Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“

Frétta­fólk á Rík­is­út­varp­inu er harð­ort um úr­skurð siðanefnd­ar RÚV sem kvað á um al­var­legt brot Helga Selj­an, frétta­manns Kveik, gagn­vart Sam­herja. Fé­lag frétta­manna krefst þess að úr­skurð­ur­inn verði end­ur­skoð­að­ur vegna stað­reynda­villu.

„Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd“
Skrifstofur Ríkisútvarpið Stjórn Félags fréttamanna fullyrðir að villa sé í úrskurði siðanefndar RÚV og vill að málið verði tekið upp að nýju. Mynd: Kristinn Magnússon

Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélags fréttafólks Ríkisútvarpsins, hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu um úrskurð siðanefndar Ríkisútvarpsins í kæru útgerðarfélagsins Samherja gegn ellefu starfsmönnum í 45 liðum. „Samherji kastaði stóru neti og veiddi eina siðanefnd,“ segir í yfirlýsingu stjórnar félagsins, sem send hefur verið til fjölmiðla. 

Samherji kærði starfsmenn RÚV meðal annars fyrir að „læka“ færslur og deila efni á Facebook, í mörgum tilfellum svörum við ásökunum og umkvörtunum Samherja. Niðurstaða nefndarinnar var að Helgi Seljan, fréttamaður Kveiks, einn þriggja þeirra sem fjölluðu um mútugreiðslur Samherja til embættis- og stjórnmálamanna í Namibíu, hefði framið „alvarlegt“ brot á siðareglunum með því að segja sína persónulegu skoðun og „tala niður til“ stjórnenda Samherja með háði, meðal annars með því að kalla forstjórann „gæsk“ og segja hann „ballanseraðan“. Helga er, samkvæmt siðareglum RÚV, óheimilt að tjá sína „persónulegu afstöðu“.

Vöruðu við banni á tjáningu

Sú grein siðareglna starfsmanna Ríkisútvarpsins sem Helgi var fundinn sekur um að brjóta bannar fréttafólki í reynd að taka þátt í þjóðfélagsumræðu: „Starfsfólk, sem sinnir umfjöllun um fréttir, fréttatengt efni og dagskrárgerð tekur ekki opinberlega afstöðu í umræðu um pólítísk málefni eða umdeild mál í þjóðfélagsumræðunni, þ.á.m. á samfélagsmiðlum.“

„Siðareglur RÚV voru mjög umdeildar um leið og þær voru settar. Fjölmargir töldu að með ákvæði um samfélagsmiðla væri brotið gegn tjáningarfrelsi starfsmanna. Einnig hefur verið bent á að hægt væri að misnota siðareglurnar til að reyna að koma höggi á starfsmenn. Hvort tveggja hefur nú sannast,“ segir í yfirlýsingu Félags fréttamanna.

Samherji leggur fram kröfu

Þá varar félagið við því að Samherji hefur þegar lagt fram kröfu, byggða á niðurstöðu siðanefnd, um að Helgi Seljan fjalli ekki lengur um málefni Samherja og verði formlega áminntur. „Stjórnendur Samherja hafa þegar notað niðurstöðu siðanefndar til að krefjast þess að viðkomandi fréttamaður, Helgi Seljan, fjalli ekki um málefni fyrirtækisins og að hann verði áminntur. Stjórnendur RÚV hafa sem betur fer borið gæfu til að segja að úrskurðurinn hafi ekki áhrif á störf hans. Stjórn Félags fréttamanna tekur fram að Helgi hefur ásamt samstarfsmönnum sínum, Aðalsteini Kjartanssyni og Stefáni Drengssyni, unnið þrekvirki í að fjalla um málefni Samherja og dótturfélaga þess og ásakanir um ólöglegt athæfi í starfsemi félaganna erlendis. Allur fréttaflutningur þeirra af málinu hefur byggst á þrotlausri og vandaðri vinnu og ítarlegum rannsóknum. Stjórnendur Samherja hafa kosið að svara ekki spurningum og koma skoðun sinni ekki á framfæri eins og þeim hefur ítrekað verið boðið að gera. Þess í stað hafa þeir birt áróðursmyndbönd og veffærslur þar sem veist er að þeim sem segja fréttirnar, einkum og sér í lagi Helga, með innstæðulausum ásökunum.“

Félagið fer fram á endurskoðun úrskurðarins

Meðal ummælanna sem Samherji kærði og siðanefnd segir að hafi verið alvarlegt brot á siðarerglum er Facebook-færsla Helga Seljan sem snýr að öðru fyrirtæki en Samherja. Þetta segir stjórn Félags fréttamanna að sé „augljós og vandræðaleg staðreyndavilla“.

„Nefndin undirstrikar fyrrnefnd ummæli sem hún segir til marks um að ummælin séu meðal þeirra sem hún gerir einkum athugasemdir við. Þessi niðurstaða er sérstaklega merkileg í ljósi þess að bæði í svörum Helga Seljan og lögmanns Samherja til nefndarinnar kom fram að ummælin snúast ekki um Samherja. Það vekur spurningar um hversu vel nefndin kynnti sér gögn málsins. Ekki er nóg með að villan sé augljós og vandræðaleg heldur hlýtur hún að kalla á endurskoðun úrskurðarins.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu