Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Hvítt er svart

Bens­ín­hák­ur­inn Jeep Wrangler, var fyr­ir ör­fá­um ár­um sagð­ur um­hverf­i­s­vænsti bíll í heimi. Stað­reynd sem mér fannst al­veg fá­rán­leg. Toyota Yar­is Hybrid var í öðru sæti.

Hvítt er svart
Ein af síðustu VW Bjöllunum í Oaxaca Mexíkó, en hún var framleidd í 65 ár, frá 1938 til 2003. Framleidd voru 21.529.464 eintök og síðasta eintakið var framleitt í Mexíkó. Enginn bíll hefur verið framleiddur í fleiri eintökum en einmitt þessi tegund. Mynd: Páll Stefánsson

Umhverfisfótspor bíls er ekki bara það sem hann skilar af sér í akstri, því stærsta fótsporið er framleiðsla og síðan förgun. Jeppinn frá Jeep er á allan hátt einföld smíð, lítið um plast og léttmálma, sem þrátt fyrir mikla bensíneyðslu nær að lyfta honum í hæstu hæðir sem umhverfisvænu farartæki og hægt að endurvinnu hann á skjótan og ódýran hátt. 

Þessir Trabantar í Berlín eru partur af þeim 3.096.999 eintökum sem voru framleiddir í Austur-Þýskalandi á árunum 1957 til 1991. Umhverfisvænir? Nei, því tvígengismótorinn pústaði þykku svarbláu skýi aftur úr þessum kommúnistadrossíum.

Nýorkubifreiðar, sem eru hér með markaðshlutdeild upp á 60%, eru miklir umhverfisbófar í framleiðslu og ekki síður förgun. Rafhlöðurnar eru mjög þungar og nota mikið af litíum og sjaldgæfum góðmálmum, sem eru mjög mengandi og krefjandi í framleiðslu. Og þyngd rafhlöðunnar gerir það að verkum að burðargrind rafbílsins þarf miklu meira magn af áli og stáli en í sambærilegum bensín eða dísilbíl. 

Þegar Mazda kynnti sinn fyrsta rafbíl MX-30 nú í haust ráku margir upp stór augu, því að hann dregur bara 200 km á hleðslunni. Ástæðan? Jú, lítil rafhlaða gerir bílinn léttari og fótspor bílsins nær að vera örlítið fyrir neðan jarðefnaknúna smábíla eins og Yaris eða 208 frá Peaugot. Það næst alls ekki með Teslu eða stóru þýsku rafjepplingunum sem forsætisráðherra ekur á. Hún ætti frekar að fá sér stóran amerískan Jeep Wrangler mengandi eyðsluhák ef hún ætlar sér að vera umhverfisvæn í botn.

Það er flókið mál og dýrt að kaupa nýjan bíl og getur sett tilveruna á hvolf. En á síðasta ári voru framleidd nærri eitt hundrað milljónir ökutækja, 99% með gamaldags bensín- eða dísilmótor.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár