Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið

Skjálft­inn var um 5,6 að stærð og fannst vítt og breitt um land­ið, allt frá Vest­manna­eyj­um í suðri og vest­ur á Flat­eyri. Skjálft­inn teng­ist ekki eld­virkni held­ur er af völd­um fleka­hreyf­inga á Reykja­nesi.

Í beinni útsendingu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali við Washington Post á þegar skjálftinn reið yfir.

Gríðarstór jarðskjálfti reið yfir landið klukkan 13:43 í dag. Fannst skjálftinn vítt og breitt um landið, en tilkynnt hefur verið um að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum á höfuðborgarsvæðinu, í Vestmannaeyjum, á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Samkvæmt Almannavörnum var skjálftinn 5,6 að stærð og átti upptök sín í Núpahlíðarhálsi, um 7 kílómetra vestur af Kleifarvatni.

Ljóst er að skjálftinn tengist ekki eldvirkni heldur er tilkominn vegna flekahreyfinga. Yfir 50 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfar stóra skjálftans. Skjálftinn er sá stærsti á Reykjanesi frá árinu 2013, en þá varð skjálfti að stærðinni 5,2 í októbermánuði og átti hann upptök sín skammt utan Reykjaness. Þá er þetta stærsti skjálfti sem orðið hefur á Suðurlandi frá árinu 2008 en þá varð skjálfti upp á 5,3 sem átti upptök sín skammt frá Hveragerði. 

Alþingi: Sitjið rólegir

Ekki hafa fengist upplýsingar um tjón af völdum skjálftans en ljóst er að fólk er mjög skekið. Þannig brá þingmanni Pírata, Helga Hrafni Gunnarssyni, augljóslega talsvert þegar skjálftinn reið yfir meðan hann stóð í ræðustól Alþingis.  Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, var hins vegar hinn rólegasti. „Sitjiði rólegir, sitjiði rólegir,“ sagði Steingrímur á meðan að Helgi Hrafn tók til fótanna.

Helgi Hrafn sér spaugilegu hliðina

Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna við jarðskjálftum brást Helgi Hrafn ekki rétt við í þessu tilviki. Almannavarnir leggja áherslu á að halda eigi kyrru fyrir, sé fólk innandyra, fara undir borð eða rúm og verja höfuð og háls. Halda ætti sig frá gluggum.

Helgi Hrafn virðist þó hafa jafnað sig fljótt á skjálftanum en á Twitter situr hann undir skensi fyrir viðbrögð sín. Hann svarar þó vel fyrir sig og segir kersknislega að hann biðjist afsökunar á að hafa ekki komið Steingrími J. til bjargar.

Forsætisráðherra í beinni útsendingu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinu viðtali við Washington Post á þegar skjálftinn reið yfir. Var forsætisráðherra greinilega mjög brugðið þegar allt lék skyndilegaá reiðiskjálfi. „Oh my good, there‘s an earthquake,“ sagði Katrín við blaðamann blaðsins og bætti svo við: „Well, this is Iceland, sorry about that.“

Búast við eftirskjálftum

Athugasemd jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands: Klukkan 13:43 varð stór skjálfti á Reykjanesi Fyrsta stærðarmat er að skjálftinn hafi verið af stærð M5.5 um 7 km vestur af Kleifarvatni. Fjölmargir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið.

Almannavarnir hafa gefið út eftirfarandi tilkynningu vegna skjálftans:Vegna jarðskjálfta sem fannst á suðvesturhorni landsins. Fyrstu upplýsingar frá Veðurstofu Íslands segja að hann hafi verið af stærðinni 5,5 og á upptök sín 6 km. vestan við Kleifarvatn. Búast má við eftirskjálftum.

Almannavarnir hvetja fólk til þess að kynna sér viðbrögð eftir jarðskjálfta. Þau má sjá hér.

Bráðabrigðamælingin hefur nú verið uppfærð og nú er talið að skjálftinn hafi verið um 5,7 að stærð samkvæmt vefsíðu Veðurstofunnar.

Leið eins og það væri að líða yfir hana

Á Flateyri fundu Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Lýðskólans og Helena Jónsdóttir, verkefnastjóri Flateyrar fyrir skjálftanum. „Þetta var mjög fyndið,“ segir Helena og heldur áfram. „Ég er með lítinn tölvuskjá fyrir framan mig hérna á skrifstofunni. Ég hallaði mér fram á borðið og setti hendurnar undir höku og allt í einu fannst mér eins og það væri að líða yfir mig. Svo aftur þremur eða fjórum sekúndum síðar fannst mér aftur vera að líða yfir mig en hélt áfram að vinna. Svo heyrði ég þá hérna frammi vera að tala um að það hefði orðið jarðskjálfti.“ Ingibjörg segir hinsvegar að hún hafi ekki fundið mikið fyrir skjálftanum. „Þetta var nú bara eins og bíll að keyra fram hjá,“ segir hún.

Borgarfulltrúar hlupu út „í panikki“

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hljóp út af borgarstjórnarfundi ásamt fjórum öðrum borgarfulltrúum. „Stór hluti af salnum er gluggi en allt glerið titraði og skalf. Svo hangir járntjald úr loftinu svo við vildum forða okkur út úr salnum,“ segir hún í samtali við Stundina. Aldrei áður hefur Kristín orðið hrædd við jarðskjálfa en nú hafi hún orðið hrædd. Á Twitter ritar hún að borgarfulltrúarnir hafi verið skelkaðir og að þeir hafi hlaupið um í „panikki.

Kötturinn með áfallastreituröskun

Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Frú Ragnheiði, hljóp undir borð þegar hún fann fyrir skjálftanum. Hún var að vinna að heiman við að svara tölvupóstum þegar hún fann fyrst fyrir litlum skjálfta. „Ég er alin upp hérna í Reykjavík svo maður er ekki að kippa sér upp við litla skjálfta,“ segir hún.

Þegar Elísabet fann stærri skjálftann varð hún hrædd og ákvað að koma sér undir borð. „Það sem verra er að kötturinn minn sem ég fékk ættleiddann frá Villiköttum er með áfallastreituröskun og hún varð mjög hrædd.“

Kisi liggur nú í sófanum umvafinn teppum og Elísabet er orðin öllu rólegri. Það fyrsta sem Elísabet gerði þegar skjálftanum lauk var að hringja í sína nánustu og athuga með þeirra líðan. „Ætli það sé ekki hjúkrunarfræðinga hjartað, að athuga fyrst með alla aðra og taka svo stöðuna á sjálfri sér?“

Varaði við stórum skjálftum 

Fyrir tæpum mánuði síðan varaði Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, við því í samtali við Spegilinn á RÚV að íbúar á höfðuborgarsvæðinu og Reykjanesskaga þyrftu að búa sig undir stóran skjálfta af stærðinni 6 til 6,5. Grannt væri fylgst með fimm eldstöðvum, Bárðabungu, Grímsvötnum, Heklu, Kötlu og Reykjanesskaga. Á Reykjanesskaga hefði síðasta ár einkennst af samspili kvikuhreyfinga og jarðskjálftavirkni. Háspenna væri á flekaskilum. 

Jarðskjálftinn í dag var ekki svo stór, en hann var engu að síður svo öflugur að margir lýstu áhrifum hans á samfélagsmiðlum, jafnvel ótta. Eftirfarandi myndir voru teknar í Krónunni úti á Granda í kjölfar skjálftans. 

Mikil umræða á samfélagsmiðlum

Fjölmargir hafa tjáð sig um skjálftann á samfélagsmiðlum. Þannig rifjar Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, upp á Facebook sögu af því þegar að samflokksmaður hans, Guðmundur Árni Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, stóð í ræðustóli Alþingis þegar harður skjálfti reið yfir. Mun Guðmundur Árni hafa sagt að lokinni ræðu: „Helvítis hörkuræða var þetta hjá mér! - Húsið bókstaflega skalf!“

Sumir eru þó rólegri en aðrir og gera bara grín að skjálftanum, eins og Kristján Freyr Halldórsson, sem vísar í þekkt minni af fyrri tíð og jafnframt í nútímapólitík.

Þá er augljóst að það skiptir máli í hvaða aðstæðum fólk er þegar það upplifir skjálfta sem þennan, eins og Karítas M. Bjarkadóttir lýsir.

Heiðrún Helga Bjarnadóttir sat við píanóið þegar skjálftinn reið yfir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Eldgos við Fagradalsfjall

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu