Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Það er einhver að banka

Kon­an sem bank­ar kurt­eis­is­lega inn­an á kistu­lok­ið þeg­ar hún vakn­ar upp í sinni eig­in jarð­ar­för en vill ekki trufla at­höfn­ina, er við­fangs­efn­ið í Guð­rún­arkviðu eft­ir Eyrúnu Ósk Jóns­dótt­ur.

Þú ert í kórnum og hefur sungið við ótal jarðarfarir. Þú býst ekki við öðru en að þessi verði tíðindalaus og hefðbundin í forminu. Bara enn ein ósköp venjuleg evangelísk-lútersk þjóðkirkjujarðarför.   

Svona hefst ljóðasagan Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur, skáld, leikkonu og leikstjóra. Og nei, þetta er hvorki hefðbundin né tíðindalaus jarðarför. 

Þessi í kórnum sem býst við tíðindalausri athöfn er ásamt félögum sínum í kórnum að syngja Ave Mariu Schuberts þegar henni finnst eitthvað skyndilega liggja í loftinu, hún finnur eitthvað þungt og kalt eins og stein leggjast yfir brjóstið og verður órótt. Hún er nokkuð viss um að hljóðið komi frá kistunni þar sem liggur kona sem er rétt skriðin yfir miðjan aldur. 
Kórfélaganum sem lesandinn er með í jarðarförinni í byrjun Guðrúnarkviðu finnst eins og verið sé að banka. Og hún er ekki að ímynda sér, „það er einhver að banka“. Á kistulokið innanvert? Jú, sú sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tárum
MenningJólabókaflóðið 2020

Saga gerð úr tár­um

Bók Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur Apríl­sól­arkuldi spratt fram á nokkr­um vik­um en hún hafði ver­ið bú­in að reyna að skrifa hana í tíu ár. Sag­an er um föð­ur­missi, ást, geð­veiki og hugg­un. Elísa­bet seg­ist vera bú­in að bera föð­ursorg­ina með sér í fjöru­tíu ár en með nýju bók­inni hafi hún hnýtt enda­hnút­inn. Henni hafi ver­ið gef­in þessi sorg til að skrifa um hana. Sorg­in sé gjöf.
Nútímaafinn hlustar á Fræbbblana og Q4U
MenningJólabókaflóðið 2020

Nú­tíma­af­inn hlust­ar á Fræbbbl­ana og Q4U

Gerð­ur Krist­ný seg­ir að það sé gam­an að vera ís­lensk­ur rit­höf­und­ur vegna þess að við sitj­um hér að bók­mennta­þjóð. Hún seg­ir að sér hætti til að yrkja mjög drama­tíska ljóða­bálka og að það sé mik­il hvíld í því að semja létt­ar, skemmti­leg­ar en raun­sæj­ar barna­bæk­ur eins og nýj­ustu bók­ina, Ið­unn og afi pönk. Gerð­ur seg­ir að líta eigi á lest­ur barna eins og hvert ann­að frí­stund­astarf.
Konan sem elskaði fossinn
MenningJólabókaflóðið 2020

Kon­an sem elsk­aði foss­inn

Sig­ríð­ur Tóm­as­dótt­ir frá Bratt­holti var mik­ið nátt­úru­barn og dýra­vin­ur en átti erfitt með mann­leg sam­skipti. Sig­ríð­ur er þekkt­ust fyr­ir bar­áttu sína gegn áform­um um að virkja Gull­foss og gekk svo langt að hóta að enda líf sitt með því að kasta sér í foss­inn ef hann fengi ekki að vera í friði. Kon­an sem elsk­aði foss­inn er sögu­leg skáld­saga eft­ir Eyrúnu Inga­dótt­ur sem skrif­aði fyrst um Siggu frá Bratt­holti fyr­ir þrjá­tíu ár­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að vekja at­hygli á bar­áttu­kon­um fyrri tíma.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu