Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Í mótþróa gegn sjálfum sér

Ljóða­bók­in Álf­heim­ar eft­ir Brynj­ar Jó­hann­es­son fjall­ar um tíma­bil­ið þeg­ar þú ert orð­inn full­orð­inn en finnst það kannski ekki al­veg sjálf­ur.

Bók

Álf­heim­ar

Höfundur Brynjar Jóhannesson
Benedikt bókaútgáfa
64 blaðsíður
Gefðu umsögn

„Álfheimar er ljóðabók sem ég var að gefa út sem fjallar um ákveðið tímabil í mínu lífi en kannski í víðara samhengi, lífi margra,“ segir rithöfundurinn Brynjar Jóhannesson. „Þetta er tímabilið sem fólk hefur verið að upplifa sem ákveðið nýtt millibilsástand þar sem fólk er orðið fullorðið en finnst það einhvern veginn ekki vera orðið fullorðið, það býr, eins og ég bjó, með vinum sínum. Það var tímaleysisástand þar sem maður hafði ekki neina beina stefnu en var samt rosalega mikið í núinu og mikið inni í sér og pínu að uppgötva sjálfan sig og heiminn sem fullorðin manneskja.“ 

Hann segir að Álfheimar sé líka bók sem er skrifuð um og í miklum mótþróa. „Mótþrói gegn sjálfhjálp sem hún er samt stöðugt að iðka. Þetta er mótþrói gegn sjálfum sér. Hún er um það að vera alltaf að pota í sig með ákveðna galla, og er að reyna að bæta sig en í mótþróa gegn því.“

Skáldaferð til Ísafjarðar

Elsta ljóðið er skrifað í skáldaferð um vorið 2018. „Ég var í meistaranámi í ritlist í Háskóla Íslands og það var farin skáldaferð til Ísafjarðar, þar sem við vorum í eins konar læri yfir helgi hjá Eiríki Erni Norðdahl.

Ljóðið verður þannig til að ég var frekar þunnur uppi í koju á gistiheimili og við höfðum fengið verkefnið að skrifa lygasögu. Ljóðið heitir Ég er ekki alki. Það var kannski mótþróakennd leið til að tækla þetta því þetta var mín tilraun til að skrifa ljóð sem væri uppfullt af lygum án þess að ljúga beint á neinn hátt eða þannig.

Upp frá því fór ég að vinna það ljóð sem skiptist á sjónarnafninu ég eða persónufornafninu ég og við, þar sem ég-ið er oft í mótsögn með hópnum sem það tilheyrir. Ég fór að vinna að handriti út frá þeirri pælingu. Svo þróaðist það. Það var lengi með vinnutitilinn Lufsutestamentið, sem er vísun í Ísak Harðarson sem var með Ræflatestamentið, en það þróaðist í aðeins aðrar áttir frá þeim vinnutitli. En í bókinni hafa ljóðin ekki titla, þau renna inn í hvert annað.“

Algjör þögn í tvær vikur eftir útgáfu

„Tilfinningin að gefa út bók er smá fyndið ferðalag. Það var útgáfuhóf og slatti af fólki kom og keypti bókina. Svo var maður í bara algjörri þögn í svona tvær vikur þar sem maður var í efa um að einhver hefði lesið þetta. Maður var að bíða rftir að fá eitthvað til baka, einhvers konar endurgjöf. En svo fór hún að streyma til mín, fólk var að senda mér skilaboð um hvernig það hefði fílað bókina, og fá aðeins umfjallanir. Og ég er bókaður á upplestra. Það er að koma. Þetta er farið að vera alveg raunverulegt að hún er komin út og hún er til og er þarna.“

Best að hafa nægan tíma 

„Þegar ég er að skrifa finnst mér best að hafa nógan tíma, sérstaklega tíma sem er ekki of niðurnegldur. Ég á mjög erfitt til dæmis ef ég á að mæta eitthvert klukkan þrjú, þá finnst mér erfitt að vinna frá tólf til tvö. Mér finnst mjög gott að hafa þennan tíma og pláss, sem þarf ekki að vera mikið pláss en það þarf samt að vera pláss þar sem maður er ekki truflaður. Það er ekki verið að kalla eftir athygli manns. Fyrst og fremst skiptir mestu máli að vera að vinna í einhverju, það gerist ekkert ef maður er ekki aktívt að vinna, maður fær engar hugmyndir ef maður er ekki byrjaður eða að fara af stað.

Bókin er byggð upp af tveimur þráðum sem tvinnast saman. Það er annars vegar tal um okkur, og það er ákveðinn hópur sem að ljóðmælandinn tilheyrir, og svo er það þú þar sem ljóðmælandinn er að ávarpa sjálfan sig og er ekki endilega alltaf rosalega vinveittur sér. Ég ætla að lesa ljóð sem sýna fram á hvernig það virkar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2021

Allir fuglar fljúga í ljósið eftir langa og djúpa hugleiðslu
ViðtalAllir fuglar fljúga í ljósið

All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu

Í bók­inni All­ir fugl­ar fljúga í ljós­ið riðl­ast til­vera ráfar­ans Bjart­ar og lífs­saga henn­ar brýst fram. Auð­ur Jóns­dótt­ir rit­höf­und­ur og skap­ari sög­unn­ar seg­ir að þeg­ar hún ljúki við að skrifa bók líði henni oft eins og hún sé að ranka við sér eft­ir langa og djúpa hug­leiðslu. „Þetta er eins og að hafa far­ið mjög djúpt inn í draum nema núna er draum­ur­inn kom­inn á prent og fólk er að fara að lesa hann,“ seg­ir Auð­ur.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
8
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
9
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár