Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Saga fjölskyldunnar skrifuð á veggina

Mar­grét Sig­ur­jóns­dótt­ir, Gréta, býr í verka­manna­bú­stöð­un­um á Hring­braut. Þar hef­ur hún bú­ið með hlé­um frá fæð­ingu, með hinum ýmsu með­lim­um fjöl­skyld­unn­ar. Þarna hef­ur hún upp­lif­að fæð­ingu, dauða og yf­ir ein jól­in stóð kista með ömmu henn­ar lát­inni inn­an­stokks í íbúð­inni. Besti tím­inn í hús­inu var þeg­ar son­ur henn­ar bjó þar líka en hann lést fyrr á ár­inu. Sjálf ætl­ar hún ekki að flytja fyrr en hún fær­ir lög­heim­il­ið yf­ir til himna. Ævi­saga henn­ar er sam­tvinn­uð sögu íbúð­ar­inn­ar.

Saga fjölskyldunnar skrifuð á veggina
Búið á Hringbraut frá því að hún fæddist Gréta hefur búið á Hringbraut með hléum frá því að hún fæddist. Amma hennar og afi fengu íbúðinni úthlutað 1937 og Gréta fæðist 1939 og býr þar með móður sinni, móðursystkinum, ömmu og afa. Mynd: Heiða Helgadóttir

Í íbúð einni á Hringbraut, í verkamannabústöðunum nánar tiltekið, býr áttatíu og tveggja ára gömul kona sem kölluð er Gréta. Íbúðin sem Gréta býr í er ekkert svo ólík öðrum íbúðum í Verkó, eins og bústaðirnir eru gjarnan kallaðir, en flestar ef ekki allar íbúðirnar í Verkó eru alveg eins. Þær eru flestar jafn stórar, eða á bilinu 45 til 75 fermetrar.  

Í þessari íbúð, á fyrstu hæð til hægri, býr Gréta og hefur búið með hléum frá því að hún fæddist með og án hinna ýmsu fjölskyldumeðlima. Saga fjölskyldu hennar er eins og skrifuð á veggi íbúðarinnar og situr eftir bæði í húsgögnum, innréttingum og í Grétu sjálfri. Í þessari sérstöku íbúð á fyrstu hæð til hægri hefur Gréta upplifað fæðingu, dauða og allt lífið þar á milli. Ævisaga Grétu er samtvinnuð sögu íbúðarinnar, en lengjan við Hringbraut austan við Hofsvallagötu var byggð árið 1936. 

Reistir bústaðir handa verkafólki …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu