***
Fyrri aukaspurning vísar til myndarinnar hér að ofan:
Hvaða reikistjörnu má sjá þar?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað heitir spurningakeppni framhaldsskólanna sem Ríkisútvarpsins hefur sýnt í rúm 30 ár?
2. Hvaða vinsæla sjónvarpsþáttaröð sagði frá spennandi ævintýrum sem starfsfólkið á auglýsingastofunni Sterling Cooper á Madison Avenue á Manhattan lenti í?
3. Hvað nefnist rafvirkinn sem Laddi hefur oft leikið í gegnum tíðina?
4. Árið 2015 var söngleikurinn Jesus Christ Superstar færður upp í Hörpu og á Akureyri við heilmiklar vinsældir. Hver söng þar hlutverk Maríu Magdalenu?
5. Jökla er fljót nefnt, einnig Jökulsá á Brú og loks Jökulsá á Dal. Út í hvaða fjörð, flóa, vík eða vog fellur þessi margnefnda á?
6. Hvað heitir höfuðborg Mexíkó?
7. Kona ein var afkastamikill hugsuður og rithöfundur. Hún skrifaði fjölda bóka og snerust þær flestar um stöðu konunnar frá ýmsum hliðum. Kunnasta bók hennar hefur víst aldrei komið út á íslensku en gæti heitið á íslensku „Hitt kynið“ eða „Annað kynið“. Hvað hét konan?
8. Í hvaða evrópsku stórborg er neðanjarðarbrautarstöð sem heitir Stalingrad?
9. Í leikriti einu víðfrægu gengur mikið á og allar aðalpersónurnar eru dauðar í lokin eftir mikil átök. Þá birtist skyndilega norskur prins sem tekur að sér að koma á röð og reglu, og þar með lýkur leiknum. Hvaða leikrit er þetta?
10. Q-?-E-R-T-Y-U-I-O-P-Ð. Hvaða bókstafur á að koma í staðinn fyrir spurningamerkið?
***
Síðari aukaspurning:
Hver er þetta?

***
Svör við aðalspurningum:
1. Gettu betur.
2. Mad Men.
3. Skúli.
4. Ragnheiður Gröndal.
5. Héraðsflóa.
6. Mexíkó.
7. Simone de Beauvoir.
8. París.
9. Hamlet.
10. W. Þetta er næstefsta röðin á algengasta lyklaborði.
***
Fyrri aukaspurning:
Svarið er Neptúnus.
Seinni aukaspurning:
Svarið er Adolf Hitler.
***
Athugasemdir