíó Hafnarfirði

Hvenær? 14. janúar kl. 20

Aðgangseyrir? 8.990 kr.

Hljómsveitin Nýdönsk heldur sína árlegu tónleika í Bæjarbíói í janúarbyrjun en þetta er orðin hefð eftir vel heppnaða tónleika síðustu árin. Nýdönsk er í fantaformi enda nýkomin úr kosningaham þar sem framsækin kosningabarátta hljómsveitarinnar vakti athygli langt út fyrir landsteinana. Hljómsveitin mun flytja sín þekktustu og skemmtilegustu lög á tónleikunum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
1
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
3
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár