Þessi grein er rúmlega 2 mánaða gömul.

Húmorinn og hamingjan eru nátengd

Jafn­vægi, sátt og þakk­læti – svona skil­grein­ir for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, ham­ingj­una. Húm­or­inn er henni líka mik­il­væg­ur, hún seg­ir brand­ara á rík­is­stjórn­ar­fund­um og ímynd­ar sér að hún sé fynd­in. Stund­um hlær fólk með, stund­um ekki. Svo er hún upp­spretta margra gleði­stunda með klaufa­skap sín­um.

Húmorinn og hamingjan eru nátengd

Jafnvægi er fyrsta orðið sem mér dettur í hug,“ er svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við því hvað hamingjan sé fyrir henni. „Næsta orð er sátt. Þannig að ég held að hamingjan snúist mjög mikið um að finna þetta jafnvægi í lífinu milli veruleika og væntinga og vera æðrulaus í því að sætta sig við það sem maður getur ekki breytt. Og þriðja orðið sem kemur upp í hugann er þakklæti; að vera þakklátur fyrir allt það sem manni hlotnast í lífinu.“

Katrín segir að þegar kemur að því að auka og viðhalda hamingjunni í lífinu sé að vera alltaf tilbúinn að segja já við nýjum hlutum og nýju fólki; leyfa sér að fara í ný verkefni og gera eitthvað sem maður hefur ekki gert áður og kynnast nýju fólki. „Þetta er hæfileiki sem maður þarf að leggja á sig að viðhalda því þetta er eitthvað sem maður er kannski tilbúnari að gera þegar maður er ungur heldur en þegar maður eldist. Ég held að ef maður er tilbúinn til að segja já í lífinu geti það gefið manni mikið. Húmor og hamingja eru líka nátengd í huga mínum; að hafa húmor fyrir því sem gerist og missa ekki gleðina þótt ýmislegt gangi á.“

Húmorinn sáluhjálp

Katrín gegnir ábyrgðarfullu starfi sem forsætisráðherra Íslands en hún leyfir gleðinni og húmornum oft að skína í gegn.

„Maður er líka bara manneskja en ekki bara eitthvert embætti. Embættið getur farið og komið, en maður er alltaf maður sjálfur. Mér finnst vera mikilvægt að hætta ekki að hlæja. Það er í raun og veru auðvelt að missa húmorinn og hætta að gera grín og hafa gaman af hlutunum. Það er svolítið mín sáluhjálp. Þegar það eru mjög erfiðir tímar þá er skjótvirkasta leiðin til að finna gleðina aftur að horfa á kvikmynd eins og til dæmis Naked Gun og hlæja svolítið og þá lítur allt einhvern veginn betur út. Það er erfið staða ef maður hættir að geta hlegið.“

Katrín reynir stundum að grínast á ríkisstjórnarfundum. „Ég held ég sé rosalega fyndin,“ segir hún og hlær. „Ég ímynda mér það. Það er er líka mikilvægt þegar þungt er fyrir fæti og mikil verkefni að geta stundum aðeins stigið eitt skref til baka og hlegið. Annars getur þetta lagst allt of þungt á mann. Við segjum brandara á ríkisstjórnarfundum og stundum hlær fólk og stundum ekki. Það er mjög mismunandi.“

„Ég er þannig uppspretta gleði margra af því að ég er alltaf einhvern veginn á hausnum“

Katrín er spurð um uppáhaldsbrandarann. „Ég kann enga brandara og segi aldrei neina brandara. Ég kann bara að bulla. Ég held að mín leið sé svolítið að hafa húmor fyrir því sem gerist og geta sagt sögur; séð það spaugilega í lífinu og sagt sögur af því sem gerist. Það er mitt uppáhald í mjög góðra vina hópi að taka leikþætti; leika samtöl sem ég á stundum og lýsa hvernig þetta er. Mér finnst afskaplega gaman af húmornum í lífinu.

Svo er ég hrikalega seinheppin en ég er týpan sem dett um sjálfa mig, opna bílhurðina þannig að hún skellist á hausinn á mér, festist í snúningshurðum og allt þetta. Ég er þannig uppspretta gleði margra af því að ég er alltaf einhvern veginn á hausnum og þá þarf maður líka að temja sér húmor fyrir sjálfum sér.“

Góð samskipti mikilvæg

Hamingjan er ekki allra, en þegar fólk týnir hamingjunni ráðleggur Katrín því að fylgja daglegum venjum. „Leitin að hamingjunni er flókin og það er erfitt að meta aðstæður hvers og eins. En til að ná þessu dýrmæta jafnvægi er mikilvægt að huga að þessum daglegu venjum. Fá góðan nætursvefn, hreyfa sig reglulega og sjá gleðina í litlu hlutunum.“

Heimsfaraldurinn hefur reynt á andlega líðan margra og nefnir Katrín sérstaklega þá sem búa einir og eiga ekki nákomna aðstandendur eða vini, en hún telur að faraldurinn hafi þung áhrif á þá.

„Það er gott að vita að von er á bóluefni og maður fyllist bjartsýni vegna þess að þetta ástand er búið að vera erfitt. Ég held að það veiti manni styrk inn í næstu vikur. Við munum flest hitta færri um þessi jól en við erum vön og við verðum að muna að það er ljós við enda ganganna og það eru allar líkur til þess að þessi ótrúlega vinna vísindamanna sé að skila því að við séum að hafa betur í baráttunni við veiruna. Við höfum verið í annars konar samskiptum við fólk en við erum vön og auðvitað hefur tæknin hjálpað okkur mikið í því en ég veit að það er ekkert sem kemur í staðinn fyrir faðmlag og að vera með fólki. Niðurstöður rannsóknar á hamingjunni sem gerð var í Harvard á sínum tíma sýna fram á hvað það skiptir miklu máli að eiga fjölskyldu og nána vini. Gleymum því ekki að maður er manns gaman og samskipti við fólk eru ákveðinn lykill að hamingjunni.“ 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hamingjan

Iðkar þakklæti: „Ekkert getur gert okkur hamingjusöm nema við sjálf“
ViðtalHamingjan

Iðk­ar þakk­læti: „Ekk­ert get­ur gert okk­ur ham­ingju­söm nema við sjálf“

Hrafn­hild­ur Haf­steins­dótt­ir seg­ir að ham­ingj­an sé ákvörð­un, hún sé einnig ferða­lag en ekki ákvörð­un­ar­stað­ur. Hún seg­ist iðka þakk­læti dag­lega með því að taka eft­ir því góða í kring­um sig.
Gott fólk getur stuðlað að hamingju
ViðtalHamingjan

Gott fólk get­ur stuðl­að að ham­ingju

Al­bert Ei­ríks­son seg­ir að ham­ingj­an leyni sér víða. Best af öllu sé að borða góð­an mat með góðu fólki. Oft sé líka gott að tala við fag­fólk ef fólk nær ekki að upp­lifa næga ham­ingju í líf­inu.
Í hverju felst hamingjan?
FréttirHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an?

Ham­ingj­an felst í innri friði, ást, gleði og því að hafa fólk­ið sitt nærri sér.
Hvað er hamingjan fyrir þér?
ViðtalHamingjan

Hvað er ham­ingj­an fyr­ir þér?

Vellíð­un­ar­til­finn­ing, að vera í góðu sam­bandi við raun­veru­leik­ann, ástand sem við sköp­um sjálf. Svona er mis­jafnt hvernig fólk skil­grein­ir ham­ingj­una.
Stóra málið er að elska
ViðtalHamingjan

Stóra mál­ið er að elska

Kristján Jó­hanns­son óperu­söngv­ari er létt­ur í skapi og ham­ingju­sam­ur. Hann seg­ist ráð­leggja fólki að vera já­kvætt og hafa já­kvæðn­ina að leið­ar­ljósi og hætta að tuða og kvarta yf­ir öllu og ráð­ast á ná­ung­ann þótt eitt­hvað í fari annarra fari í taug­arn­ar á því. Þannig geti fólk frek­ar upp­lif­að ham­ingj­una.
Í hverju felst hamingjan í huga þínum?
MyndbandHamingjan

Í hverju felst ham­ingj­an í huga þín­um?

Ham­ingj­an hef­ur mis­mun­andi merk­ingu í huga fólks. Hér segja nokk­ur frá sín­um hug­mynd­um um ham­ingj­una.

Nýtt á Stundinni

Tæpir tuttugu milljarðar
Mynd dagsins

Tæp­ir tutt­ugu millj­arð­ar

Hann virk­ar ekki stór, hjól­reiða­mað­ur­inn sem dá­ist að Ven­usi frá Vopna­firði landa loðnu hjá Brim í Akra­nes­höfn nú í morg­un. Ís­lensk upp­sjáv­ar­skip mega í ár, eft­ir tvær dauð­ar ver­tíð­ir, veiða tæp sjö­tíu þús­und tonn af loðnu, sem ger­ir um 20 millj­arða í út­flutn­ings­verð­mæti. Verð­mæt­ust eru loðnu­hrogn­in, en á seinni mynd­inni má sjá hvernig þau eru unn­in fyr­ir fryst­ingu á Jap­ans­mark­að. Kíló­verð­ið á hrogn­un­um er um 1.650 krón­ur, sem er met.
Almannavarnir biðja fólk um að fara ekki að gossvæðinu
StreymiSkjálftahrina á Reykjanesi

Al­manna­varn­ir biðja fólk um að fara ekki að gossvæð­inu

Mik­ið af fólki er að fara inn á af­leggj­ar­ann að Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir jarð­eðl­is­fræð­ing­ur sem bið­ur um vinnu­fr­ið á vett­vangi. Vara­samt get­ur ver­ið að fara mjög ná­lægt gos­inu vegna gasmeng­un­ar.
Ákvörðun flugfélaga hvort flug raskast
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Ákvörð­un flug­fé­laga hvort flug rask­ast

Hefj­ist eld­gos mun verða óheim­ilt að fljúga yf­ir ákvæð­ið svæði í um hálf­tíma til klukku­tíma. Eft­ir það er það í hönd­um flug­fé­laga hvernig flugi verð­ur hátt­að.
Kvikan er að brjóta sér leið upp: Þúsund ára atburður á Reykjanesi
FréttirSkjálftahrina á Reykjanesi

Kvik­an er að brjóta sér leið upp: Þús­und ára at­burð­ur á Reykja­nesi

Tal­ið er að eld­gos geti haf­ist á næstu klukku­st­un­um suð­ur af Keili. „Þetta er mjög krí­tísk staða,“ seg­ir Frey­steinn Sig­munds­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur. Ragn­ar Stef­áns­son jarð­skjálfta­fræð­ing­ur seg­ir að sér virð­ist kvik­an hafa far­ið stutt upp í sprung­una.
Britney Spears: Frelsi og fjötrar
Greining

Brit­ney Spe­ars: Frelsi og fjötr­ar

Brit­ney Spe­ars skaust upp á him­in­inn sem skær­asta popp­stjarna þús­ald­ar­inn­ar. Ló­lítu-mark­aðs­setn­ing ímynd­ar henn­ar var hins veg­ar byggð á brauð­fót­um hug­mynda­fræði­legs ómögu­leika. Heim­ur­inn beið eft­ir því að hún myndi falla. Hún var svipt sjálfræði að­eins tutt­ugu og sex ára göm­ul, en #freebrit­ney hreyf­ing­in berst nú fyr­ir end­ur­nýj­un sjálfræð­is henn­ar.
Landsréttur fellir úr gildi frávísun í máli Jóns Baldvins
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin

Lands­rétt­ur fell­ir úr gildi frá­vís­un í máli Jóns Bald­vins

Hér­aðs­dóm­ur mun taka mál Jóns Bald­vins Hanni­bals­son­ar til efn­is­með­ferð­ar. Mál­flutn­ingi hans um að meint kyn­ferð­is­leg áreitni hans sé ekki refsi­verð sam­kvæmt spænsk­um lög­um er hafn­að.
311. spurningaþraut: Handbolti, tölvuleikur, kvenhetja, borgir
Þrautir10 af öllu tagi

311. spurn­inga­þraut: Hand­bolti, tölvu­leik­ur, kven­hetja, borg­ir

Þraut­in í gær sner­ist um borg­ir. * Fyrri auka­spurn­ing: Hver á eða átti svarta bíl­inn sem hér að of­an sést? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Guð­mund­ur Guð­munds­son er þjálf­ari ís­lenska karla­lands­liðs­ins í hand­bolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn ár­ið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2.   Í Net­flix-mynd­inni News of the World leik­ur rosk­inn Banda­ríkja­mað­ur að­al­hlut­verk­ið. Hvað heit­ir...
Þá var kátt í höllinni
Mynd dagsins

Þá var kátt í höll­inni

Í morg­un var byrj­að að bólu­setja með 4.600 skömmt­um frá Pfizer, ald­urs­hóp­inn 80 ára og eldri í Laug­ar­dals­höll­inni. Hér er Arn­þrúð­ur Arn­órs­dótt­ir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 ein­stak­ling­ar ver­ið full bólu­sett­ir gegn Covid-19, frá 29. des­em­ber, þeg­ar þeir fyrstu fengu spraut­una. Ís­land er í fjórða neðsta sæti í Evr­ópu með 1.694 smit á hverja 100 þús­und íbúa, Finn­ar eru lægst­ir með ein­ung­is 981 smit á hverja 100 þús­und íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þús­und íbúa.
Anton ennþá með stöðu sakbornings
FréttirMorð í Rauðagerði

Ant­on enn­þá með stöðu sak­born­ings

Lög­mað­ur Ant­ons Krist­ins Þór­ar­ins­son­ar seg­ir Ant­on laus­an úr gæslu­varð­haldi en hann hafi enn stöðu sak­born­ings í rann­sókn á morð­inu í Rauða­gerði 28.
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
RannsóknMorð í Rauðagerði

At­hafna­mað­ur­inn Ant­on kort­lagð­ur: Hvað­an koma pen­ing­arn­ir?

Ant­on Krist­inn Þór­ar­ins­son hef­ur yf­ir fjölda ára kom­ið að stofn­un, stjórn og prókúru ým­issa fé­laga sem hafa mest­an sinn hagn­að af sölu og kaup­um fast­eigna. Hann seldi „Garða­bæj­ar­höll“ og bygg­ir nú hús á Arn­ar­nes­inu.
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Þrautir10 af öllu tagi

310. spurn­inga­þraut: Hér er spurt um er­lend­ar borg­ir, hverja af ann­arri

Hér er þraut gær­dags­ins! * All­ar spurn­ing­ar dags­ins snú­ast um er­lend­ar borg­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í hvaða borg má finna stytt­una sem sést á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.   Osló er fjöl­menn­asta borg Nor­egs. Hver er sú næst­fjöl­menn­asta? 2.   Oscar Niemeyer var arki­tekt sem fékk það drauma­verk­efni að hanna fjölda stór­hýsa og op­in­berra bygg­inga í al­veg splunku­nýrri borg sem...
Skjálfandi jörð
Mynd dagsins

Skjálf­andi jörð

Síð­an skjálfta­hrin­an byrj­aði síð­ast­lið­inn mið­viku­dag hafa rúm­lega 11.500 skjálft­ar mælst á Reykja­nes­inu. Og held­ur er að bæta í því á fyrstu tólf tím­um dags­ins í dag (1. mars) hafa mælst yf­ir 1500 skjálft­ar, þar af 18 af stærð­inni 3.0 eða stærri. Virkn­in í dag er stað­bund­in en flest­ir skjálft­ana eiga upp­tök sín við Keili og Trölla­dyngju, sem er skammt frá Sand­fellsklofa þar sem er mynd dags­ins er tek­in.