Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vonar að fólk fari ekki að flýja Seyðisfjörð

Hólm­fríð­ur Guð­jóns­dótt­ir, vara­formað­ur Slysa­varn­ar­deild­ar­inn­ar Rán­ar á Seyð­is­firði, seg­ir heima­menn ró­lega en kvíðna vegna ham­far­anna fyr­ir aust­an. Aur­skriða féll á hús í nótt og reif það af grunni sín­um. Rignt hef­ur næsta lát­laust í tíu daga eystra. Jól­in eru kom­in í bið.

Vonar að fólk fari ekki að flýja Seyðisfjörð
Breiðablik gjörónýtt Eins og sjá má er húsið gjörónýtt eftir að skriðan hreif það með sér. Mynd: Aðsent

Tvær aurskriður féllu í nótt í ausandi vatnsveðri á Seyðisfirði. Önnur þeirra lenti á húsinu Breiðabliki og hreif það af grunni sínum 50 metra vegalengd. Húsið er gjörónýtt eftir. Hólmfríður Guðjónsdóttir, varaformaður Slysavarnardeildarinnar Ránar á Seyðisfirði, segir heimmenn bregðast við af æðruleysi en séu kvíðnir. Hún hefur eilitlar áhyggjur af því að fólk muni hugsa sig tvisvar um varðandi áframhaldandi búsetu í bænum, fólk sem á þar kannski ekki rætur. Jólahald mun þá eitthvað raskast. „Það liggur við að maður sé búin að setja jólin á hold.“

Hólmfríður var komin út í björgunarsveitarhús þegar blaðamaður náði í hana í síma. „Ég held að fólk sé rólegt yfir þessu öllu saman en kvíðið. Það er alveg ausandi rigning hérna ennþá og ekki farið að birta almennilega. Það verður ekki fyrr en í birtingu sem við sjáum almennilega hvernig ástandið er. Það er bara spurning hvernig þetta endar.“

Húsið Breiðablik við Austurveg sem aurskriðan hreif með sér um klukkan þrjú í nótt og bar um 50 metra leið er gjörónýtt. Hólmfríður segir að eigandi hússins, sem er erlend kona, hafi ekki verið á Seyðisfirði og enginn hafi verið í húsinu. „Það er bara gjörónýtt, allt brotið og bramlað.“

Hólmfríður segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið á öðrum húsum í bænum, fyrir utan það tjón sem hafi orðið á gróðri og öðrum eignum. „Menn hafa bara ekkert komist í að skoða þetta á meðan ástandið er eins og það er. Það flæðir inni í kjallara og inn í mörg hús í þessu úrhelli hérna.“

Rignt sleitulaust í tíu daga

Úrkoman byrjaði 10. desember síðastliðinn og hefur rignt næsta sleitulaust síðan þá að sögn Hólmfríðar. „Það hefur ekki rignt svona lengi hérna í mínu minni, við höfum kannski fengið rigningu í tvo eða þrjá daga en ekki svona.

„Ég held að enginn hafi getað búist við svona mikilli rigningu“

Skriðuhætta er þekkt í Seyðisfirði en Hólmfríður segir þó að enginn sé undirbúinn undir hamfarir sem þessar. „Ekki eins og þetta, það hafa komið spýjur niður hlíðar hér áður en ekkert í líkingu við þetta. Það er bara hálf hlíðin að koma niður. Ég held að enginn hafi getað búist við svona mikilli rigningu.“

Að sögn Hólmfríðar hafa um 120 manns þurft að yfirgefa hús sín vegna skriðuhættunnar. Allt það fólk hefur fengið gistingu á Seyðisfirði hafi það æskt þess. „Fólk hefur verið boðið og búið að lána húsin sín standi þau tóm, fólk hefur gist á Hótel Snæfelli og Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð í íþróttahúsinu þar sem fólk getur gist og fengið að borða. Það hjálpast allir að og halda um hvern annan.“

Sýnir mikilvægi gangna undir Fjarðarheiði

Fjarðarheiði er eina leiðin á landi sem liggur á Seyðisfjörð og er oft á tíðum farartálmi. Seyðfirðingar hafa enda bent á það árum saman að svo sé og kallað eftir jarðgöngum. Hólmfríður segir að leiðindafæri sé á heiðinn núna, slydda og leiðinda skyggni. Hún sé þó ekki farartálmi hvað varðar aðföng eða mannskap til aðstoðar að svo stöddu. „Við þurfum engu að síður göng hingað, það er ekki hægt að búa við þetta,“ segir Hólmfríður.

Björgunarsveitinn Jökull af Héraði hefur sent mannskap niður á Seyðisfjörð til aðstoðar við heimamenn í Björgunarsveitinni Ísólfi. Kallað verður á fleiri ef tilefni er til. Verkefni sveitanna verður að reyna að hreinsa til og bjarga þeim verðmætum sem hægt er að bjarga, verði mögulegt að fara um svæðið vegna skriðuhættu.

„Það liggur við að maður sé búin að setja jólin á hold“

Þrátt fyrir ástandið segir Hólmfríður að heimamenn taki stöðunni með jafnaðargeði. „Getur maður nokkuð gert annað? Það þýðir ekkert að verða brjálaður eða tapa sér yfir þessu, það verður bara að taka því sem að höndum ber. Ég vona bara að fólk fari ekki að flýja héðan vegna þessa. Ég hef kannski svolitlar áhyggjur af því, að fólk hugsi sig tvisvar um, fólk sem á ekki rætur hingað. Það er auðvitað ekki skemmtileg tilhugsun að þurfa að rýma húsin sín kannski ítrekað og vita ekkert hvað verður um þau, vera alveg bjargarlaus. En við náttúrulega ráðum ekki við náttúruna, það er bara málið, manninum tekst aldrei að temja náttúruna.“

Nú styttist til jóla og ástandið á Seyðisfirði mun setja mark sitt á jólahald að mati Hólmfríðar. „Það liggur við að maður sé búin að setja jólin á hold. Mér finnst það svolítið stemningin en ég held nú samt að við höldum upp á jólin, þau koma alltaf þó þau verði kannski aðeins öðru vísi en vanalega vegna þessa.“

Gríðarlegar hamfarirSvo sem sjá má hefur skriðan verið mjög stór.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
7
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Við hvaða götu býr Ragnar? Reykás
10
Helgi skoðar heiminn

Við hvaða götu býr Ragn­ar? Reykás

Sauð­kræk­ing­ur­inn Ragn­ar Páll Árna­son, sem starfar hjá Öss­uri, býr í ná­grenni höf­uð­stöðva fyr­ir­tæk­is­ins, við göt­una Reykás. Seg­ist ekki hafa ætl­að að ílengj­ast þar, en kann nú hvergi bet­ur við sig. Siggi Sig­ur­jóns, guð­fað­ir Ragn­ars Reykáss, kann vel að meta sög­una af „nafna“ sín­um. Hann á sjálf­ur pín­lega en um leið drep­fyndna sögu tengda göt­unni í Ár­bæn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu