Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Átakanleg saga þolanda mansals sem ákveðið hefur verið að senda úr landi

Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála og Út­lend­inga­stofn­un hafa synj­að 21 árs þol­anda man­sals og kyn­ferð­isof­beld­is um al­þjóð­lega vernd og dval­ar­leyfi. Hér er saga hans.

Átakanleg saga þolanda mansals sem ákveðið hefur verið að senda úr landi
Lögreglan hafði samband Uhunoma Osayomore fékk símtal frá lögreglu í dag og verður sendur úr landi. Kærunefnd útlendingamála trúir frásögn hans um kynferðisofbeldi og ofbeldi föður hans.

Ungur maður að nafni Uhunoma Osayomore, þolandi mansals og kynferðisofbeldis, lagði á flótta frá heimalandi sínu, Nígeríu, á barnsaldri og kom hingað til lands yfir tæpu einu og hálfu ári síðan. Hann hefur að mati Magnúsi Norðdahl, lögmanni hans, myndað sterk félagsleg tengsl á Íslandi. Í dag hafði lögreglan samband við hann. Hann verður sendur úr landi vegna niðurstöðu Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála.

Missti móður sína, flúði föður sinn

Í frásögn Uhunoma, sem Útlendingastofnun og kærunefndin hafa ekki lýst neinum efa um, kemur fram að hann flúði heimaland sitt á sautjánda aldursári vegna alvarlegs ofbeldis og ofsókna af hálfu föður síns en faðir hans hafði beittt hann ofbeldi nánast hvern einasta dag. Þá hafi faðirinn einnig beitt móður hans og yngri systur ofbeldi reglulega.

Sögu Uhunoma er lýst í úrskurði kærunefndar útlendingamála. Árið 2015 varð hann vitni að því að faðir hans hafi beitt móður hans svo miklu ofbeldi að hún hafi í kjölfarið látist. Tveimur mánuðum síðar tók faðir hans saman við nýja konu sem einnig hafi beitt Uhunoma harðræði. 

Faðir hans skyldaði hann til þess að fá sér vinnu til að afla tekna fyrir heimilið og því fór Uhunoma að selja vatn og flögur á götum úti. Eitt sinn hafði systir hans fylgt honum til vinnu en þann dag varð hún fyrir slysi sem síðar leiddi hana til dauða.

Uhunoma hafði engin önnur tengsl í heimalandi sínu fyrir utan einn frænda sinn í móðurætt sem kom honum ekki til aðstoðar vegna þess hve hann óttaðist föður hans. Faðir hans er bendlaður við glæpastarfsemi í heimalandi sínu ásamt því að eiga byssu, þar að auki á hann samkvæmt Uhunoma vini og kunningja í lögreglunni. Vegna þessa gat hann ekki leitað til lögreglunnar vegna ofbeldisins.

Hræðileg ferðasaga

Leið Uhunoma til Íslands var löng og ströng. Þegar hann bjó enn í Nígeríu samdi hann við aðila sem flytja fólk til Líbýu um að koma sér þangað. Í Líbýu segist hann hafa verið látinn vinna fyrir nígeríska konu sem hafði rekið þar veitingastað, en þannig borgaði hann fyrir ferðina.

Uhunoma vann fyrir konuna í fimm mánuði samtals áður en hún var myrt af fólki sem kom inn á veitingastaðinn í leit að eiginmanni hennar, samkvæmt frásögn hans.

Þá komst hann í kynni við fólk sem bjó í fátæktarhverfi, en fólkið hafði verið á leið frá Líbýu til Ítalíu. Þangað langaði hann einnig að fara svo hann fékk sér vinnu á sveitabýli til að safna sér fyrir ferðinni. Hann fékk þó ekki greitt fyrir vinnuna en fékk þess í stað að sofa í útihúsi nálægt heimili eigandans. Í frásögn hans kemur fram að eigandinn kom fjórum sinnum inn í útihúsið og nauðgaði honum og áverkarnir voru svo alvarlegir að hann finnur enn þann dag í dag fyrir sársauka vegna þeirra.

Eitt sinn heyrði Uhunoma eigandann rífast við eiginkonu sína vegna þess hvað hann hefði gert honum. Þá ákvað hann að hann skyldi leggja á flótta vegna ótta við að samræðurnar myndu valda honum vandræðum. Uhunoma komst á bát til Ítalíu en þar var umsókn hans um alþjóðlega vernd einnig synjað svo hann þurfi að búa á götunni og betla peninga til eiga fyrir mat. 

Á götunni varð hann fyrir líkamsárás þegar menn reyndu að ræna síma hans sem varð til þess að hann hlaut áverka á hendi og fingrum. Hann náði þó að betla nægan pening til að eiga fyrir ferð sinni til Íslands.

Faðir Uhunoma kom þeim skilaboðum til hans að ef hann ætlaði sér að snúa aftur til Nígeríu myndi hann myrða hann.

FlóttamennBátur með flóttamönnum á leið frá Lýbíu út á Miðjarðarhafið í mars 2019.

Neitað um dvalarleyfi

Uhunoma hefur verið neitað um dvalarleyfi og alþjóðlega vernd á grundvelli mannúðarsjónarmiða vegna þess að íslensk stjórnvöld telja að hann sé öruggur í heimalandi sínu og geti fengið þar viðunandi aðstoð. 

Magnús segir það ranglega metið. „Alþjóðlegar skýrslur taka af öll tvímæli um hversu slæmt ástandið þar í landi er. Sem dæmi má nefna að fjöldi geðlækna þar í landi er einungis 300 talsins en heildarfjöldi íbúa rúmar 200 milljónir. Þá hafa fórnarlömb mansals litla sem enga möguleika á því að leita til lögregluyfirvalda þar í landi vegna landlægrar spillingar og sinnuleysis í garð hóps mansalsfórnarlamba. Mat stjórnvalda á aðstæðum mansalsfórnarlamba í Nígeríu er óforsvaranlegt og rangt.“

Málið segir hann hluta af fjölda mála þar sem fórnarlömbum mansals og kynferðisofbeldis sé synjað um vernd hér á landi. Hann segir það sorglega þróun. „Það er ákaflega sorgleg þróun og ekki í takt við þær áherslur stjórnvalda á mannréttindi og vernd þeirra sem hafa orðið fyrir ofbeldi af þessu tagi.“

Synjað um frestun réttaráhrifa

Uhunoma hefur jafnframt verið synjað um frestun réttaráhrifa sem að sögn Magnúsar felur í sér að nefndin vill að honum verði komið úr landi með valdi áður en honum gefst færi til þess að bera mál sitt undir dómstóla. „Það er ankannalegt og að mínum dómi brot á stjórnarskárvörðum rétti borgaranna að að þeim sé vísað úr landi áður en dómstólar hafa fjallað um réttmæti málsmeðferðarinnar sem þeir máttu sæta,“ segir hann. 

Málið er á leið inn á borð Héraðsdóms Reykjavíkur á næstu dögum og endurupptökubeiðni verður einnig send á kærunefnd útlendingamála.

Meta frásögnina trúveðuga

Þrátt fyrir að Uhunoma hafi verið synjað um hæli metur kærunefnd útlendingamála frásögn hans trúverðuga.

„Mat á trúverðugleika frásagnar kæranda er byggt á endurritun viðtala hans hjá Útlendingastofnun, öðrum gögnum málsins og upplýsingum um heimaríki kæranda.“

Í úrskurðinum segir jafnframt að kærunefnd fallist á að hann hafi flúið heimalandið vegna ofbeldis föður síns og að hann glími við andleg og líkamleg vandamál vegna kynferðislegs ofbeldis sem hann hafi orðið fyrir í Lýbíu. Í sálfræðimati kemur fram að Uhunoma sé greindur með áfallastreituröskun. Hann glími við vonleysi, vanlíðan, svefnleysi og sjálfsvígshugsanir. Hins vegar er hann talinn af kærunefndinni vera öruggur í Nígeríu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
1
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.
Segja leigusala nýta sér neyð flóttafólks til að okra á Bifröst
2
Fréttir

Segja leigu­sala nýta sér neyð flótta­fólks til að okra á Bif­röst

Íbú­ar á Bif­röst segja fyr­ir­tæki sem leig­ir út gamla stúd­enta­garða nýta sér neyð þeirra sem þar búa til að standa í óhóf­leg­um verð­hækk­un­um. Meiri­hluti íbú­anna eru flótta­menn, flest­ir frá Úkraínu. „Við höf­um eng­an ann­an mögu­leika. Við get­um ekki bara far­ið.“ Leigu­sal­inn seg­ir við Heim­ild­ina að leigu­verð­ið þyki af­ar hag­stætt.
„Það er ekkert svo ógeðslegt og hryllilegt að það sé ekki til“
4
FréttirÁ vettvangi

„Það er ekk­ert svo ógeðs­legt og hrylli­legt að það sé ekki til“

„Það er her úti í hinum stóra heimi, óskipu­lagð­ur og skipu­lagð­ur sem vinn­ur við það að reyna að búa til nú fórn­ar­lömb og þeir svíf­ast bók­staf­lega einskis,“ seg­ir Hall­ur Halls­son rann­sókn­ar­lög­reglu­mað­ur. Hann vinn­ur í deild sem sér­hæf­ir sig í að mynd­greina barn­aníðs­efni. Í þátt­un­um Á vett­vangi fylg­ist Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Ingrid Kuhlman
9
Aðsent

Ingrid Kuhlman

Hinn kaldi raun­veru­leiki: Þess vegna þurf­um við að eiga mögu­leika á dán­ar­að­stoð

„Á síð­ustu stund­um lífs síns upp­lifa sum­ir deyj­andi ein­stak­ling­ar óbæri­leg­an sárs­auka og önn­ur al­var­leg ein­kenni sem valda þján­ingu.“ Ingrid Ku­hlm­an skrif­ar í að­sendri grein um lík­am­lega og til­finn­inga­lega van­líð­an sem deyj­andi ein­stak­ling­ar með ban­væna sjúk­dóma upp­lifa við lífs­lok.
Þingið samþykkir tillögu um skipun rannsóknarnefndar um Súðavíkurflóðið
10
FréttirSúðavíkurflóðið

Þing­ið sam­þykk­ir til­lögu um skip­un rann­sókn­ar­nefnd­ar um Súða­vík­ur­flóð­ið

Al­þingi sam­þykkti rétt í þessu að skipa rann­sókn­ar­nefnd vegna snjóflóðs­ins sem féll á Súða­vík í janú­ar 1995. Fjöl­mörg­um spurn­ing­um er ósvar­að um það hvernig yf­ir­völd brugð­ust við í að­drag­anda og eft­ir­leik flóð­anna. Fjór­tán lét­ust í flóð­inu þar af átta börn. Að­stand­end­ur hinna látnu hafa far­ið fram á slíka rann­sókn síð­an flóð­ið varð. Nýj­ar upp­lýs­ing­ar í mál­inu komu fram í rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir ári.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár