Þessi grein er rúmlega 3 mánaða gömul.

Trumpistar ruddust inn í þinghúsið í Washington

Banda­rísk­ir þing­menn flúðu und­an stuðn­ings­mönn­um Don­alds Trumps sem brut­ust inn í þing­hús­ið í Washingt­on. Trump neit­ar að við­ur­kenna ósig­ur og seg­ir vara­for­set­ann Mike Pence skorta hug­rekki. „Banda­rík­in krefjast sann­leik­ans!“ tísti Trump.

Banda­rísk­ir þing­menn flúðu und­an stuðn­ings­mönn­um Don­alds Trumps sem brut­ust inn í þing­hús­ið í Washingt­on. Trump neit­ar að við­ur­kenna ósig­ur og seg­ir vara­for­set­ann Mike Pence skorta hug­rekki. „Banda­rík­in krefjast sann­leik­ans!“ tísti Trump.

Stuðningsmenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta ruddu sér leið inn í þinghúsið í Washington í kvöld, þar sem sameinað þing beggja deilda hefur haft til umræðu staðfestingu kjörmanna á kjöri Joes Biden sem forseta.

„Þetta er valdaránstilraun,“ segir Adam Kinzinger, fulltrúardeildarþingmaður repúblikana á Twitter.

Ein kona var skotin í hálsinn af lögreglu inni í þinghúsinu og er sögð látin. Minnst fjórir aðrir eru slasaðir eftir innrásina.

Donald Trump forseti hefur ítrekað fullyrt án nokkurra sannana að um kosningasvik hafi verið að ræða í þeim ríkjum þar sem hann tapaði naumlega. Hann kom fram á fjöldafundi í dag og hvatti stuðningsmenn sína til dáða til að snúa niðurstöðum kosninganna.

„Við gefumst aldrei upp og viðurkennum aldrei ósigur,“ sagði hann.

Í dag missti Reúpblikanaflokkurinn meirihluta sinn í öldungadeildinni, þar sem tveir fulltrúar demókrata báru naumlega sigurorð af frambjóðendum repúblikana í Georgíu.

Hlé var á þingstörfum vegna þessa og var húsinu læst. Varaforsetinn Mike Pence fór úr húsinu í fylgd öryggisvarða. Lögregla við þinghúsið bað um liðsauka og hefur innrásarfólkinu verið bolað aftur út. Táragasi var dreift um ganga þinghússins. 

Mótmælendur í þinghúsinuÞinghúsinu hefur verið læst og hvorki fréttamenn né mótmælendur komast út.

„Mike Pence hafði ekki hugrekkið“

Mitch McConnell, fráfarandi forseti öldungadeildarinnar fyrir hönd repúblikana, hafnaði í ræðu sinni tilraunum til að koma í veg fyrir staðfestingu kosningaúrslitanna. „Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur æðri köllun en að festast í endalusum vítahring flokkspólitískra hefnda.“

Donald Trump bað mótmælendur í tísti eftir innrásina að hafa sig hæga. „Vinsamlegast styðjið við lögregluna við þinghúsið. Þeir eru sannarlega í liði með landinu okkar. Verið friðsamleg!“

Rétt áður hafði hann ráðist gegn varaforsetanum Mike Pence, fyrir að sinna ekki beiðnum um að hindra formlegt kjör Joes Biden. „Mike Pence hafði ekki hugrekkið til þess að gera það sem þurfti að gera til að vernda landið okkar og stjórnarskrána, að gefa ríkjunum tækifæri til að staðfesta leiðréttar staðreyndir, ekki falskar eða ónákvæmar sem þau voru áður beðin að staðfesta. Bandaríkin krefjast sannleikans!“

Komið hefur verið á útgöngubanni í Washington. Gert er ráð fyrir því að haldið verði áfram með þingfund í kvöld.

Donald Trump sagði í myndbandsávarpi til stuðningsmanna sinna eftir innrásina að hann elskaði þá og að þeir væru „mjög sérstakir“, en þyrftu að fara heim og halda friðinn. Hann ítrekaði að kosningunum hefði verið stolið og sagðist skilja þá.

Þingmenn á flóttaÖryggisverðir vöruðu þingmenn við því að þeir gætu þurft að beygja sig undir borðin sín vegna innrásarinnar í þinghúsið.
Mótmælendur fyrir utanTrump hefur egnt mótmælendum áfram, en bað þá loks að bakka eftir innrásina í þinghúsið.
Mótmæli bægir sér undan táragasi„Stöðvið stuldinn“ segja mótmælendur og taka þar með undir fullyrðingar Donalds Trumps um að hann hafi í raun unnið forsetakosningarnar þrátt fyrir að talning hafi leitt í ljós tap gegn Joe Biden.
Lögregla tekst á við trumpistaÁtök hafa verið milli stuðningsmanna Trumps og lögreglu, sem hefur notað táragas.
Stuðningsmenn TrumpsFóru í óleyfi inn í þinghúsið.
Mótmælandi í þingsalÞingsalurinn féll í hendur mótmælenda.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Fasteignaviðskiptin hringdu engum viðvörunarbjöllum
Fréttir

Fast­eigna­við­skipt­in hringdu eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um

Dæmi eru um að fast­eigna­sal­ar til­kynni kaup­end­ur eða selj­end­ur fast­eigna til lög­reglu vegna tengsla við fíkni­efna­sölu. Fast­eigna­við­skipti Ant­ons Krist­ins Þórð­ar­son­ar, sem hef­ur ver­ið til op­in­berr­ar um­ræðu vegna tengsla við brot­a­starf­semi, hringdu hins veg­ar eng­um við­vör­un­ar­bjöll­um hjá fast­eigna­söl­unni Miklu­borg.
Þunglyndið rænir draumunum en maníu fylgir stjórnleysi
Viðtal

Þung­lynd­ið ræn­ir draum­un­um en man­íu fylg­ir stjórn­leysi

Ey­dís Víg­lunds­dótt­ir greind­ist með fé­lags­fælni, átrösk­un og ADHD, sem kom síð­ar í ljós að var í raun geð­hvarfa­sýki. Hún rokk­ar á milli man­íu og þung­lynd­is, var í þung­lyndi þeg­ar við­tal­ið var tek­ið og sagð­ist þá alltaf vera að týna sér meira og meira. Ef hún hefði ver­ið í man­íu þá hefði henni hún fund­ist eiga heim­inn.
357. spurningaþraut: Hvar fór fram þessi einkennilega útför?
Þrautir10 af öllu tagi

357. spurn­inga­þraut: Hvar fór fram þessi ein­kenni­lega út­för?

Hlekk­ur á þraut gær­dagz­ins. * Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða kvik­mynd kem­ur við sögu sú ein­kenni­lega út­för sem sést á skjá­skot­inu hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   St. Pét­urs­borg stend­ur í óshólm­um fljóts nokk­urs. Hvað heit­ir það fljót? 2.   Hver stofn­aði borg­ina? 3.   Skipt var um nafn á borg­inni þann 1. sept­em­ber 1914. Hvað var hið nýja nafn henn­ar? 4.   „Shahadah“...
Myndlist tileinkuð Kópavogi og blokkinni sem var heilt þorp
Menning

Mynd­list til­eink­uð Kópa­vogi og blokk­inni sem var heilt þorp

Fjór­ir mynd­list­ar­menn eiga verk á sýn­ing­unni Skýja­borg í Gerð­arsafni en það eru þau Eirún Sig­urð­ar­dótt­ir, Berg­lind Jóna Hlyns­dótt­ir, Bjarki Braga­son og Unn­ar Örn Auð­ar­son. Verk Eirún­ar tengj­ast þeim ár­um sem hún bjó í fjöl­býl­is­hús­inu við Engi­hjálla 3.
Sjokk að flytja til Reykjavíkur
Fólkið í borginni

Sjokk að flytja til Reykja­vík­ur

Amna Hasecic flutti frá Bosn­íu til Hafn­ar í Horna­firði þeg­ar hún var fimm ára. Tví­tug flutti hún svo til Reykja­vík­ur. Í borg­inni full­orðn­að­ist hún og mynd­aði öfl­ugt tengslanet sem hún seg­ir ómet­an­legt.
Covid-19 talið vera ógn varðandi peningaþvætti
FréttirPeningaþvætti á Íslandi

Covid-19 tal­ið vera ógn varð­andi pen­inga­þvætti

Sam­kvæmt nýju áhættumati rík­is­lög­reglu­stjóra á vörn­um gegn pen­inga­þvætti, eru þær breyttu efna­hags­legu að­stæð­ur sem mynd­ast hafa vegna Covid-19, tald­ar geta ógn­að vörn­um gegn pen­inga­þvætti.
356. spurningaþraut: Hvað hét Svíinn, hverja studdi Byron, og svo framvegis
Þrautir10 af öllu tagi

356. spurn­inga­þraut: Hvað hét Sví­inn, hverja studdi Byron, og svo fram­veg­is

Hérna er sko þraut­in síð­an í gær. * Auka­spurn­ing­ar eru tvær, og sú fyrri á við mynd­ina hér að of­an. Úr hvaða kvik­mynd er skjá­skot þetta? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Hvað hét grín­flokk­ur­inn sem þeir til­heyrðu Gra­ham Chapman, John Cleese, Eric Idle, Terry Jo­nes og Michael Pal­in? 2.   Í upp­taln­ing­una hér að of­an vant­ar raun­ar einn með­lim hóps­ins. Hver er sá?...
Hettu- og hanskaveður í miðbænum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Síðari hluti.  Um samsæris-þjóðsögur í G&G málinu.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Síð­ari hluti. Um sam­sær­is-þjóð­sög­ur í G&G; mál­inu.

Hefj­um leik­inn á því að ræða ad hom­inem rök og al­mennt um sam­særis­kenn­ing­ar. Ad hom­inem rök eru „rök“ sem bein­ast að þeim sem set­ur fram stað­hæf­ingu, ekki stað­hæf­ing­unni sjálfri. Kalla má slíkt „högg und­ir belt­is­stað“. Hvað sam­særis­kenn­ing­ar varð­ar þá eru þær al­þekkt­ar  enda er Net­ið belg­fullt af meira eða minna órök­studd­um sam­særis­kenn­ing­um. Spurn­ing um hvort sam­særi eigi sér stað er...
Yfirheyrslur,  misminni og samsæriskenningar. Fyrri hluti. Um norræn sakamál, mest G&G málið.
Blogg

Stefán Snævarr

Yf­ir­heyrsl­ur, misminni og sam­særis­kenn­ing­ar. Fyrri hluti. Um nor­ræn saka­mál, mest G&G; mál­ið.

Í fyrra vor  end­urlas ég Glæp og refs­ingu, hina miklu skáld­sögu Fjodors Dostoj­evskí. Hún fjall­ar um Rodi­on Raskolni­kov  sem framdi morð af því hann taldi að land­hreins­un hefði ver­ið að hinni  myrtu. Hann væri sér­stök teg­und manna sem væri haf­inn yf­ir lög­in. En Niku­læ nokk­ur ját­ar á sig morð­ið þótt hann hafi ver­ið sak­laus og virt­ist trúa eig­in sekt. Á...
Mikil ánægja með lög um skipta búsetu barna
Fréttir

Mik­il ánægja með lög um skipta bú­setu barna

Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra er hrós­að í há­stert á sam­fé­lags­miðl­um eft­ir að frum­varp henn­ar sem heim­il­ar skrán­ingu barna á tvö heim­ili var sam­þykkt í gær.
355. spurningaþraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jones, Nanna Birk Larsen
Þrautir10 af öllu tagi

355. spurn­inga­þraut: Mbappé, Hitler, Armstrong-Jo­nes, Nanna Birk Lar­sen

Hér er hlekk­ur á spurn­inga­þraut gær­dags­ins! * Fyrri auka­spurn­ing: Kon­an, sem hér sést milli sona sinna tveggja ár­ið 1968, varð það ár fyrst kvenna til að gegna ákveðnu ábyrgð­ar­starfi. Hvað hét hún? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Með hvaða fót­boltaliði leik­ur franski snill­ing­ur­inn Kyli­an Mbappé? 2.   Ant­hony Armstrong-Jo­nes hét ljós­mynd­ari einn, bresk­ur að ætt. Hann þótti bæri­leg­ur í sínu fagi, en er...