Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Það er hægt að lækna ótta

Sema Erla Ser­d­ar hlaut ný­ver­ið mann­rétt­inda­verð­laun Reykja­vík­ur­borg­ar fyr­ir starf sitt sem formað­ur hjálp­ar­sam­tak­anna Solar­is. Sam­tök­in að­stoða flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur sem koma hing­að til lands. Hún seg­ir sam­tök­in hjálpa hæl­is­leit­end­um að nálg­ast sótt­varn­ar­bún­að, en al­veg eins og okk­ur sé kennt að hata sé hægt að aflæra það.

Solaris-samtökin voru stofnuð fyrir um fjórum árum og á þeim tíma hafa þau aðstoðað mörg hundruð manns. Barátta Semu hefur kostað mikla vinnu og tíma, en kostnaðurinn hefur einnig verið persónulegur. Reglulega verður hún fyrir persónulegum árásum í daglegu lífi ásamt stöðugu aðkasti á samfélagsmiðlum. Samtökin eru þessa dagana að koma hundruðum jólagjafa til fólks á flótta sem er statt hér á landi. Stundin ræddi við Semu um stöðu flóttafólks á Íslandi og spurði hana hvernig staðan sé frábrugðin núna, í miðjum heimsfaraldri, fyrir fólk á flótta sem statt er á Íslandi en áður?

„Ég myndi nú segja að sú þróun sem við höfum verið að horfa upp á síðustu ár, sé sú mikla aukning á fólki á flótta sem hefur komið til Íslands í leit að skjóli eða vernd. Við höfum séð að þau hafa búið við mjög bágar aðstæður, mikla félagslega einangrun og hafa átt erfitt með að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár