Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

181. spurningaþraut: Listastefna, íslenskar kindur og fyrstu húskettirnir

181. spurningaþraut: Listastefna, íslenskar kindur og fyrstu húskettirnir

Kíkið á þrautina frá í gær, ef þið hafið ekki þegar leyst hana!

***

Fyrri aukaspurning.

„Að bjarga heiminum“ er stundum haft í flimtingum að ætti að vera óskadraumur hvers manns. En það er í alvörunni hægt að færa fyrir fyrir því gild rök að maðurinn á myndinni hér að ofan hafi vissulega „bjargað heiminum“ með því sem hann gerði, eða réttara sagt neitaði að gera. Hvað var það svona nokkurn veginn?

***

Aðalspurningar.

1.   Á eyju nokkurri allstórri hafa fundist allt að 9.500 ára gamlar leifar um heimiliskött, þær elstu sem þekktar eru. Ekki er talið að kötturinn hafi gengið í þjónustu mannsins akkúrat á þessari eyju (því þar er ekki vitað til að hafi verið neinir villtir kettir), svo einhver hefur flutt köttinn út á þessa eyju. Hvað heitir þessi eyja með hinum elstu húskattarleifum?

2.   Hér fyrrum var oft talað um að meðal íslenskra kinda væri sérstakt kyn, duglegra og aðsópsmeira en annað fé. Hvað var það kallað?

3.   Keith Urban heitir maður nokkur, fæddur á Nýja Sjálandi en alinn upp í Ástralíu. Hann er tónlistarmaður, soldið country-skotinn og hefur gefið út fjölda hljómplatna sem seljast vel. Hann er nú samt enn þekktari fyrir að vera eiginmaður einnar frægustu filmstjörnu heimsins, sem er einmitt af þessum slóðum líka. Hver er hún?

4.   Hvar kemur ferjan Norræna að landi á Íslandi?

5.   Hvað hét fyrsta konan sem var forsætisráðherra Bretlands?

6.   Listastefna ein reis í Evrópu á árum fyrri heimsstyrjaldar og blómstraði nokkuð í Frakklandi fram yfir 1920, hún er gjarnan talin náskyld súrrealisma en gekk helst út á tilviljanakenndar uppákomur, sundurklippt ljóð og listaverk, það var reynt á þanþol veruleikans og list fundin á óvæntum stöðum. Rúmeninn Tristan Tzara er jafnan nefndur meðal helstu frumkvöðlanna. Hvað kallaðist þessi fjöruga, litskrúðuga en hverfula liststefna?

7.   Hvað heitir höfuðborg Albaníu?

8.   Hvaða heitir sá fótboltavöllur í Kaupmannahöfn þar sem dönsku landsliðin spila flestalla heimaleiki sína?

9.   Hrossagaukurinn er sagður „hneggja“ en með hverju myndar hann þau sérkennilegu hljóð sem við köllum hnegg?

10.   Í hvaða styrjöld komu skriðdrekar fyrst fram á sjónarsviðið?

***

Seinni aukaspurning.

Fyrir hvað er þessi einkennilega vera tákn?

***

Svör við aðalspurningum:

1.   Kýpur

2.   Forystufé.

3.   Nicole Kidman.

4.   Seyðisfirði.

5.   Margaret Thatcher.

6.   Dada.

7.   Tírana.

8.   Parken.

9.   Stélfjöðrunum.

10.   Fyrri heimsstyrjöldinni.

***

Svör við aukaspurningum.

Karlmaðurinn á myndinni efst hét Vasilí Arkhipov og var sovéskur kafbátaforingi. Haustið 1962 var hann foringi um borð í kafbátnum B-59 þegar Kúbudeilan milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna stóð yfir og heimurinn stóð á barmi kjarnorkustyrjaldar.

Kafbátur Arkhipovs var í námunda við Kúbu þegar bandarísk herskip gerðu sig líkleg til að þjarma að honum. Tveir af þremur æðstu foringjum um borð vildu svara með því að gera árás á bandarísku skipin með kjarnorkuskeytum kafbátsins.

Þeir töldu einsýnt að stríð hefði þegar brotist út og þeir yrðu að verja sig.

Ef kafbáturinn hefði gert árás, þá hefðu Bandaríkjamenn áreiðanlega svarað með eigin kjarnorkuárás og allsherjar stríð hefði mjög sennilega brotist út með skelfilegum afleiðingum fyrir alla heimsbyggðina. 

Arkhipov neitaði hins vegar að fallast á árás á bandarísku herskipin. Hann benti á að kafbátamenn hefðu mjög takmarkaða hugmynd um hvað væri á seyði og ættu ekki að taka þá áhættu að auka á stríðshættuna.

Arkhipov fékk að ráða og ekki varð af neinum allsherjar átökum. 

Til að fá rétt svar dugar að vita að þessi orðum skrýddi maður neitaði að gera kjarnorkuárás í Kúbudeilunni, og kom þannig í veg allsherjar stríð.

Ekki er nauðsynlegt að vita nafnið hans, til dæmis, eða þekkja til smáatriðanna í málinu.

En hér að ofan er annars önnur mynd af honum með konunni, henni Olgu Arkhipovu.

Gljámerkið á neðri myndinni er „andi alsælunnar“ sem prýðir lúxusbíla af gerðinni Rolls Royce.

***

Og hlekkurinn á ... já, þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu