Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

595. spurningaþraut: Fyrir 783 árum var her á ferð, en hvaða her?

595. spurningaþraut: Fyrir 783 árum var her á ferð, en hvaða her?

Fyrri aukaspurning:

Unga konan á myndinni hér að ofan er ein vinsælasta dægursöngkona heims um þessar mundir, og þykir einnig liðtæk fyrirsæta. Hvað heitir hún?

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var fyrsta konan sem varð forsætisráðherra á Norðurlöndunum?

2.  Í hvaða landi er borgin Karachi?

3.  Eitt stærsta sprengigos (gjósku- eða vikurgos) sem orðið hefur á jörðinni á sögulegum tíma varð árið 1362 í eldfjallinu ... já, hvað heitir eldfjallið?

4.  Hver lagði undir sig Moskvu árið 1812?

5.  En hvaða her var hins vegar á ferðinni tæpum 600 árum fyrr, eða árið 1238, og lagði þá undir sig Moskvu?

6.  Hvaða frumefni er númer eitt í lotukerfinu svonefnda og er raunar algengasta frumefni alheimsins?

7.  Hvaða ríki framleiddi bílategundina Trabant?

8.  Um og upp úr 2005 var starfandi á Íslandi mikil gleðihljómsveit sem kallaði sig Trabant. Hver var aðalsöngvari þeirrar ágætu hljómsveitar?

9.  Landnámssetrið svonefnda er rekið í bæ einum með miklum myndarbrag og eru þar settar upp leiksýningar og margt annað til gagns og gamans. Í hvaða bæ er Landnámssetrið rekið?

10.  Þetta Landnámssetur er rekið af hjónum sem áður höfðu fengist við hitt og þetta í lífinu. Nefnið að minnsta kosti annað hjónanna fullu nafni.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karl sá er sjá má á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gro Harlem Brundtland.

2.  Pakistan.

3.  Öræfajökull.

4.  Napoleon.

5.  Her Mongóla.

6.  Vetni, hydrogen.

7.  Austur-Þýskaland.

8.  Ragnar Kjartansson. Sjá hér snilldarverk Ragnars og félaga:

9.  Borgarnesi.

10.  Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir,

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri mynd er hin breska Dua Lipa.

Dua Lipa syngur og leikur

Sjá eitt af vinsælustu lögum hennar hér.

Á neðri myndinni er Jósef Stalín.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
3
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár