Bessastaðabóndinn fékk í dag fjóra tíma og fimmtíu og fimm mínútur af sól. Sólarupprás á Álftanesinu í morgun var klukkan 10:49 og settist rétt vestan við Keili á Reykjanesinu klukkan 15:44. Í dag eru réttar þrjár vikur í vetrarsólstöður, eftir það er bjartara framundan. Miklu, meira að segja.
Deila
stundin.is/FDO1
Athugasemdir
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
Mynd dagsins
114
Skjálfandi jörð
Síðan skjálftahrinan byrjaði síðastliðinn miðvikudag hafa rúmlega 11.500 skjálftar mælst á Reykjanesinu. Og heldur er að bæta í því á fyrstu tólf tímum dagsins í dag (1. mars) hafa mælst yfir 1500 skjálftar, þar af 18 af stærðinni 3.0 eða stærri. Virknin í dag er staðbundin en flestir skjálftana eiga upptök sín við Keili og Trölladyngju, sem er skammt frá Sandfellsklofa þar sem er mynd dagsins er tekin.
Mynd dagsins
19
Glæsilegt hjá Grænlendingum
Ferðamenn sem koma hingað frá Grænlandi eru nú, einir þjóða, undanþegnir aðgerðum á landamærum og þurfa því hvorki að fara í skimun, sóttkví eða framvísa neikvæðu PCR-prófi. „Það hefur gengið vel, einungis 30 Covid-19 smit verið í öllu landinu." segir Jacob Isbosethsen (mynd) sendiherra Grænlands á Íslandi. Ef jafnmargir hefðu smitast hér og og á Grænlandi hefðu 195 manns fengið Covid-19. Í morgun var talan örlítið hærri, 6049 einstaklingar hafa fengið farsóttina hér heima.
Mynd dagsins
15
Allir á tánum
Það var mikið um að vera við veg 42, vestan Kleifarvatns nú í morgun. Vegagerðin var að kanna aðstæður, starfsmenn á Jarðvársviði Veðurstofu Íslands (mynd) voru að mæla gas á hverasvæðinu í Seltúni, sem og grjóthrun. Þarna voru líka ferðalangar að vonast eftir hinum stóra, kvikmyndagerðarmaður að festa augnablik á filmu, enda höfðu mælst yfir 1000 jarðskjálftar á svæðinu fyrstu tíu tímana í dag. Þar af tveir yfir 3 að stærð, sá stærri átti upptök sín rétt norðan við Seltún, klukkan 03:26 í morgun.
Mynd dagsins
1
Vá... loftlagsvá
Mál málanna í dag er auðvitað jarðskjálftarnir á Reykjanesskaganum, þeirri vá getum við ekki stjórnað. En til lengri tíma eru það auðvitað loftlagsmálin sem taka þarf föstum tökum áður en stefnir í óefni. Og þar getum við haft bein áhrif. Íslensk stjórnvöld hafa sent frá sér uppfærð markmið í loftslagsmálum. Þar kemur fram að Ísland ætlar að minnka losun um...
Mynd dagsins
1
Chelsea týnd í tuttugu tíma
Þriggja mánaða gamla tíkin Chelsea fannst föst í gjótu niðri við höfn eftir að hafa að hafa skroppið út í garð að pissa sl. laugardagskvöld. „Það er ómetanlegt að búa í svona bæ, eins og hér í Vogunum, þar sem hálfur bærinn, ásamt Björgunarsveitinni tók þátt í leitinni,“ segir Viktoría Ólafsdóttir eigandi hvolpsins. Viktoría segir Chelsea hafa tekið á rás í ofsahræðslu, eftir að tvær tertur voru sprengdar í nágrenninu og er þakklát fyrir að hún sé komin heim ósködduð. Chelsea leikur úti við Atlético Madrid í Meistaradeildinni í kvöld, sigurleik fyrir Chelsea í Vogunum.
Þrautin í gær snerist um borgir. * Fyrri aukaspurning: Hver á eða átti svarta bílinn sem hér að ofan sést? * Aðalspurningar: 1. Guðmundur Guðmundsson er þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. Hann tók við því starfi í þriðja sinn árið 2018. Hvern leysti hann þá af hólmi? 2. Í Netflix-myndinni News of the World leikur roskinn Bandaríkjamaður aðalhlutverkið. Hvað heitir...
Mynd dagsins
121
Þá var kátt í höllinni
Í morgun var byrjað að bólusetja með 4.600 skömmtum frá Pfizer, aldurshópinn 80 ára og eldri í Laugardalshöllinni. Hér er Arnþrúður Arnórsdóttir fædd 1932 að fá sinn fyrsta skammt. Alls hafa nú 12.644 einstaklingar verið full bólusettir gegn Covid-19, frá 29. desember, þegar þeir fyrstu fengu sprautuna. Ísland er í fjórða neðsta sæti í Evrópu með 1.694 smit á hverja 100 þúsund íbúa, Finnar eru lægstir með einungis 981 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Andorra er með flest smit á heimsvísu, eða 14.116 smit á hverja 100 þúsund íbúa.
FréttirMorð í Rauðagerði
15
Anton ennþá með stöðu sakbornings
Lögmaður Antons Kristins Þórarinssonar segir Anton lausan úr gæsluvarðhaldi en hann hafi enn stöðu sakbornings í rannsókn á morðinu í Rauðagerði 28.
RannsóknMorð í Rauðagerði
23109
Athafnamaðurinn Anton kortlagður: Hvaðan koma peningarnir?
Anton Kristinn Þórarinsson hefur yfir fjölda ára komið að stofnun, stjórn og prókúru ýmissa félaga sem hafa mestan sinn hagnað af sölu og kaupum fasteigna. Hann seldi „Garðabæjarhöll“ og byggir nú hús á Arnarnesinu.
Þrautir10 af öllu tagi
3062
310. spurningaþraut: Hér er spurt um erlendar borgir, hverja af annarri
Hér er þraut gærdagsins! * Allar spurningar dagsins snúast um erlendar borgir. Fyrri aukaspurning: Í hvaða borg má finna styttuna sem sést á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Osló er fjölmennasta borg Noregs. Hver er sú næstfjölmennasta? 2. Oscar Niemeyer var arkitekt sem fékk það draumaverkefni að hanna fjölda stórhýsa og opinberra bygginga í alveg splunkunýrri borg sem...
Mynd dagsins
114
Skjálfandi jörð
Síðan skjálftahrinan byrjaði síðastliðinn miðvikudag hafa rúmlega 11.500 skjálftar mælst á Reykjanesinu. Og heldur er að bæta í því á fyrstu tólf tímum dagsins í dag (1. mars) hafa mælst yfir 1500 skjálftar, þar af 18 af stærðinni 3.0 eða stærri. Virknin í dag er staðbundin en flestir skjálftana eiga upptök sín við Keili og Trölladyngju, sem er skammt frá Sandfellsklofa þar sem er mynd dagsins er tekin.
FréttirVarnarlaus börn á vistheimili
57367
„Það eina sem ég vildi var að deyja“
Ásta Önnudóttir, sem var vistuð um tveggja ára skeið á meðferðarheimilinu Laugalandi, lýsir því að hún hafi orðið fyrir slíku andlegu ofbeldi þar að það hafi dregið úr henni lífsviljann. Hún hafi verið glaðvært barn en framkoman í hennar garð á heimilinu hafi barið alla gleði úr henni. Það sé fyrst nú, im tveimur áratugum síðar, sem hún sé að jafna sig.
Blogg
16
Halldór Auðar Svansson
Heimilisbókhald Sjálfstæðismanna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra og þingkona Reykjavíkurkjördæmis norður, ritaði í síðasta mánuði grein um Reykjavíkurborg þar sem kunnugleg Valhallarstef um rekstur borgarinnar koma fyrir. Söngurinn er gamall og þreyttur, hann gengur út á að reynt er að sýna fram á að í samanburði við þær einingar sem Sjálfstæðismenn eru að reka – ríkissjóð og önnur sveitarfélög – sé allt...
MenningMetoo
886
Nýtt leikrit veitir kvenskörungi uppreist æru
„Ég finn mig skylduga til að segja þessa sögu,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem grét nánast á hverri æfingu fyrstu vikurnar í undirbúningi fyrir leikrit sem varpar nýju ljósi á ævi Sunnefu Jónsdóttur. Sunnefa var tvídæmd til dauða á 18. öld fyrir blóðskömm.
Fréttir
315
Gjaldþrotum og nauðungarsölum fækkaði á síðasta ári
Færri einstaklingar voru lýstir gjaldþrota á síðasta ári en árin tvö á undan. Hið sama má segja um nauðungarsölur á eignum. Þá fækkaði fjárnámum einnig.
Þrautir10 af öllu tagi
2957
309. spurningaþraut: Katrínar, sjómílur, jökull og Halla Signý
Þið finnið þrautina frá í gær hér. * Fyrri aukaspurning: Hvar voru — eftir því sem best er vitað — aðal bækistöðvar þeirrar menningar sem skóp myndina hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hinrik 8. Englandskóngur átti fleiri eiginkonur en algengt er um evrópska kónga. Hve margar? 2. Hve margar þeirra hétu Katrín? 3. Og fyrst við erum á þessum...
Pistill
27
Illugi Jökulsson
Það er bannað í Búrma
„Fasisminn er í alvöru á uppleið,“ skrifar Illugi Jökulsson um beitingu hryðjuverka- og sóttvarnalaga til að kæfa niður lýðræði.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir