Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

„Ég er enn á lífi“

Palestínu­mað­ur­inn Yous­ef Mousa lýs­ir ástand­inu á Gaza eft­ir að hafa upp­lif­að ell­efu daga blóð­bað af hendi Ísra­els­hers. Hann lýs­ir því hvernig hann hef­ur í gegn­um líf sitt lif­að tíu stríð af og hvaða áhrif þau hafa haft á hann og íbúa Gaza.

„Ég er enn á lífi,“ segir Yousef Mousa aðspurður um það hvernig hann hafi það. Yousef er sextíu og sex ára Palestínumaður búsettur á Gaza-ströndinni. Hann er krabbameinslæknir sem kominn er á eftirlaun. Meðfram störfum sínum sem læknir var Yousef lengi framkvæmdastjóri palestínskra hjálparsamtaka og fyrir það einn af helstu yfirmönnum Flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. 

Dr. Yousef MousaÁ Gaza-ströndinni býr Yousef Mousa sem segir að þeir ellefu dagar sem sprengjum rigndi á svæðið séu þeir erfiðustu sem hann hefur upplifað

Fyrir tæpum tveimur vikum síðan rigndi sprengjum úr herþotum Ísraela yfir heimabæ hans. „Það eru tæplega tvær vikur liðnar frá hörmungunum, stríðinu sem varð meira en tvö hundruð manns að bana, allt óbreyttir borgarar. Rúmlega sjötíu þeirra voru börn, yfir þrjátíu konur,“ segir hann og útskýrir svo hvernig í sumum tilvikum hafi heilu fjölskyldurnar verið drepnar og síðar fjarlægðar úr þjóðskrá. „Þær eru ekki til lengur. Níu fjölskyldur …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu