Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

Hér er þrautin frá í gær, ef þið skylduð bara misst af henni.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina af kennslustund í líffærafræði hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

2.  En hvað heitir það næststærsta?

3.  Og af því allt er þá er þrennt er, hvað heitir þá þriðja stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

4.  Tashkent heitir borg ein í Mið-Asíu, höfuðborg í tilteknu ríki sem hlaut sjálfstæði 1991. Hvaða ríki er það?

5.  Khaleda Zia heitir kona ein sem varð forsætisráðherra í heimalandi sínu 1991 og gegndi embætti til 1996, og svo aftur frá 2001 til 2006. Þetta var til tíðinda talið þar sem Zia býr í fjölmennu ríki þar sem múslimar eru yfirgnæfandi og konur hafa löngum átt undir högg að sækja. Hvað heitir ríki hennar?

6.  Víkjum nú að íslenskri landafræði. Upp úr hvaða dal kemur sá sem keyrir norður Holtavörðuheiði?

7.  Rhea Perlman og Shelly Long eru bandarískar leikkonur, nú rúmlega sjötugar, sem voru í byrjun níunda áratugarins frægastar fyrir að leika helstu kvenhlutverkin í frægri sjónvarpsþáttaröð sem var ein hin vinsælasta í heimi um þær mundir. Serían var lengi sýnd hér á landi. Hvaða sería var þetta?

8.  Á hvaða tungumáli skrifuðu þau Aristofanes og Saffó verk sín?

9.  Lewandowski heitir einn mesti markaskorarinn í karlafótboltanum þessi misserin. Undir hvaða fána spilar hann landsleiki?

10.  Hver barðist við vindmyllur? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brasilía.

2.  Argentína.

3.  Perú.

4.  Úsbekistan.

5.  Bangladesj.

6.  Norðurárdal.

7.  Cheers eða Staupasteinn.

8.  Grísku.

9.  Póllands.

10.  Don Kíkóti.

***

Svör við aukaspurningum:

Krufninguna málaði Rembrandt.

Karlinn á neðri myndinni er Rembrandt. Hann málaði myndina reyndar sjálfur.

***

Og lox, aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ásthildur Lóa svarar fyrir samband við unglingspilt: „Hann sótti mjög í mig“
5
Fréttir

Ásthild­ur Lóa svar­ar fyr­ir sam­band við ung­lings­pilt: „Hann sótti mjög í mig“

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir til­kynnti um af­sögn sína sem barna­mála­ráð­herra í kvöld, eft­ir að RÚV greindi frá því að hún eign­að­ist barn með 16 ára dreng þeg­ar hún var sjálf 23 ára. Í við­tali við Vísi seg­ir hún það ósann­gjarnt, tal­ar um dreng­inn sem „mann“ og lýs­ir því sem svo að hann hafi ver­ið svo að­gangs­harð­ur að hún hafi ekki ráð­ið við að­stæð­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár