Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vilja opna umræðuna um kynlífsvinnu á Íslandi

Ósk Tryggva­dótt­ir og Ingólf­ur Val­ur Þrast­ar­son segj­ast hafa mætt mikl­um stuðn­ingi eft­ir að hafa opn­að sig um kyn­lífs­mynd­bönd sem þau selja á síð­unni On­lyF­ans. Í út­tekt Stund­ar­inn­ar á kyn­lífs­vinnu á Ís­landi er rætt við fræði­menn, lög­reglu og fólk sem hef­ur unn­ið í sam­fé­lagskim­an­um sem þögn hef­ur ríkt um.

Þegar Ósk Tryggvadóttir og Ingólfur Valur Þrastarson fóru í viðtal í þættinum Eigin konur nýverið til að ræða reynslu sína af því að taka upp kynlífsmyndbönd og birta á vefsíðunni OnlyFans gegn gjaldi bjuggust þau ekki við því að hávær umræða færi af stað á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldar með þúsundir fylgjenda birtu skoðanir sínar um þau og starfsvettvanginn og allir virtust hafa afstöðu með eða á móti dreifingu nektarmynda, kynlífi gegn greiðslu eða klámi almennt.

„Þetta var mjög yfirþyrmandi,“ segir Ósk. „Við vissum alltaf að við mundum fá einhver viðbrögð, en þetta var mjög mikið.“

Ósk og Ingólfur eru bæði með OnlyFans reikninga og hafa það að aðalatvinnu. Þau eru ekki par, en búa saman og framleiða oft saman erótískt efni. Ósk bjó á Bretlandi um tíma og kynntist þar fólki sem starfar í erótískum dansi á viðburðum. „Ég er mjög ánægð að hafa farið í þann bransa, því ég hef …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Kynlífsvinna á Íslandi

Sigga Dögg segir umræðuna stutt komna: „Bökkum úr dómarasætinu“
ÚttektKynlífsvinna á Íslandi

Sigga Dögg seg­ir um­ræð­una stutt komna: „Bökk­um úr dóm­ara­sæt­inu“

Sigga Dögg kyn­fræð­ing­ur seg­ir fólk hafa ver­ið út­hróp­að fyr­ir að lýsa upp­lif­un sinni af kyn­lífs­vinnu. Mik­il­vægt sé að skilja reynslu­heim annarra og upp­lif­un­um kvenna hafi oft ver­ið hafn­að í um­ræð­unni. Meiri áhersla sé nú er­lend­is á að kon­ur fái greitt fyr­ir klám og stofni jafn­vel eig­in klám­síð­ur.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu