Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Mogginn, Fréttablaðið og Sýn fá 62 prósent ríkisstyrksins

Þrjú út­gáfu­fé­lög fá há­marks­styrk frá rík­inu upp á 81 millj­ón hver. Sam­tals taka þrír stærstu fjöl­miðl­arn­ir til sín rúm­lega 62 pró­sent af rík­is­styrkj­um til einka­rek­inna fjöl­miðla.

Mogginn, Fréttablaðið og Sýn fá 62 prósent ríkisstyrksins
Mogginn Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins og mbl.is, er eitt þriggja útgáfufélaga sem fær hámarksúthlutun frá ríkinu. Félagið hefur verið rekið með tapi undanfarin ár.

Árvakur, Sýn og Torg fá hámarksúthlutun samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndar mennta- og menningarmálaráðuneytisins um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hver útgáfa fyrir sig fær rúma 81 milljón króna. Samtals fá þrír stærstu fjölmiðlarnir 244 milljónir króna, sem eru tæplega 63 prósent af þeim 392 milljónum sem úthlutað var í heildina.  

Meðal annarra útgáfufélaga og fjölmiðla sem fengu styrk voru Myllusetur, útgefandi Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem fékk 26 milljónir og Útgáfufélagið Stundin fær 25 milljónir. Aðrir miðar sem fá yfir 10 milljónir eru N4, sem fær 19 milljónir, Kjarninn, sem fær 14 milljónir og Bændasamtök Íslands, sem gefa út Bændablaðið, sem fá 12 milljónir.

Í tilkynningu frá Fjölmiðlanefnd segir að tveimur umsóknum hafi verið hafnað og að tveimur til viðbótar hafi verið vísað frá. Þeim umsóknum sem vísað var frá var skilað eftir að umsóknarfresturinn rann út.

Fær galinn stuðning

Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Sýn, sem heldur úti Stöð 2, Vísi, Bylgjunni og nokkrum öðrum útvarpsstöðvum, sagði í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í síðustu viku að sér þætti galið að fyrirtæki á borð við Sýn og Árvakur, sem reki stóra fjölmiðla, njóti sérstaks ríkisstuðnings. Slíkur stuðningur ætti að vera bundinn við minni miðla, miðla á landsbyggðinni eða þá sem leggja stund á rannsóknarblaðamennsku eingöngu.

„Það er náttúrulega bara galið að við séum að þiggja peninga af ríkinu og séum styrkt af ríkinu. Við erum gríðarlega öflugur fjölmiðill, með fjölda áskrifenda. Við erum með ótal tækifæri,“ sagði hann fyrir fjórum dögum síðan. Sýn er sem fyrr segir að fá 81 milljón frá ríkinu nú. 

Undir þetta sjónarmið tók Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri og einn eigenda Kjarnans. „Bætum umhverfi allra fjölmiðla með margháttuðum aðgerðum sem gagnast stórum og smáum. Styrkir eru fyrir litla og vaxandi miðla. Þjóðin fær í staðinn öfluga og fjölbreytta fjölmiðlaflóru. Allir vinna,“ skrifaði hann um málið á Twitter.

Kjarninn miðlar fá 14 milljónir samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndarinnar. 

Árlegur taprekstur

Einkareknir fjölmiðlar fengu styrk í fyrsta sinn á síðasta ári, þá undir yfirskini að um væri að ræða aðgerð til að bregðast við tekjutapi sökum COVID-19 faraldursins.

Árvakur fékk þá 99,9 milljónir króna. Engu að síður tapaði miðillinn 75 milljónum króna. Útgáfufélagið hefur í raun tapað á hverju einasta ári frá því að útgáfan var keypt af nýjum eigendum eftir hrun, árið 2009. Tapið hefur samtals numið 2,5 milljörðum, samkvæmt greiningu Kjarnans.  '

Sýn hefur líka verið rekið með tapi. Samkvæmt upplýsingum um rekstur þess nam tapið á síðasta ári 405 milljónum króna og hefur fyrirtækið verið rekið með tapi það sem af er árinu í ár. 

Ekki liggja fyrir upplýsingar um rekstur Torgs, útgefanda Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, á síðasta ári þar sem félagið hefur ekki skilað ársreikningi, samkvæmt upplýsingum á vef Skattsins. Árið 2019 skilaði útgáfufélagið aftur á móti tapi upp á 212 milljónir króna. 

Kakan alltaf jafn stór en sneiðarnar ekki

Reglurnar gera ráð fyrir að fjölmiðlar geti fengið allt að 25 prósent af rekstrarkostnaði endurgreiddann en styrkupphæðin ræðst þó af fjölda umsókna og umfang þeirra, enda er fyrirframákveðin upphæð til skiptanna. Með öðrum orðum lækkar styrkurinn sem hver og einn getur fengið eftir því sem fleiri sækja um. 

Að þessu sinni voru það Árni Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður, Stefán Svavarsson endurskoðandi og Valgerður Anna Jóhannsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, sem skipuðu úthlutunarnefndina. 

Útgáfufélag Styrkur
Árvakur hf. (Morgunblaðið, mbl.is og K100) 81.450.544
Sýn hf. (Stöð 2, Bylgjan, Vísir og fleiri miðlar) 81.450.544
Torg ehf. (Fréttablaðið, DV og Hringbraut) 81.450.544
Myllusetur ehf. (Viðskiptablaðið, Frjáls verslun og fleiri miðlar) 26.834.860
Útgáfufélagið Stundin ehf. 25.303.378
N4 ehf. 19.401.735
Kjarninn miðlar ehf. 14.405.244
Bændasamtök Íslands (Bændablaðið) 12.417.595
Skessuhorn ehf. 9.311.410
Víkurfréttir ehf. 6.681.581
MD Reykjavík ehf. (Iceland Review) 5.756.188
Fröken ehf. (Reykjavík Grapevine) 5.188.036
Fótbolti ehf. (Fótbolti.net) 4.900.573
Útgáfufélag Austurlands ehf. (Austurfrétt) 3.369.770
Elísa Guðrún ehf. (Lifandi vísindi) 3.294.881
Útgáfufélagið ehf. (Vikublaðið) 2.456.080
Steinprent ehf. (Bæjarblaðið Jökull) 1.925.017
Tunnan prentþjónusta ehf. (DB blaðið og Hellan) 1.788.100
Leturstofan ehf. (Tígull) 1.461.257

Fyrirvari: Útgáfufélag Stundarinnar, sem gefur út Stundina.is, fær 25 milljónir króna samkvæmt ákvörðun úthlutunarnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
2
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
3
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
4
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.
Ástandið í Grindavík dró úr gróða stóru bankanna
8
Viðskipti

Ástand­ið í Grinda­vík dró úr gróða stóru bank­anna

Dreg­ið hef­ur úr hagn­aði hjá þrem­ur stærstu við­skipta­bönk­un­um. Í árs­hluta­skýrsl­um sem bank­arn­ir þrír birtu ný­lega má sjá að arð­semi eig­in­fjár hjá bönk­un­um þrem­ur er und­ir 10 pró­sent­um. Í til­felli Ís­lands­banka og Lands­banka, sem rík­ið á hlut í, er hlut­fall­ið und­ir þeim kröf­um sem rík­ið ger­ir til þeirra. Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nes eru með­al ann­ars tald­ar hafa haft áhrif á af­komu bank­anna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
8
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár