Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Þau náðu kjöri

Listi yf­ir þá fram­bjóð­end­ur sem hlutu kjör til Al­þing­is. Tals­verð­ar breyt­ing­ar urðu upp úr klukk­an 18 þeg­ar end­urtaln­ingu lauk í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem hafði áhrif á út­hlut­un jöfn­un­ar­sæta inn­an hvers flokks.

Þau náðu kjöri
Stærstur Bjarni Benediktsson fer sem áður fyrir stærsta stjórnmálaflokki landsins. Mynd: Heiða Helgadóttir

Niðurstöður kosninganna liggja fyrir og um leið hvaða frambjóðendur náðu kjöri. Hér að neðan fylgir listi yfir þingflokkana.

Listinn var uppfærður eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi sem hafði veruleg áhrif á úthlutun jöfnunarsæta. Engin breyting varð hins vegar á þingstyrk flokkanna. Við endurtalninguna fækkaði konum og eru ekki lengur í meirihluta. Þá datt Lenya Rún Taha Karim einnig út en hún hefði verið yngsti þingmaður lýðveldissögunnar. 

Flokkur fólksins

Undir forystu Ingu Sæland náði flokkurinn mun betri kosningu en kannanir höfðu gefið vísbendingu um. Þingflokkurinn fer úr tveimur í sex.

 • Ásthildur Lóa Þórsdóttir
 • Eyjólfur Ármannsson
 • Guðmundur Ingi Kristinsson
 • Inga Sæland
 • Jakob Frímann Magnússon
 • Tómas A. Tómasson

Framsóknarflokkurinn

Ótvíræður sigurvegari kosninganna og sá flokkur sem bætir langmestu við sig. Flokkurinn stækkar um fimm. 

 • Ágúst Bjarni Garðarsson
 • Ásmundur Einar Daðason
 • Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir
 • Halla Signý Kristjánsdóttir
 • Ingibjörg Ólöf Isaksen
 • Jóhann Friðrik Friðriksson
 • Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
 • Líneik Anna Sævarsdóttir
 • Sigurður Ingi Jóhannsson
 • Stefán Vagn Stefánsson
 • Willum Þór Þórsson
 • Þórarinn Ingi Pétursson

Miðflokkurinn

Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fer úr því að vera stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í að vera fámennasti flokkurinn á þingi með þrjá menn. Áður en endurtalning fór fram í Norðvesturkjördæmi var Karl Gauti Hjaltason inni en Bergþór Ólason kom í hans stað að henni lokinni. 

 • Bergþór Ólason
 • Birgir Þórarinsson
 • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Píratar

Þingflokkur Pírata stendur í stað en flokkurinn fékk sex þingmenn kjörna, líkt og í síðustu kosningum. Fyrir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi var Lenya Rún Taha Karim inni og var þá sögð yngsti þingmaður lýðveldissögunnar. Hún datt út í uppfærðum tölum og vék fyrir gísla Rafnari Ólafssyni.

 • Andrés Ingi Jónsson
 • Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir
 • Björn Leví Gunnarsson
 • Gísli Rafn Ólafsson
 • Halldóra Mogensen
 • Þórhildur Sunna Ævarsdóttir

Samfylking

Jafnaðarmannaflokkur Íslands tapar einu þingsæti í kosningunum og fær sex á nýju þingi. Flokkurinn hafði skorað talsvert hærra í skoðanakönnunum og má telja líklegt að þar á bæ séu margir svekktir. Áður en atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin að nýju var Rósa Björk Brynjólfsdóttir inni. Jóhann Páll Jóhannsson kom í hennar stað eftir endurtalninguna. 

 • Helga Vala Helgadóttir
 • Jóhann Páll Jóhannsson
 • Kristrún Mjöll Frostadóttir
 • Logi Már Einarsson
 • Oddný Guðbjörg Harðardóttir
 • Þórunn Sveinbjarnardóttir

Sjálfstæðisflokkur

Sjálfstæðisflokkurinn heldur stöðu sinni sem stærsti flokkurinn í íslenskum stjórnmálum. Hann tapar þó fylgi frá síðustu kosningum en heldur þingmannafjöldanu með 16. 

 • Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
 • Ásmundur Friðriksson
 • Berglind Ósk Guðmundsdóttir
 • Birgir Ármannsson
 • Bjarni Benediktsson
 • Bryndís Haraldsdóttir
 • Diljá Mist Einarsdóttir
 • Guðlaugur Þór Þórðarson
 • Guðrún Hafsteinsdóttir
 • Haraldur Benediktsson
 • Hildur Sverrisdóttir
 • Jón Gunnarsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Óli Björn Kárason
 • Vilhjálmur Árnason
 • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Viðreisn

Niðurstöður kosninganna færa Viðreisn einn auka mann á þing en flokkurinn fær fimm þingmenn. 

 • Guðmundur Gunnarsson
 • Hanna Katrín Friðriksson
 • Sigmar Guðmundsson
 • Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir
 • Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Vinstri græn

Flokkur forsætisráðherra tapaði miklu fylgi og þremur mönnum í kosningunum. Fer úr ellefu í átta. Hólmfríður Árnadóttir féll út eftir að endurtalningu lauk í Norðvesturkjördæmi og Orri Páll Jóhannsson kom inn í hennar stað. 

 • Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
 • Bjarni Jónsson
 • Guðmundur Ingi Guðbrandsson
 • Jódís Skúladóttir
 • Katrín Jakobsdóttir
 • Orri Páll Jóhannsson
 • Steinunn Þóra Árnadóttir
 • Svandís Svavarsdóttir

Uppfært klukkan 18.32

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Ekkert er eilíft
Fólkið í borginni

Ekk­ert er ei­líft

Hrönn Krist­ins­dóttirkvik­mynda­fram­leið­andi missti föð­ur sinn sem ung kona.
Gamlar tuggur í matreiðslubókum og nýmetið í Slippnum
Menning

Gaml­ar tugg­ur í mat­reiðslu­bók­um og ný­met­ið í Slippn­um

Stofn­andi veit­inga­stað­ar­ins Slipps­ins í Vest­manna­eyj­um, Gísli Matth­ías Auð­uns­son, er bú­inn að gefa út mat­reiðslu­bók hjá al­þjóð­lega bóka­for­laginu Phaidon. Í bók­inni eru upp­skrift­ir með rétt­um frá Slippn­um þar sem Gísli leik­ur sér með ís­lenskt hrá­efni á ný­stár­leg­an hátt.
Bestu ár lífs míns
Bragi Páll Sigurðarson
Pistill

Bragi Páll Sigurðarson

Bestu ár lífs míns

Hvenær er­um við ham­ingju­söm og hvenær ekki? Er hægt að leita ham­ingj­unn­ar eða kem­ur hún til okk­ar? Hversu mik­ið vald höf­um við yf­ir eig­in ör­lög­um? Eig­um við yf­ir höf­uð eitt­hvert til­kall til lífs­gleði?
Þarf neyðarstjórn yfir Landspítala?
Helga Vala Helgadóttir
Aðsent

Helga Vala Helgadóttir

Þarf neyð­ar­stjórn yf­ir Land­spít­ala?

Ligg­ur vandi heil­brigðis­kerf­is­ins í óstjórn í rekstri Land­spít­ala eða kann að vera að óstjórn­in sé hjá rík­is­stjórn Ís­lands? Að þessu spyr Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.
580. spurningaþraut: Hér er spurt um firði. Hvað þekkirðu marga?
Þrautir10 af öllu tagi

580. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um firði. Hvað þekk­irðu marga?

All­ar spurn­ing­arn­ar snú­ast um að þekkja firði, flóa, vík­ur eða voga. Auka­spurn­ing­arn­ar eru um slík fyr­ir­brigði í út­lönd­um en að­al­spurn­ing­ar eru all­ar af Ís­landi. Fyrri auka­spurn­ing: Hvað má sjá á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar — og þá til Ís­lands: 1.  Hvað er þetta? 2.  Hvað er þetta? 3.  Hvað er þetta? * 4.  Hvað er þetta?...
Leiklistarhátíð, handverksmarkaður og sælgæti
Stundarskráin

Leik­list­ar­há­tíð, hand­verks­mark­að­ur og sæl­gæti

Stund­ar­skrá dag­ana 26. nóv­em­ber til 9. des­em­ber.
Alþingisbrestur
Blogg

Listflakkarinn

Al­þing­is­brest­ur

Í dag er víst svart­ur föss­ari. En í gær var niða­myrk­ur fimmtu­dag­ur í sögu lýð­ræð­is á Ís­landi. Það var fram­ið lög­brot. At­kvæði voru geymd óinn­sigl­uð og án eft­ir­lits, og af ein­hverj­um ástæð­um sem ég fæ ekki skil­ið eyddi yf­ir­mað­ur kjör­stjórn­ar dá­góð­um tíma með þeim ein­sam­all áð­ur en hann svo ákvað að end­urtelja, án laga­heim­ild­ar og eft­ir­lits. Það var kol­ó­lög­legt og...
Bjarni taldi eðlilegt að vafi um framkvæmd kosninga ylli ógildingu 2011
Fréttir

Bjarni taldi eðli­legt að vafi um fram­kvæmd kosn­inga ylli ógild­ingu 2011

Bjarni Bene­dikts­son var harð­orð­ur í um­ræð­um um ógild­ingu kosn­inga til stjórn­laga­þings ár­ið 2011. Með­al ann­ars sagði hann það að „ef menn fá ekki að fylgj­ast með taln­ingu at­kvæða“ ætti það að leiða til ógild­ing­ar. Bjarni greiddi hins veg­ar í gær at­kvæði með því að úr­slit kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um ættu að standa, þrátt fyr­ir fjöl­marga ann­marka á fram­kvæmd­inni.
Sagan af Litlu ljót
Viðtal

Sag­an af Litlu ljót

Berg­þóra Ein­ars­dótt­ir var köll­uð Litla ljót af Megasi. Henni brá því í brún þeg­ar hún frétti af því að til væri texti eft­ir hann sem ber sama nafn og sá að hann inni­hélt mikla sam­svör­un við at­vik sem hún hafði til­kynnt til lög­reglu ári áð­ur. Fyr­ir sér sé al­veg skýrt að Megas hafi brot­ið á henni í slag­togi við ann­an mann og þeir hafi síð­an fjall­að um at­burð­inn í þessu lagi.
Börn þolendur í 61 prósent allra skráðra kynferðisbrota
Fréttir

Börn þo­lend­ur í 61 pró­sent allra skráðra kyn­ferð­is­brota

Lög­reglu á Ís­landi hafa aldrei borist fleiri til­kynn­ing­ar um barn­aníð en fyrstu 10 mán­uði þessa árs þeg­ar til­kynnt var um 36 mál sem flokk­ast und­ir barn­aníð. Þá fjölg­aði einnig til­kynn­ing­um til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot gegn börn­um. Rann­sókn­ir hafa sýnt að til­kynn­ing­ar til lög­reglu um kyn­ferð­is­brot end­ur­spegli ekki raun­veru­leg­an fjölda brota, þau séu mun fleiri.
Hvað varð um Vinstri græn?
Jón Trausti Reynisson
LeiðariRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Jón Trausti Reynisson

Hvað varð um Vinstri græn?

Hvernig VG sigr­aði stjórn­mál­in en varð síð­an síð­mið­aldra.
Inga Sæland vill ekki bregðast við ásökunum á hendur frambjóðanda Flokks fólksins
FréttirAlþingiskosningar 2021

Inga Sæ­land vill ekki bregð­ast við ásök­un­um á hend­ur fram­bjóð­anda Flokks fólks­ins

Inga Sæ­land, formað­ur Flokks fólks­ins, seg­ist ekki vilja bregð­ast við tölvu­pósti þar sem fram­bjóð­andi flokks­ins er sak­að­ur um að hafa brot­ið ít­rek­að á kon­um í gegn­um tíð­ina. Hún seg­ist ekki vita um hvað mál­ið snýst og ætli því ekki að að­haf­ast. Hún seg­ist þó hafa feng­ið ábend­ingu um sama mál nokkr­um dög­um fyr­ir kosn­ing­ar. Mis­mun­andi er eft­ir flokk­um hvaða leið­ir eru í boði til þess að koma á fram­færi ábend­ingu eða kvört­un um með­limi flokks­ins. Flokk­ur fólks­ins er til að mynda ekki með slík­ar boð­leið­ir.