Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Á ekki að vera heppni að geta bjargað barninu sínu

Hild­ur Ýr Ís­berg, móð­ir ungr­ar konu með átrösk­un, seg­ir að pen­ing­ar eigi ekki að koma í veg fyr­ir að móð­ir geti bjarg­að barn­inu sínu frá átrösk­un eða kom­ið því til að­stoð­ar. Dótt­ir Hild­ar komst ekki að á barna-og ung­linga­geð­deild vegna bið­lista, svo móð­ir henn­ar þurfti að greiða fyr­ir kostn­að­ar­sama sál­fræði­með­ferð.

Móðir ungrar konu með átröskun lýsir í samtali við Stundina því úrræða- og vonleysi sem hún upplifði í kjölfar þess að hafa komist að því að dóttir hennar væri með átröskun.  

Hildur Ýr Ísberg man vel eftir þeirri stundu er hún áttaði sig á þeim möguleika að dóttir hennar, þá sautján ára, væri með átröskun. „Þá játaði hún fyrir okkur að hún hafði ekki borðað í viku og ég man að ég greip utan um hana og ég sá hana fyrir mér, í huganum, fljóta burt frá mér. Ég fann mjög raunverulegan möguleika á því að ég myndi missa hana, að þetta væri mjög hættulegt, þannig að ég hélt mjög fast í hana til þess að koma í veg fyrir að hún færi.“

Hildur tók eftir því haustið sem dóttir hennar byrjaði í menntaskóla árið 2015, að dóttir hennar væri eitthvað undarleg, eins og hún orðar það. Hún tók eftir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu